Vikan - 28.01.1965, Blaðsíða 44
SILVER
gille**®
Silver Gillette-þaegilegur rakstur
með rakblaði, sem endást o§ endist
brast í grát á nýjan leik.
— Heimska, Julie. Hún rétti
fram vasaklút. -— Hérna hefurðu
vasaklút. Snýttu þér. Hún horfði
óánægð á stúlkuna. — Ég er viss
í minni sök. Veiztu hvers vegna?
Vegna þess, að ég hef fjar-
skyggni. Það er band milli Russel
og mín. Vangasvipur hennar varð
nornarlegur og um hár hennar
lék annarlegur, rauður töfrablær,
þar sem hún sat og starði út í
hálfrökkrið. — Ég hef borið
hann undir hjarta mínu og móð-
ir missir aldrei samband við
barnið, sem hún hefur fætt. Ég
þekki innstu tilfinningar sonar
míns. Ég þekki sál hans... Og
nú skal ég segja þér frá nokkru,
sem ég hef aldrei sagt nokkurri
lifandi manneskju. Þegar Russel
var í heimavistarskólanum, féll
hann niður úr tré og fótbrotnaði.
Ég var heima í Brooklyn, en ég
fann það á mér, að eitthvað var
að. Hið innra með mér heyrði
ég rödd hans, sem hrópaði á mig
og grét. Og það var ég, sem
hringdi til skólans, einmitt þegar
þeir ætluðu að fara að hringja
til mín. Hún hallaði sér sigri
hrósandi aftur í sófanum og
sagði: — Er þetta ekki fjar-
skyggni?
— Jú, það lítur út fyrir það,
viðurkenndi Julie.
-— Þama sérðu! Hún brosti
stolt við henni. — En þennan
dag, sem hann hefði átt að vera
skotinn niður, heyrði ég engar
raddir. Og fyrir mitt leyti er ég
eins róleg og ég hef alltaf verið.
Hún var vitskert.
Julie fann sér griðastað í
þessu drungalega bókaherbergi.
f þessu herbergi hafði Russ eytt
svo miklum hluta ævi sinnar. Á
hillunum stóðu bækur hans, og
hér var plötuspilarinn, sem hend-
ur hans höfðu snert. Hún fór
þangað hvað eftir annað og frú
Thorpe leyfði henni það. Og
Julie sat þar og lokaði augun-
um og fann nálægð Russ og
reyndi að láta sem frú Thorpe
hefði rétt fyrir sér.
Og svo kom opinbera tilkynn-
ingin, þar sem stóð að hann
væri „talinn af“. Ekkert hafði
heyrzt til áhafnar vélarinnar.
Julie var borguð stríðstrygging
hans, og hún setti peningana í
banka, án þess að láta frú Thorpe
vita nokkuð um það.
Það var haustið 1946, sem frú
Thorpe fékk póstkortið.
Mér fannst ég verða að til-
kynna yður, að í fréttamynd,
sem ég sá fyrir nokkrum
kvöldum, var maður, sem leit
út nákvæmlega eins og sonur
yðar. Þetta var fréttamynd
frá verksmiðju, einhvers stað-
ar í Þýzkalandi, á rússneska
hernámssvæðinu. Mér gæti
hafa missýnzt, en ég vildi samt
segja yður af þessu.
Þetta var frá konu, sem hét
Nellie Gresham og lengi hafði
búið í sama hverfi og frú Thorpe.
Fyrir ári hafði hún flutt til
Kanada, en enginn vissi heimils-
fang hennar þar. Kortið var póst-
stimplað í litlu kanadísku þorpi.
Frú Thorpe hringdi þangað, en
þar fannst enginn íbúi, sem hét
Gresham.
Eftir þetta fóru frú Thorpe og
Julie og horfðu á ótölulegan
fjölda fréttamynda. Sáraflakandi
Evrópa eftirstríðsáranna leið fyr-
ir augu þeirra. Þær sáu fólk, sem
bjó í hreysum. Smábörn, sem
sátu og grétu í rústum, konur,
sem flúðu undan sprengjuhrynj-
andi húsum. Þúsundir eftir þús-
undir, tötrum klæddir ungir
menn með vonleysi í augunum,
störðu inn í myndavélina, en
aldrei Russ.
Svo gerðist ekkert langa lengi.
Frú Thorpe tók að stunda anda-
fundi. Julie lifði hálfu lífi. Einn
afmælisdagurinn kom á eftir öðr-
um. 23., 24., 25. Hún hlustaði á
bónorð og afþakkaði þau. Gift-
ingarhringurinn var enn á fingri
hennar. Vegna þess, að hún hélt
ennþá, að hann lifði. Eða vegna
þess, að hann hefði gert hana
ónæma fyrir öðrum karlmönn-
um? Sénnilega hvort tveggja,
hugsaði hún.
f febrúarmánuði 1951, fimm
mánuðum fyrir förina til Alpen-
stadt, barði bæklaður maður
dyra hjá frú Thorpe og ætlaði
að selja henni ryksugu. Það var
hann, sem stofnaði til hins mikla
skógarbruna vonarinnar.
Þegar Julie kom þangað stundu
síðar, ráfaði frú Thorpe fram og
aftur á gömlu dyramottunni og
hélt innrammaðri mynd af Russ,
sem var tekin af honum, þegar
var tuttugu og fimm ára, með
krampakenndu taki að brjósti
sínu.
Hann þekkti hann! Hann hafði
séð hann! Fyrir aðeins tveimur
££ VIKAN 4. tbl.