Vikan

Tölublað

Vikan - 28.01.1965, Blaðsíða 14

Vikan - 28.01.1965, Blaðsíða 14
Þessi kaupmaður hafði ekki yfirgefið búðina sína fyrr en vikur- inn var orðinn jafn hór veggjum. Þó brauzt hann út ósamt fjölskyldu sinni, en komst aðeins spölkorn fró. Hann var að reyna að bagsa ó fætur, þegar óloftið kæfði hann og síðan hlóðst vikurinn samstundis utan að honum. Hverju reiddust goðin pann dag? sem eftir lifðu, leituðu heimkynna sinna. En þar var ekkert eftir. Þeir sóu, að það var vonlaust að grafa bæinn upp og grófu sig aðeins niður á dýrgripi og fjármuni, sem hægt var að ganga að. Þeir tóku með sér listaverk þau, sem til náð- ist og marmaraskreytingar utan af þakskeggjum. Oldungaráðsnefndin, sem komið var á laggirnar í tilefni af þessum náttúruhamförum, gaf keisaranum þá skýrslu, að þýðing- arlaust væri að reyna að byggja bæinn upp. Aðeins örlitlu varð bjargað. Þær fáu byggingar, sem stóðu upp úr vikrinum, voru brotnar niður; steinninn notaður í ný hús annars staðar. Askan úr Vesúvíusi er frjó- söm og gróðurinn var fljótur að breiða sína blæju yfir bæinn, sem einu sinni var. Þar kom að engin ytri merki sáust lengur og þegar aldirnar liðu, gleymdist harmleik- urinn og menn vissu ekki til þess að þarna hefði verið bær. Það upp- götvaðist ekki fyrr en eftir 1700 og þá tóku menn til óspilltra mál- anna að grafa Pompeji úr ösku. Fyrst var það fullkomin rányrkja, sem þar átti sér sfað; það rændi hver og ruplaði þeim minjum, sem hann komst yfir. En fundurinn vakti strax heimsathygli og hafði jafn- vel áhrif á tízku og hugsunarhátt. Fornaldarrómantík magnaðist og fatatízka frá 1. öld varð aftur góð og gild. Ég kom til Pompeji síðla f sept- embermánuði, þegar almanakið segir að það séu göngur og réttir á íslandi og lagðprúður sauðfénað- ur flæðir til byggða af afréttum. Að undanförnu hef ég viðhaldið þeirri venju að fara einhversstað- ar í réttir, svona til þess að missa ekki tökin á þjóðlegri menningu og háttum. Réttadagurinn var lengst af einn mestur hátfðisdagur árs- ins og það eimir jafnvel eftir af hátíðabragnum enn þann dag í dag, þótt menn hafi fallið frá þeirri venju að kveikja ekki Ijós í húsum fyrr en að kvöldi þess dags. En nú höguðu atvikin því svo til, að ég var við Napólfflóann um réttaleyitð. Það var óneitanlega talsverður munur á umhverfinu. Ég gat fmyndað mér, að nú mundi annaðhvort haustrigning heima, eða kæla með hrími í morgunsárið og fölbrúnum litum á landinu. En við hlíðar Vesúvíusar var hvorki hrím né haustrigning. Þar ríkti fegurðin óskipt og ótrufluð og sólin hélt áfram að baka vínvið- inn, baka lauftrén og leirgulnuð hús, sem horfa út á flóann þar sem Plíníus eldri lá með flotadeild sína og sá fjallið springa. Ég hef áður minnzt á Herkúlaneum; sá bær grófst undir hrauni og vikri í gos- inu, sem eyddi Pompeji. Það er vestan á öxl fjallsins og nú hefur fyrir löngu risið upp nýr bær, en sá gamli var undir 10—25 metra ösku- og vikurlögum. Þar er enn verið að grafa. En ekki láta menn sér vítin verða til varnaðar; húsin standa upp um allar hlíðar fjalls- ins, miklu nær en Herkúlaneum og Pompeji. Ég bjóst við fornaldar- borginni einhvers staðar f hlíðum fjallsins, en því fer fjarri. Það er góður spölur suður fláana frá fjall- inu, eftir fallegum autóstrada. í þrjár aldir hefur verið unnið að því að fjarlægja vikurinn ofan af borginni og um leið að draga líf íbúanna fram f dagsljósið. Það eru umfangsmestu og merkustu fornminjar, sem nokkurs staðar hafa fundizt, ekki sízt vegna þess, hve allt hefur varðveitzt óskemmt í ösk- unni. Nú er aftur hægt að ganga um göturnar í Pompeji eftir nærri nftján hundruð ár. Og þaðan kemst eng- inn ósnortinn. Maður kemst að raun um, að það hefur þrátt fyrir allt verið skemmtilegt að lifa í fornöld. Að minnsta kosti í Pompeji. Oll þau tæknilegu hjálparmeðöl, sem við höfum til að gera okkur lífið þægilegt, virðast ekki hafa aukið á lífshamingju og gleði. Kannski þvert á móti. Við höfum um leið fjarlægzt einfalt og upprunalegt líf. í Pompeji var ekki tækninni fyrir að fara, en þar var margt, sem aukið gat á yndi fólksins fyrir utan fegurðina og veðurfarið. Göturnar eru þrön'gar og lagðar stórum hellum, slitnum eftir vagn- hjól. Og ekkert er nýtt