Vikan

Tölublað

Vikan - 28.01.1965, Blaðsíða 46

Vikan - 28.01.1965, Blaðsíða 46
MALMGLUGGAE Vt Málmgluggar fyrir verzlanir og skrif- stofubyggingar í ýmsum litum og formum. Málmgluggar fyrir verksmiðjubygging- ar, gróðurhús, bíl- skúra o. fl. Nýtt útlit Ný tækni ^7 LÆKJARGÖTTJ, HAFNA RFIRÐI. — SlMI 50022 stytta stendur á Pont-Neuf), eins og náunginn Þarna hinum megin við götuna myndi segja. Þetta var erfitt. Drottinn minn, þetta er erf- itt. Hann hvíldi sig andartak, strauk svitann af enninu, tók tækin út úr munni fórnarlambsins og spurði: — Er þetta sárt? Sjúklingurinn sneri andliti sinu að fólkinu, sem stóð og starði á hann, brosti og sagði: —- Nei. Það var enginn vafi, þetta var hann. Þetta föla andlit, þessi víði munnur. — Sjáið þið til, herrar mínir og frúr, hrópaði Stóri Matthieu. — Er þetta ekki stórkostlegt? Hér er maður, sem ekki finnur til, þó að ég segi það satt, tennur hans séu gerðar úr graníti! Og hvaða kraftaverfc veldur því, að hann finnur ekki til? Það er allt saman smyrslinu að þakka, kraftaverkasmyrslinu, sem ég nuddaði á góm hans, áður en ég hófst handa. Þessi litla flaska, herrar mínir og frúr, inniheldur svölun allra þjáninga. Þið finnið ekki til, þegar ég lækna ykkur, vegna þessa kraftaverkameðals, og þið getið látið draga úr ykkur tennurnar án þess svo mikið sem að vita af Því. Jæja, lasm, við skulum ljúka við þetta. Hinn opnaði munninn í ákefð. Bölvandi og ragnandi þreif skottulæknirninn aftur um tönnina með tögunum. Að lokum náði hann þvermóðskufullri tönninni og lyfti henni með sigurbrosi upp á móti birtunni. — Hana nú! Var Það sárt vinur minn? Hinn reis á fætur og brosti. Hann hreyfði höfuðið neitandi. — Get ég sagt meira? Þið sáuð sjálf raun þessa manns og hér gengur hann burtu, hress og frískur. Allt vegna kraftaverkameðalsins. Og ég er sá eini, sem getur boðið upp á þetta meðal. Enginn þarf framar að vita af því, þegar ég ríf úr honum þessa fúlu gadda, sem eru vanvirða í munni hvers kristins manns. Þið skulið koma, og brosandi skulið þið vera, þegar ég tek úr ykkur tennurnar. Hikið ekki lengur, herrar minir og frúr. Komið! Engin þjáning! Þjáningin er dauð. Sjúklingurinn hafði sett á sig hattinn og klöngraðist niður af pall- inum. Angelique fylgdi honum. Hana langaði að gefa sig á tal við hann, en velti Þvi fyrir sér, hvort hann myndi Þekkja hana. Hann gekk eftir Quei des Morfondus, framhjá dómhöllinni. Með fárra skrefa millibili sá Angelique háan, tággrannan líkama hans bera við mastrið, sem reis upp úr Signu. Einu sinni enn fannst henni hann ekki raunverulegur. Hann gekk hægt, nam staðar og hélt svo áfram aftur. Allt í einu hvarf hann. Angelique rak upp lítið hróp. Svo varð henni ljóst, að maðurinn hafði aðeins gengið niður þrjú eða fjögur skref, sem lágu frá bryggjunni niður að árbakkanum. Án þess að hugsa sig um, gekk hún einnig niður þrepin og rak sig næstum á ókunna manninn, sem hallaði sér upp að bryggjunni. Hann stóð í keng, hélt höndunum um magann og stundi átakanlega. — Hvað er að? Hvað er að