Vikan

Tölublað

Vikan - 28.01.1965, Blaðsíða 20

Vikan - 28.01.1965, Blaðsíða 20
HANN KLÆDDI SIG, OG HANN I3EYGÐI SIG NIÐ Þar hafði frú T . orpe þó sagt satt. Að lokum risu 'oarónessurnar á fætur. Þær lögðu silfurmynt í framrétta hönd frú Thorpe. — Ég vann, Julie. Ég vann! Er það ekki dásamlegt? En, góða mín, hvað það var erfitt. Vesal- ings hnén á mér... Þau eru orð- in svo léleg... Hún skjögraði yfirdrifið í áttina að lyftunni og vinkonunum, sem þegar voru komnar þangað. — Cecilia! Julia flýtti sér á hlið við hana og spurði með lágri, ákafri rödd: — Geturðu ekki komið og setið hjá mér svo- litla stund? — En sérðu ekki? Þeir eru að fara að slökkva ljósin! hrópaði frú Thorpe með uppgerðar- áhyggjurödd. — Þá fylgist ég með þér upp á herbergið, sagði Julie. — Það er svo margt, sem ég vil spyrja um. — Nei, heyrðu mig nú, Julie. Ég hef svarað þér. Bíðið eftir EFTIR LUCILLE FLETCHER 2. HLUTI Hún reis á fætur og ýtti Julie á undan sér að franska gluggan- um. Með glerkenndu augnaráði og skylduræknisbrosi endrum og eins sat Julie og kroppaði í mat- inn í félagsskap frú Thorpe og barónessanna vinkvenna hennar, feitlaginna, roskinna kvenna, ó- smekklega klæddra með mjög takmarkaða þekkingu á enskri tungu, Grete, Ursule og Briete. Frú Thorpe kynnti Julie ein- faldlega sem góða vinkonu frá Ameríku. Stroktríó sá um tón- list, meðan á borðhaldinu stóð. Frú Thorpe gætti þess vel, að ekki yrðu neinar þagnir. Brosti geislandi brosi og spurði heldur en ekki neitt: — Strauss? Nú, já, Waldteufel. Einmitt það. Og meðan þær fengu kaffi, smákökur og koníak, tók hún sér fyrir hendur að lýsa ná- kvæmlega postulínsstellinu sínu með laukmynztrinu. — O, ja, o, ja, wunderbar! Að borðhaldinu loknu vafði frú Thorpe minkaslánni utan um sig og stefndi fram í forsalinn. — Gönguferð? Ó, nei, Julie. Það er kolniðamyrkur. Því miður, vinkona, hef ég lofað að spila bridge í kvöld. Hvers vegna ferðu ekki og leggur þig? Þú hlýtur að vera dauðþreytt... Julie settist á gylltan stól við hliðina á flyglinum og horfði á. Skammt frá henni sat gamla kon- an með fjarræna augnaráðið, sem hún hafði tekið eftir fyrr um kvöldið. Hún brosti óslitið við öðrum, en sagði ekkert. Frú Thorpe spilaði af kappi. Hún vann slemmu og sneri sér hlæjandi að Julie: — Hvers vegna ferðu ekki og litast eitthvað um, Julie? Fáðu þér viskíglas eða eitthvað. Það er bar þarna yfirfrá. Hún gerði óákveðna handsveiflu. — Ég held að það sé dansað þar líka. Hún sneri sér að barónessunum: — Er ekki dans? Dans? — Ja, ja, fallegir valsar, sagði Grete eða Ursule eða Briete. — Það eru að vísu allt of fáir herrar, sagði frú Thorpe. — Eng- inn, sem þú myndir vilja líta á, vina mín. Þeir eru allir svo gaml- ir... Hún sneri sér frá borðinu og formaði síðasta orðið með vörunum. — Útlendir. Julie brosti og sat kyrr. Hún leit upp þegar herra Noessler gekk í gegnum forsalinn. Hann brosti við henni. Frú Thorpe gerði sér upp geispa. Julie reykti eina sígarettu enn. Þær héldu áfram að spila. Klukkan ellefu var herbergið næstum autt. Það var dauflegt í Alpenstadt, þeg- ar svo var orðið áliðið, og hinu íburðarmikla borðhaldi var lokið. mér! brópaði hún, því lyftan var komin og barónessurnar voru að fara inn í hana. Allt í einu sneri hún sér við og sagði með hvassri og reiðilegri röddu. — Julie, við skulum hætta að tala um þetta fyrir fullt og allt. Þú veizt, að ég hef ekki gott af því að tala um það. Ég er hérna til að reyna að verða frísk aftur. Það er allt og sumt. Ég er að koma! hrópaði hún í áttina að lyftunni. Svo leit hún ákveðin á Julie yfir minkklædda öxlina: — Við sjáumst á morgun, vin- kona, en ef ég væri í þínum sporum, myndi ég ekki eyða ein- um degi í viðbót á þessum leið- indastað. Góða nótt, Julie. Það hafði verið búið um rúm- ið, náttkjóllinn hennar tekinn, fram úr skápnum og lagður yfir silkiteppið. Inniskómir stóðu á gólfinu við rúmið. Þjónustuliðið á Alpenstadt var mjög umhyggju- samt, og þó var eitthvað skelfi- 20 VIKAN 4. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.