Vikan

Tölublað

Vikan - 28.01.1965, Blaðsíða 23

Vikan - 28.01.1965, Blaðsíða 23
Nú skín órdegissólin í Hyannis Port og það er greinilega gaman að lifa. A þessum stað virtist brimrót heimsmólanna fjarlægt. Forsetinn ótti auð- velt með að slappa af og komast fró vandamólunum. Þetta er rétt eftir morgunverðinn: Egg og grillerað beikon, appelsínusafi og mjólk. Þau iétu hverri stund nægja sína þjóningu ó svona dögum og skipulögðu daginn ekki fyrirfram. Seinnipartinn var ómögulegt að vita hvar þau yrðu. Ef til vi11 mundu þau fó sér göngu út með sjónum, eða fara upp í sveit með hundana: Clipper, Pushinka og Shannon. Auk þeirra áttu þau þrjá hvolpa, sem Jackie er með á myndinni. i) wm ■■ * Ættarhöfðinginn var orðinn nokkuð ellilegur þetta sumar og litlu síðar fékk hann slag, sem réði honum næstum að fullu. En þetta er á 75 ára afmælisdegi ambassadorsins fyrrverandi um til hamingju. i) og forsetinn óskar föður sín- 22 VIKAN 4. tbl. iiiil ' ' ' 'n- ■ : I , A , 'v /vjSj SiÐASTA Sl IMARIÐ ÞEIRRA SAIWAN MYNDIRNAR SEM ÖRYGGISVÖ RÐURINN TOK Þegar embættisannir forsetans leyfðu, brá hann sér til hvíldar og hressingar á sumarsetur þeirra hjóna, Hyannis Port í Massachusetts, sem verið hefur í eigu fjölskyldunnar í fjörutíu ár. Þar áttu þeir hús auk hans, faðir hans og Robert bróðir hans. Jackie var að mestu í Hyannis Port þetta sumar með börnin. Hún hringdi venjulega í hann á hverjum föstudegi til að vita, hvort hann gæti komið. Það tók hann einncir stund- ar flug með þotu og nokkrar mínútur til viðbótar með þyrlu af flug- vellinum og út til Hyannis Port. Hann var mjög feginn að komast í kyrrð- ina á þessum æskustöðvum sínum úr argaþrasinu í Hvíta húsinu. Með honum fór ævinlega öryggisvörður, Stoughton kapteinn. Hann tók mynd- ir að gamni sínu, m.a. þessar myndir frá síðasta sumri þeirra saman. Kennedy var fremur fjölskyldumaður en gleðimaður og hann kunni betur við sig í ró og næði með fjölskyldunni en samkvæmum þar sem margt var um manninn. Eitt af því sem þau hjónin komu í tízku í Washington var að halda 10—20 manna samkvæmi val- inna manna. En yfir sumarið leitaði forsetinn fyrst og fremst hvíld- ar hjá konu og börnum. Hann hafði framan af verið mjög hirðu- laus í klæðaburði, og um helgar naut hann þess að geta verið í gallabuxum og peysu eða öðrum sportfatnaði. Bezt hvíldist hann, að því er Jackie segir, á hvíta seglbátnum þeirra. Á hon- um gat hann verið tímunum saman og þá var hann oft með bók í hendi. Síðustu helgarnar þeirra saman, var hann með Shakespeare og Tennyson og las þá gjarnan upphátt þar sem hann hreifst mest af. Caroline, sem nú er nærri sjö ára, var mjög hænd að föður sínum eins og gjarnt er um telpur á þessum aldri. Þau ræddu oft lengi saman og hún beið hans með óþreyju á föstudagskvöld- um í Hyannis Port. Hún er mjög þögul núna og föðurmissirinn virðist hafa haft mikil áhrif á hana. 0

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.