Vikan

Tölublað

Vikan - 28.01.1965, Blaðsíða 11

Vikan - 28.01.1965, Blaðsíða 11
:: : ;::vv ’ ' «S®P Fimmtl Bitillinn Bítill nr. 5 hét Stuart Sutcliffe. Hann byrjaði að leika með Bítlunum meðan þeir kölluðu sig The Quarrymen og voru algjörlega óþekktir. Hann var með þeim þegar The Quarrymen komu fyrst fram í Cavernklúbbnum í Liverpool, þar sem þeim var hálfpartinn hent út af óánægðum ungl- ingum. Hann tók þátt í Þýzkalandsför þeirra og þá höfðu þeir breytt nafninu í The Beatles og nú léku þeir víðsvegar í Hamborg, yfirleitt í jassklúbbum, við góðan orðstír. Stuart Sutcliffe var búinn miklum listahæfileikum, sérstaklega var hann áhugasamur listmálari. Hann var t.d. tekinn inn 1 listaháskólann í Hamborg þrátt fyrir að hann hefði ónóga undirbúningsmenntun, aðeins sakir þess, að prófdómarar skólans þóttust sjá mikið efni í hon- um. Hann hélt áfram að leika með Bítlunum en sótti skól- ann þó af kappi. Hann trúlofaðist ungri stúlku í Hamborg og hafði eiginlega ákveðið að setjast að í Hamborg, þegar einhver sjúkdómur fór að ásækja hann. Læknar gátu ekkert fundið en álitu að þetta væri ekkert hættulegt. Svo skyndi- lega einn morgun fann unnusta Stuarts hann látinn í rúmi sínu. Sjúkdómurinn hafði verið æxli í heilanum. Þetta var mikið áfall fyrir Bítlana og þá sérstaklega John Lennon, en hann og Stuart voru mjög samrýmdir. (, : ' Kvcnþjóðin á líka sinn Ringo, eSa réttara sagt, sína Ringolínu. Hún heitir Honey Lant- ree og lemur trommurnar í hljómsveit er netnir sig Thc Honeycombs. Sú hljómsveit sló nýlega í gegn með lag- inu „Have I the rigth“ og er sagt að Honey sigi mestan heiður að því með sínum ein- kcnnilcga trommusiætti. -y. \ Bráðum kemurlSatchmo Fyrir tæpum 65 árum fæddist í New Orleans sveinn, er skömmu eftir fæðing- una hlaut nafnið Louis en var Armstrong. Hann dafnaði vel þarna í skugga- hverfum New Orleans og varð snemma heldur fyrirferðarmikið bam og aðal hvatamaður allra óspekta í hverfi sínu. En 13 ára gamall varð hann fyrir því óhappi á sjálft gamlárskvöld, að skjóta úr hlaðinni skammbyssu á einni af aðal- götum New Orleans. Þetta atvik kostaði hann 4 ár á heimili fyrir vandræðadrengi. Hann notaði þessi 4 ár samt æði vel því hann tók að læra trompetleik þarna á heimilinu, en trompetinn átti eftir að verða honum hið mesta heillahljóðfæri þegar ár liðu. Þegar hann losnaði af heimilinu var hann fullnuminn í trompet- leik og tók hann þá að leika með ýmsum jasshljómsveitum víðsvegar í New Orleans og seinna í Cicago. Árið 1924 lék hann í fyrsta skipti inn á hljómplötu. Við það jókst hróður hans mjög og var hann nú talinn með beztu trompetleikurum í jassheiminum. Hann varð því vinsælli, sem árin liðu og í kringum 1935 er hann talinn mesti jassisti heimsins, eða að minnsta kosti sá vinsælasti. Þessum titli heldur hann enn í dag og jassleikarar nútímans kalla hann ætíð „meistarann“, þótt sjaldnar heyrist í honum nú en áður. Þó hélt hann eftirminnilega upp á afmæli sitt, þegar liðin voru 40 ár frá því að hann lék fyrst inn á hljómplötu. Hann sló í gegn með plötunni „Hello Dolly“, er þaut upp vinsældalistann í Bandaríkjunum og Evrópu og stakk af Bítlana og aðra áþekka gítargutlara, sem hafa einokað vinsældalist- ann undanfarið. Nú er von á honum hingað í næsta mánuði eftir því sem bezt er vitað, þegar þetta er skrifað. Ringolína

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.