Vikan

Tölublað

Vikan - 28.01.1965, Blaðsíða 40

Vikan - 28.01.1965, Blaðsíða 40
ferSaáætlun. Við höfum samband við geimfarið og höldum síðan þangað og tengjum tunglskipið okkar við það. Síðan skríðum við inn í það, sleppum tunglskipinu og höldum til jarðar. Hlutverk LEM tækisins er þannig lokið, þótt við höfum að- eins notað það í um klukkutíma samtals. En framtíð þess verður óráðin. Kannske skiljum við það eftir í sporbrautinni, eða — ef við viljum ekki „óhreinka" braut- ina með gömlum geimförum, þá sendum við það aftur til yfir- borðs tunglsins og þá fáum við kannske einhverntíma í fram- tíðinni tækifæri til að jarða ræksnið með tilhlýðilegri virð- ingu. En meðan á undirbúningnum stendur, lifi ég draumatilveru flugmannsins. Einn daginn sit ég með vísindamönnum og hjálpa til að gera áætlanir án þess að sjá tangur eða tetur sem minnir á 4Q VIKAN 4. tbl. geimför eða eldflaugar. Næsta dag „flýg“ ég reynsluferð til tunglsms, eða hjálpa til að leysa eitthvert vandamál. Vatnskæld nærföt. Tökum til dæmis útbúnaðinn, sem festir tunglfarið við geim- farið. Við höfum tæki, sem létt- ir af okkur fimm sjöttu hlutum líkamsþungans, svo að við get- um með því líkt eftir aðstöðunni á tunglinu. í þessum útbúnaði átti ég dag einn að reyna hversu langan tíma tæki að losa tækið frá geimfarinu, með því að skríða eftir göngunum, sem þar eru á milli, og hve mikla orku ég not- aði til þess. Þegar ég var búinn, gat ég skýrt frá því, að læsing- in væri í alla staði ágæt, en að ég hefði næstum því gefizt upp vegna hita. Eftir að NASA verk- fræðingar, menn frá Grumman og aðrir geimfarar höfðu kvart- að yfir hitanum, var komizt að þeirri niðurstöðu, að loftkældi búningurinn, sem við vorum í, gæti ekki varið okkur nægilega. Þess vegna fóru verkfræðingarn- ir aftur að teikniborðunum og teiknuðu vatnskæld nærföt, sem upprunalega er ensk hugmynd. Eða útsýnisvandræðin. Öll fyrstu tunglskipin litu út eins og glerhús og maður gat séð allt í kringum sig frá þeim. Fyrir okk- ur flugmennina, sem höfðum ver- ið langdvölum í björtum stjórn- klefum þotanna var þetta ágætt. En langt úti í geimnum skapa gluggarnir erfiðleika, sem ég hafði ekki gert mér grein fyrir strax. Þar sem lofthjúpsins gætir ekki til að draga úr sólargeisl- unum, verður hitinn svo gífur- legur að kælikerfið hefur ekki við. í öðru lagi krefjast slíkir gluggar sterkrar og þungrar byggingar. Verkfræðingarnir reyndu að komast að því, hvað það væri, sem við þyrftum nauðsynlega að sjá við lendingu á tunglinu. Mörg líkön voru smíðuð, og þar á meðal eitt með tveimur gluggum að ofan og tveimur að neðan. En síðasta lausnin gerir aðeins ráð fyrir tveim þríhyrndum glugg- um í stað fjögurra. Við fyrstu sýn virðast þau ekki gefa þá kosti sem óskað er, en nákvæm- ar rannsóknir og athuganir hafa sýnt, að útsýnið er meira með þessum tveimur gluggum, þótt glerflöturinn hafi minnkað um 1,85 m2. Lausnin er í nánu sambandi við sætavandamálið. í byrjun- inni held ég, að allir hafi geng- ið út frá því, að í geimfarinu yrðu sæti. Öll önnur geimskip hafa sæti og tvö sæti voru í fyrsta tunglfarslíkaninu, sem ég sá. Sætin voru margslungin og þung og hægt að hafa þau í tveimur mismunandi stöðum: Lá- rétt og með 15° halla, svo mað- ur gæti hallað sér fram og horft út um gólfgluggann. Það leið ekki á löngu þar til við kom- umst að því, að það var svo þröngt í klefanum, að sætin voru fyrir þegar við ætluðum að setja á okkur bakpoka með súrefni og slíku, til að fara út á tunglið. Þá tók Grumman verksmiðjan sætin burtu og fór að leita að annarri lausn. Verkfræðingarnir v°ru fyrst og fremst að reyna að finna upp hvernig hægt væri að spenna okkur fasta þegar við lentum á tunglinu. Stæði til mánans. Dag nokkum, þegar við vorum að ræða vandann, stakk George Franklin, einn af verkfræðing- unum hjá NASA upp á því að við færum standandi til tungls- ins. Prýðilegt. Fyrri hluti ferð- arinnar tekur um fimm daga, og þá getum við setið. En sjálf ferð- in með LEM-tækinu er stutt, og prýðilegt að standa. Þar að auki getum við hallað okkur betur áfram og séð út. Ég varð svo hrifinn af hug- mynd Franklins, að ég hringdi til eins starfsbróður hjá Grum- man og skýrði honum frá því. Nokkrum vikum síðar var búið að samþykkja það. Með því að taka sætin burt og minnka glugg- ana, höfðum við sparað 41 dýr- mætt kíló. Að vísu er ekki enn búið að leysa vandann hvemig skuli spenna okkur fasta meðan við lendum, en við vinnum að því. Fyrsti útbúnaðurinn, sem við reyndum, var ekki nógu góð- ur, því hann var fyrir okkur á meðan á fluginu stóð. En eitt vandamál er varla leyst, fyrr en annað skýtur upp koll- inum. Það er ekki langt síðan að við sáum að við þyrftum að hafa glugga í þakinu á tungl- farinu. Við ætlum að nota hann þegar við leggjum upp frá tungl- inu °g hittum geimskipið, sér-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.