Vikan

Tölublað

Vikan - 28.01.1965, Blaðsíða 34

Vikan - 28.01.1965, Blaðsíða 34
þeim. Vesalings Tertius hefur sjálf- sagt orðið fyrir óskemmtilegum skeytum frá nágrönnunum, þegar hin heittelskaða Virgula svaraði honum með skírri orðsendingu á húsvegg: „Þú ert of heimskur". Stundum hafa menn fengið opin bréf, sem síðan hafa komizt á dag- skrá og orðið aðhlátursefni dag- lega lífsins í Pompeji. Eitt slíkt hefur herra Verus fengið, en verus þýðir sannur á latneska tungu. Á vegg hans var þetta ritað: „Hér, þar sem Verus býr, er sannleikur- inn óþekktur." Og Cornelius fær stutta og gagnorða orðsendingu frá Samiusi: „Farðu og hengdu þig." að: „Nicerate, bölvuð tíkin þín, sem með brögðum lokkar Felicio að dyr- um þínum, mundu . . . ." Þvílíkt hnossgæti fyrir slúðurkerlingar í Pompeii, að fá svona ófdráttarlausa játningu um það sem ef til vill að- eins lá grunur um. Hreppapólitík var líka tómstundagaman. Árið 60 urðu almenn slagsmál við íbúa smábæjarins Nuceria á leikvang- inum í Pompeji og eftir það eru þeim ekki vandaðar kveðjur,- „Nið- ur með íbúa Nuceria." Mikil hraun eru runnin til sjávar síðan Pompeji var og hét og strönd- in við syðra borgarhliðið og ná- lægð flóans hefur aukið mikið á pólitíska þroska umfram stjórn- málamenn vorra tíma, að þeir níddust aldrei á andstæðingum. Miklu fremur reyndu þeir að hefja sína menn til skýjanna. Einstaklingar, félög og samsteyp- ur standa að frambjóðendum, og lofa þá og prísa fyrir heiðarleik í hvívetna. Smiðir hafa sinn fram- bjóðanda, litarar einn, sömuleiðis gullsmiðir, fiskimenn, ávaxtakaup- menn, kúskar og jafnvel burðar- menn. Venusarprestarnir og Isis- prestarnir gerast veraldlegir og bjóða fram. Bakarar mæla með Júlíusi nokkrum Polybiusi og hafa þungvæg rök fyrir kosningu hans, Þeir vildu standa meðan stætt var; hugðu það él eitt mundi vera og skyldi langt til annars slíks, eins og spakvitur íslendingur sagði, þeg- ar óvinir hans fóru að honum með eldi. Þeir vildu ekki yfirgefa auð- ævi sín og ríkuleg híbýli, en svo kom gasið og askan og drap þá. Norðarlega í bænum er hverfi slíkra manna. Þar má sjá þess merkþað götum hefur verið lokað fyrir umferð vagna; þeir vildu ekki ónæði af vagnskrölti. Mér er eink- ar minnisstæð glæsileg villa í þessu hverfi, sem leiðsögumaður okkar sýndi okkur. Það var atríumhús með garði í miðju og súlnagöng> Framleiðum hina þekktu „1001“ skápa í þrem stærSum, 16, 24 og 32 skúffu. Eff svo, þá er lausnín hér { Eigið þér i erffiðleikum með hirzlu undir skrúfur og annað smádót? VINNUHEIMILIÐ AÐ REYKJALUNDI Aðalskrifstofa Reykjalundi, sími um Brúarland. Skrifstofa í Rvík, Bræðraborgarstíg 9, sími 22150 Ekki þarf að sökum að spyrja að klámhundar og klósettskrifarar af sama tagi og vart verður við hér ( Reykjavík og flestum borg- um raunar, óðu uppi í Pompeji, en riss þeirra á ekkert skylt við þær fáguðu myndskreytingar, sem prýða sum baðhús í fínum villum. Það voru einkum baðhús kvenna, sem þannig þótti viðeigandi að skreyta. En nú hefur dæminu heldur betur verið snúið við, því einungis karlmönnum er sýnt inn í þessi myndskreyttu baðhús, þegar nú- tíma leiðsögumenn fara þar um með hópa af ferðamönnum. Ekki er afbrýði kvenna nýtt fyrir- brigði; það sést af hatursfullri orð- sendingu frúar einnar, sem átti í erfiðleikum með að halda eigin- manninum í haftinu. Hún hefur skrif- fegurðina. En þá þótti hvorki hollt né skemmtilegt að nota sjóinn og sólskinið. Miklu fremur reyndu all- ir að forðast hvorttveggja. Þeir héldu sig ( skugganum, ef hægt var og efnaðir íbúar Pompeji, sem þræla höfðu á hverjum fingri, eyddu hluta dagsins við margslungin böð og nudd í baðhúsum, eða þeir fóru í ilskó og skikkju og slógust í hóp- ana, sem ræddu bæjarslúðrið og pólitíkina í súlnagöngunum við basilíkuna, stóru réttarhöllina og á Forum. Stjórn bæjarins var hita- mál og bæjarstjórnarkosningar fóru fram árlega við mikinn hávaða. Þá voru slagorð og óhróður höfð í frammi ekki síður en nú og meira að segja notaður rauður litur í mál- aðar orðsendingar um ágæti fram- bjóðenda. En þeir höfðu þann því hann bakar þetta forláta brauð eins og allir vita. Enginn gerði frambjóðanda þá óvirðingu að gagnrýna hann persónulega; væri einhverjum skeytum beint ( þá átt, þá hlutu áhangendur frambjóðand- ans þau: „Svefnpurkurnar kjósa Vatia" og fyrir sama frambjóðanda „vaða allir bandittar eld." Þessi plakata- og veggjaskrift er nálega allur sá litteratúr, sem fannst í Pompeji. Engu að síður gefur hann ákveðna hugmynd um lífið í þessum suðræna himnaríkis- bæ fegurðar og áhyggjuleysis, sem snögglega breyttist í víti. En marg- falt meiri að vöxtum er sá urmull listaverka, sem fannst ( Pompeji, bæði á almannafæri og í einkahí- býlum. Mest fannst í villum auð- manna ásamt beinum eigendanna: um, en garðurinn var í senn fag- urlega búinn listaverkum, gosbrunn- um og gróðri. Oðrum megin við atríum voru svefnherbergin, en fyr- ir miðju þrjú herbergi og ( miðju: Tablinum, vinnustofa húsbóndans og miðdepill hússins. Þarna sáust þess merki, að húsið hefði á sín- um glansdögum verið ríkulega búið málverkum, sem raunar voru mál- uð beint á veggina. Pompeji situr eftir í minningunni löngu eftir að sá sem hennar vitj- ar er kominn á fjarlægar strendur. Sá sem sér myndir og minjar um mannlíf ( Pompeji, verður fyrir ein- kennilegum áhrifum. Sú minning stendur svo einstök og skfrt mótuð, að hún gleymist varla ( önn dag- anna eins og margt annað, sem maður gjarnan vildi muna. 24 VIKAN 4. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.