Vikan

Tölublað

Vikan - 28.01.1965, Blaðsíða 25

Vikan - 28.01.1965, Blaðsíða 25
VETURINN HEFUR VÖLDIN Það ber ekki oft við á Suðurlandi nú orðið, að ofan gefi snjó á snjó með harðviðri og frosthörkum. Að stórhrið- in berji hús utan dægrin löng og stytti i bezta lagi upp til þess eins að gera spilliblota og gierjungslag áður en hann kemst í vestrið með nýju kafaldi. Nei, þess- háttar heyrir til annálum og sögum, sem betur fer. Þó ber þess að minnast, að enn er ísland á sínum stað og það sem hefur gerzt, hlýtur að geta komið fyrir aftur. En það bætir ekki úr neinu að hafa áhyggjur af því. Miklu fremur hafa skíðamennn áhyggjur af því, að hvergi verði snjófönn all- an liðlangan veturinn. Það er nú orðið svo, að Kerlingafjöllin eru eini öruggi skiðastaðurinn og júlí og ágúst árstið skíða- íþróttarinnar. A þessari skammdegistið gerðist það óvenjulega, að snjó- koma og frost var um Suðurland í stað rigninga eins og við höfum átt að venjast að undanförnu. Að vísu var snjórinn ósköp lítill, en orsakaði samt tafir á samgöngum og talsverð- an fjölda af viðbótar bifreiðaárekstrum, sem annars hefðu kannski aldrei orðið. En þetta föl minnti á það, hvað orðið getur á íslandi (sjá þáttinn „í fullri alvöru í þessu blaði). Fyrir þá sem komust leiðar sinnar vandræðalaust, varð snjór- inn bara til þess að fegra umhverfið og birta upp skammdegið. :: < \ ■ Flestir verða óþægilegast varir við veturinn á þann hátt, að þeir eiga í basli með bílinn, sem er tregur í gang. Það hefur kannski dregizt úr hömlu að setja frostlöginn á eða farizt fyrir að kaupa árans snjódekkin. Svo kemur að því einn morg- un, að bíllinn er eins og snjóhús — og þá nær maður vita- skuld í konuna sína og lætur hana skafa klakann og hrímið af rúðunum eins og maðurinn á myndinni. Sjálfur situr maður við stýrið. Svo lætur maður draga í gang, þegar búið er af geyminum og kemst þá að raun um, að bíllinn spólar á jafn- sléttu svo maður dembir sér í biðröðina til þess að kaupa keðjur eða snjódekk sama dag og allir hinir. Seltjarnarnesið er lítið og lágt eins og kunnugt er — lifa þar fáir og hugsa smátt. Samt er það ekki lægra en svo, að vel festir þar snjó ( harðindum og ekki hugsar fólk þar smærra en svo, að það dreif sig í að taka þátt í samnorrænu skíða- göngunni á túnunum vestan við Mýrarhús. : > - * * Wwzffií *: ; 'ms Það er kunnugra en frá þurfi að segja, hversu mjög fjárbænd- ur hafa átt undir högg að sækja í Reykjavík. Fyrst var bannað hundahald og síðan var sauðkindin gerð útlæg. En ofan við Blesugrófina er falleg gata með einþýlishúsum öðrum megin og fjárhúsum hinum megin og fer einkar vel saman. Þarna voru rollurnar að spranga í girðingarhólfum með harðfennlð undir fótum meðan eigendurnir voru að hára. Það heitir nefni- lega að hára að gefa á garða fyrir sauðfé og fóðurbætirinn heitir mélhár eins og allir sannir fjármenn vita. VIKAN 4. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.