undir sól- inni: Þarna höfðu þei.r á gatnamót- um merkingar fyrir fótgangendur; háa steina til að stikla á. Það gat komið sér vel f vætu, því rennslið var á götunni í heild, þá sjaldan eitthvað blotnaði um. Það væri sljór maður, sem ekki yrði gagntekinn af fegurðinni f Pompeji. Einkum eru litirnir hríf- andi: Vesúvíus í baksýn með græn- blárri slikju og sakleysið uppmál- að þrátt fyrir verksummerkin. En á móti blámanum standa andstæð- ir litir rústanna, sem raunar eru engar rústir eftir okkar skilningi, heldur uppistandandi hús að öðru leyti en því, að þök vantar á flest þeirra. Gulbrún húsin mynda sam- felldar raðir og nálega órofnar, þegar dyr eru fráskildar. Fljótt á litið minna þessar raðir á virki og það kemur til af því að gluggar og gluggarúður voru óþekktur hlut- ur. Það var að vísu langur tími liðinn síðan Fönikíumönnum tókst að búa til gler og gler var í al- mennri notkun, en aðeins í hlutum eins og bikurum og öðrum borð- búnaði og var rándýr lúxusvara. Það var ekki fyrr en löngu síðar, að mönnum tókst að búa til glugga- rúður og gluggar með gleri koma ekki til sögunnar fyrr en seint á miðöldum. í Pompeji eins og annarsstaðar hjá Rómverjum, var dagsljósinu veitt inn í húsin á þann hátt, að öll meiriháttar hús voru byggð utan um garð; atríumhús, og þess skal getið, að nú þykir aftur fínt að byggja atríumhús. Þá voru útvegg- irnir heilir að fráskildum dyrum, fyrst gengið inn í forstofu, og síðan gengið í hverja stofu eða herbergi úr garðinum, eða öllu heldur súlna- göngum utan með honum. Svefn- herbergi höfðu menn gjarna dimm, en létu þau standa opin að deg- inum. A Heimssýningunni í New York var meðal annars sýnt ein- býlishús eins og ég gat um hér í Vikunni á sínum tíma. Það var kall- að ,,Hús framtíðarinnar og höfund- urinn er heimsfrægur arkitekt. Það var mjög útbásúnað sem algjör nýj- ung og bylting í húsagerð. Utvegg- ir þess voru nefnilega gluggalausir að kalla, en það opnaðist inn á við og fékk birtu sína frá yfir- byggðum garði. Þetta hús var nú ekki frumlegra en svo, að hver efnaður borgari í Pompeji mundi hafa hagað sinni byggingu á sama hátt, að því undanskildu, að þeim hefði aldrei dottið í hug að byggja yfir garðinn, enda ástæðulaust þar. Þeir sem bjuggu utan við borgina, höfðu einnig súlnaganga utan með húsum sínum eftir grískum fyrir- myndum og í þeim göngum gos- brunna og styttur, mósaík í gólf- um og veggi skreyttu þeir með málverkum. Menn hafa ugglaust ekki lært neitt síðan í þeirri göfugu list að njóta lífsins og þeim unaði að hafa fagra hluti í kringum sig, hvort heldur það voru konur eða listaverk. Aðaltorgið í Pompeji, Forum, var umkringt tveggja hæða súlnaröð, en þess sér nú lítinn stað, utan að- eins á kafla, þar sem þær standa. Þar var miðstöðin fyrir daglega fundi, pólitík og trúarlíf. Þar var musteri Venusar, verndargyðju bæj- arins. Það var raunar táknrænt, að þeir skyldu hafa Venus fyrir vernd- argyðju, því þeir voru allmikið upp á kvenhöndina, enda gleðimenn. Maður undrast það að sjá allar þær vínstofur, sem enn sér stað, ( ekki stærri bæ og slangur er þar af börum: vínkerin standa enn, múruð niður í barborðin, misjafn- lega stór. Auk þess var rífleg til- tala af gleðikonum í Pompeji og röð af gleðihúsum í sérstakri götu. Yfir fyrrverandi búðum og vfnstof- um standa skilti, þar sem hagstætt verð og gæði vörunnar útmálast: „Hér getur maður drukkið fyrir 1 as (nálægt 30 aurar). Fyrir 2 as fær maður betra vín og fyrir 4 as drekkur maður höfðinglega." Svo var það sjálfsögð kurteisi að koma skilaboðum á framfæri, að þakka- fyrir sig með þV( að rissa það á veggina. Væri manni illa við einhvern, þá hellti maður sér yfir skúrkinn með nokkrum vel völd- um orðum á góðum vegg. Þegar vínið vermdi sál á einhverri knæp- unni, þá þakkaði maður vertinum með smá veggrissi, væri höndin ekki orðin alltof óstyrk. Á einum stað hefur einn með óstyrka hönd og kannski dálítið óklára hugsun reynt að segja meiningu sína: „Allt sem . . . allt sem fæðist af víni . . . allt sem . . . allt fæðist af víni." Og ekki meira með það. Þeir urðu að vera án dagsblaða í Pompeji, enda þótt eitt dagblað Framliald á bls. 33. VIKAN 4. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.