þér? spurði Angelique. — Ertu veikur? — Ó, ég er að deyja, stundi hann veiklulega. — Þessi andskotans ruddi sleit næstum af mér hausinn. Ég er viss um, að ég er genginn úr kjálkaliðnum að minnsta kosti. Hann spýtti út úr sér blóðgusu. — En þú sagðir, að þetta væri ekkert sárt? — Eg sagði ekki nokkurn skapaðan hlut. Ég gat það alls ekki. Guði sé lof, að Stóri Matthieu borgaði mér vel fyrir að leika þetta hlutverk. Hann stundi og spýtti aftur. Hún hélt að það myndi liða yfir hann. — Þetta er brjálæði! Þú hefðir aldrei átt að ganga að þessu, sagði hún. — Ég hef ekki fengið neitt að éta í þrjá daga. Angelique lagði handlegginn utan um mjóslegið mitti ókunna manns- ins. Hann var mun hærri en hún, en svo léttur, að henni fannst hún næstum geta borið Þennan hrörlega likama. Komdu nú, þú skalt fá vel að éta í kvöld, sagði hún. — Og það skal ekki kosta þig neitt. Ekki sou.... né heldur tönn. Þegar þau komu til krárinnar, þaut hún inn í eldhúsið og leitaði að einhverju, sem væri hæfilegt handa manni, sem væri aðframkominn af hungri, og hafði þar að auki nýlega verið fórnarlamb tanntöku- mannsins. Hún fann kjötbúðing og anutatungu, agúrku og ávexti. Þetta færði hún honum, ásamt krús af rauðvíni og stórri skál með kryddi. — Byrjaðu á þessu. Við skulum finna eitthvað meira seinna. Langt og hátt nef mannsins titraði. — Ó, þú ljúfi ilmur súpunnar, muldraði maðurinn, og settist upp, eins og lífið hefði nú byrjað að streyma um æðar hans: — Blessaður sé kraftur grænmetisguðsins! Hún yfirgaf hann, svo hann gæti satt hungur sitt ótruflaður. Þegar hún hafði gefið fyrirskipanir og gengið úr skugga um, að allt væri reiðubúið til að taka á móti viðskiptavinunum, fór hún fram í búrið til að hræra sósu. Þar var lítið herbergi, sem hún fór inn i hvenær sem hún þurfti að glima við erfitt verkefni. Eftir nokkur andartök opnuðust dyrnar og gesturinn rak höfuðið inn í gættina. — Segðu mér, vina kær, ert Það ekki þú sem ert betlikerlingin, sem talar latínu? — Jú — og nei, sagði Angelique, sem vissi ekki hvort hún ætti að gleðjast eða harma, að hann hafði Þekkt hana aftur. — Nú er ég frænka Maitre Bourjus, veitingamannsins í þessri krá. — Með öðrum orðum, þú ert ekki lengur undir hræðilegri verndar- hendi Monsieur Calembredaine? — Guð forði mér frá því! Hann gekk inn i herbergið, gekk mjúkum skrefum til hennar tók utan um hana og kyssti hana á varirnar.' — Jæja! Þú virðist hafa náð þér! sagði Angelique, þegar hún náði andanum aftur. — Hver myndi ekki gera það? Ég hef verið að leita að þér um alla París, Marquise des Anges! — Uss, sagði hún og leit óttaslegin í kringum sig. — Vertu ekki hrædd. Það eru engir lögreglumenn í veitingastof- unni. Ég sá engan, og trúðu mér tii, ég þekki þá alla. Jæja, vinkona, Þú veist svo sannarlega, hvernig þú átt að búa um hreiðrið þitt, sé ég. Ertu búin að fá nóg af heyferjunum? Ég yfirgaf fölnandi og skaddað blóm, sem kjökraði í svefninum, og finn svo aftur feita veitingakonu, VIKAN 4. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.