Vikan - 28.01.1965, Blaðsíða 24
Síðasta helgin, sem þau ótfu saman var um
miðjan nóvember. Þó voru þau ekki lengur í
Hyannis Port og þau fóru þangað ekki þessa
helgi. Aftur á móti höfðu þau fengið sér ann-
að minna sumarhús, nær Washington, í skógar-
héraði í Virginíu, þar sem heitir Atoka. Þau
fóru til að vígja húsið þessa helgi. Þó komið
væri þetta langt fram í nóvember, var ennþá
hlý og góð veðrátta og skógurinn logaði í gul-
um og rauðum litum haustsins. Þau buðu þang-
að með sér vinafólki sínu, Ben Bradley og
Tony konu hans. Þau dvöldust þarna í friði
og ró í tvær nætur og tvo daga og skemmtu
sér vel; fóru um skógana með hundana með
sér og léku sér að hestinum Leprechaun, sem
írlandsforseti hafði gefið Kennedy á dögunum.
Þetta var spakur klár, af smáhestakyni og
ámótastór og íslenzkur hestur. Hann gerði sér
sérstaklega dælt við eiganda sinn og þau höfðu
öll gaman af.
En þetta var síðasta helgi John F. Kennedys.
Vikuna á eftir mundu áhyggjur og erfiði
kosningabaráttunnar hefjast með ferð til Dallas.
Þar hafði Adlai Stevenson talað á fjöldafundi
og það hafði verið gert aðkast að honum; ein-
hver hafði öskrað: „Kennedy fær makleg mála-
gjöld í Helvíti. Stevenson verður drepinn. Hjarta
hans skal stoppa, skal stoppa og hann brenna."
Enginn hirti um það þá, hvaða brjálæðingur
hafði sagt þetta. En Stevenson var áhyggjufull-
ur. Hann sendi forsetanum orðsendingu, sem
lá á skrifborði hans í Hvíta húsinu þessa síð-
ustu helgi hans. Hún hljóðaði svo: „Farðu ekki
til Dallas." I>
Sfðasta sumarið og lielgín
Kennedy-hjónin ásamt Ben Bradley og konu hans við nýja sumarhúsið
í Atoka. John hafði verið að gefa irska klárnum sykur og frinn vilti
meira. Öryggisvörður forsetans tók myndirnar.
Nú er rúmt ár liðið frá því er forsetinn var myrtur. Margt bendir til
þess að Robert bróðir hans mundi halda uppi merki ættarinnar, enda
hefur hann nú náð kosningu í New York til Öldungadeildarinnar. Marg-
ir geta sér þess til, að hann stefni að því að verða forseti, ef guð lofar.
Hann er mjög vinsæll, en eitthvað af þeim vinsældum hljóta að skrif-
ast á reikning bróðurins. Robert er barnmargur sem kunnugt er og svo
hefur hann líka reynzt tveim föðurleysingjum eins og af honum mátti
vænta. Litli John skilur ekki harmleikinn, sem gerðist I fyrra og kallar
Robert pabba sinn. Hann tekur lífinu létt og líkist föður sínum greini-
lega í útliti. En Caroline, sem situr á kné Roberts, við hlið bróður síns,
er döpur á svipinn.
24 VIKAN 4. tbl.