Vikan

Tölublað

Vikan - 28.01.1965, Blaðsíða 7

Vikan - 28.01.1965, Blaðsíða 7
lengur húsbændur á sínum heimilum. Nú er allt háð sam- komulagi, ef vel á að fara og þetta svokallaða samkomulag er fólgið í því, að kvenfólkið ráði. Auk þess hefur konan þín ef til vill bent þér á, að sú venja hef- ur viðgengizt um hríð, að móðir- in ráði nafni á fyrsta barninu. Þú liggur sem sagt alveg í þessu og þýðir ekkert annað en að kyngja því, ef þú vilt halda þessu áfram. A0 BORÐA SÉR TIL HUGGUNAR. Kæri Póstur! Ég er einhleyp og hef fyrir tíu ára gömlu stúlkubarni að sjá. Ég er hreint í vandræðum með hana, því hún borðar þvílík ósköp, að til vandræða horfir. Eins og að líkum lætur, þá hefur hún fitnað alltof mikið og í skól- anum er henni strítt vegna þess og kölluð feitabolla og öðrum álíka nöfnum. Hún er alltaf mjög leið yfir því, þegar henni er strítt með þessu, en samt byrjar hún á því að ná sér í eitthvað að borða og öllum vasapeningum sínum eyðir hún í sælgæti, pyls- ur, súkkulaði eða ís. Hvað er hægt að gera til að hjálpa henni? Áhyggjufull móðir. --------Þessi ástríða I mat og sælgæti stafar Iíklega af því, að barnið sækir sér huggun í að njóta matar og sætinda og reyn- ir á þann hátt að bæta sér upp að einhverju leyti óhamingjusam- an hversdagsleika. Ef til vill liggur frumástæðan í því, að þú ert einhleyp og henni hefur kannski í fyrstu verið strítt með því, að hún ætti ekki pabba. Svo þegar hún var orðin of feit, þá var það notað. Það er annað en gaman að vera eitthvað afbrigði- Iegur, til dæmis feitastur í hópn- um eða bekknum. Böm eru afar miskunnarlaus, þegar um er að ræða að ná sér niðri hvert á öðru. Þá er allt notað og helzt það sem mest svíður undan. Þú verður að koma henni í skilning um, að þetta stöðuga át leiði til ófamaðar, en jafnvel þótt hún skilji það sjálf, þá get- ur orðið mjög erfitt að venja hana af því. Harkalegar aðferðir duga þar varla. Ef þú ferð að halda í við hana, þá hefur hún bara einhver önnur ráð og fer á bak við þig. Reyndu heldur að örva hana til einhverra starfa eða skapandi leikja, sem taka tima og dreifa huga hennar. Reyndu að vekja áhuga hennar á ein- hverju og vera henni félagi. Tíu ára gamalt barn á að skilja þetta, en það verður samt að koma því til hjálpar. Það kostar mikið viljaátak að venja sig af ofáti. ÓSKAR EFTIR BRÉFASAMBÖNDUM. Maður er nefndur Earl W. Gal- vin og heimilisfang hans er 13788 IDA Warren, Michigan 48089, U.S.A. Hann er líklega Ameríkani eftir ' nafninu að dæma, enda þótt hann skrifi okk- ur á franska tungu með ósk um að komast í bréfasambönd við ungt fólk á íslandi. Hann er 18 ára, er rétt að ljúka High school og ætlar í radíótækni. Listir all- ar liggja vel fyrir honum og einkar hneigður er hann að bók- menntum, útfarinn í músík og vel að sér í pólitík. Honum er rétt sama, hvort hann skrifar á ensku, spönsku, portúgölsku, frönsku eða þýzku. HVERS EÐLIS ER HJÓNABANDIÐ. Kærá Vika! Ég las um daginn viðtalið við kvenréttindakonuna í Vikunni. Ekki vegna þess að ég sé ein slík, heldur bara af forvitni. Mér fannst hún furðanlega víðsýn og sanngjörn, en þó hjó ég eftir þessu með magarínið í smjörið og mismuninn í vasann. Ég hef stundum í saumaklúbbnum mín- um og annars staðar heyrt vin- konur mínar segja, að þær hafi keypt sér þetta og hitt vegna þess að þær stungu undan af matarpeningunum þar til komin var nægileg upphæð. Ég er nú svo gamaldags, að ég hef aldrei getað fellt mig við þennan hugs- unarhátt. Getið þið séð nokkuð því til réttlætingar, að hjón heyi innbyrðis baráttu um peninga og fari á bak við hvort annað eftir mætti? Eða er það ég, sem ekki fylgist með þróuninni? Kærar kveðjur og þökk fyrir ágætt blað. Elsa. — — — Sammála. Við sjáum ekkert þessu til réttlætingar. En hvemig er það með þessar kon- ur, sem safna sér fyrir kjól eða kápu með því að stinga undan af matarpeningunum, ætli karl- amir þeirra verði ekkert hissa, þegar þær allt í einu hafa haft þessi auraráð? Svari þær sem reynt hafa. BAD - Hari að vera meira en að pvo líkamann Næsta bað; þarf að vera BADEDAS - vífamínbað NOTIÐ BADEDAS ævinlega án sápu. BADEDAS vítamínbaðefni er þekktasta baðefni Evrópu í dag. BADEDAS verksmiðjurnar selja þetta undrabaðefni til 59 landa og alltaf fjölgar aðdáendum þess. Heilbrigði Hreinlæti Vellíðan REYNIÐ BADEDAS vítamin- ið og áhrif þess á líkam- ann - EFTIR að hafa einu sinni reynt það munið þér ávallt óska að hafa BADEDAS við hendina. HEILDSÖLUBIRGÐIR: H. A. T U L I N I U S VIKAN 4. tbl. 7

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.