Vikan

Tölublað

Vikan - 28.01.1965, Blaðsíða 10

Vikan - 28.01.1965, Blaðsíða 10
Það eru tónlelkar hjá The Beatles. Leikhúsið er yfirfullt af .Æpandi ungling- um og hér og þar í salnum má einnig sjá fullorðið fólk, sem eingöngu er komið til að sjá þessa frægu pilta. A fremsta bekk við endann situr áhyggju- fullur maður, maður er þekkir framabraut þeirra öllum öðrum betur, þekkir vinnuna er liggur á bak við hvert lag, er þeir flytja og ætti eiginlega að standa við hlið þeirra, þegar þeir taka á móti hyllingu áheyrenda. Þetta er Brian Epstein, maðurinn er skóp þessa frægu hljómsveit og sem þeir þakka frægð sína og frama. Hann er að finna einhvers staðar í salnum á hverjum einustu hljómleikum, sem The Beatles halda, alltaf jafn áhyggjufullan og eirðarlausan. Saga hans og Bítlanna hefst eiginlega á þeim degi, er ungur piltur kom eitt sinn inn í hljómplötuverzlun föður hans, þar sem hann var verzlunar- stjóri fyrir. Pilturinn spurði Epstein hvort hann ætti til plötu með náungum, er kölluðu sig The Beatles og áttu þeir að hafa leikið inn á plötu þessa i Þýzkalandi. Nei, því miður, hann átti þessa plötu ekki til og hljómsveitina hafði hann aldrei heyrt nefnda áður. Svo liðu nokkrir dagar og alltaf komu einhverjir og báðu um plötu með The Beatles. Epstein fór nú að verða for- vitinn og spurðist nánar fyrir um þessa hljómsveit. Jú, hann komst að því, að þessi hljómsveit var til og hún lék í kjallaraholu einni er nefndist Cavem. Hann fór þangað kvöld eitt til þess að hlusta á piltana og eftir að hafa heyrt nokkur lög með þeim, var hann orðinn sannfærður um, að þessi hljóm- sveit myndi ná langt, ef hún fengi góðan umboðsmann og tækifæri til að leika inn á hljómplötu í Englandi. Hann bauð þeim því að gerast umboðs- maður þeirra og tóku þeir boðinu himinlifandi. Brian Epstein hófst þegar handa um að koma sér í samband við hin mörgu hljómplötufyrirtæki í Englandi en ekkert þeirra hafði áhuga á að gera samn- ing við hann. Bítlarnir héldu aftur til Þýzkalands í von um ð höndla frægð- Ina þar. Epstein hélt áfram ótrauður baráttu sinni við hljómplötufyrirtækin ensku, en það var jafn árangurslaust og áður. Að lokum gafst Epstein upp. í döpru skapi hélt hann til hljómplötufyrirtækisins EMI til að láta gera plötu af Bítlunum til einkaafnota úr segulbandsupptöku með þeim, sem hann hafði tekið upp skömmu áður en þeir fóru til Þýzkalands. Magnaravörðurinn er sá um plötugerðina hlustaði áhugasamur á sönginn og gítarleikinn og bað Epstein að bíða smástund meðan hann hringdi upp varaforstjóra fyrirtækisins og bað hann að koma aðeins og hlusta á upptökuna. Varaforstjórinn hlustaði vandlega og spilaði upptökuna tvisvar eða þrisvar sinnum, hringdi síðan upp aðalforstjórann og um kvöldið hélt Brian Epstein á samningi upp á fyrstu hljómplötu The Beatles. Hann sendi hraðskeyti til Þýzkalands og sagði Bítlun- um að koma sem skjótast, því nú áttu þeir að leika inn á sína fyrstu hljóm- plötu í Englandi. Svarskeyti barst að vörmu spori. „Dásamlegt, komum straxl" Fyrsta platan er Bitlarnir léku inn á var „Love me do", en hún hlaut engar frábærar móttökur I fyrstu en vann svo smátt og smátt á, og komst ofarlega á vinsældalistann. Næsta plata sló aftur á móti algjörlega í gegn og „Bítilæðið" var fætt. Þessi plata var „From me to you“. Nú var vegurinn ruddur. Hver platan á fætur annarri kom frá þeim og peningarnir streymdu inn. Brian Epstein ásamt Bítlunum Veltandi steínar mosavaxa ekki Myndin sýnir hina frægu ensku gítarhljómsveit The Rolling Stones. Þeir fara sem eldur um sinu í dægurlagaheiminum og æra táninga um víða veröld algjörlega, eins þokkalegir og hrein- leigir og þeir nú eru. Nöfn Rollinganna eru talið frá vinstri: Keith Richard, Mick Jagger, Bill Wyman, sem standa en sitjandi eru, Charlie Watts og Brian Jones. Hellirinn í Liverpool Þannig lítur Cavernklúbburinn út að utan. Það er vart hægt að segja að hann sé mjög snyrtilegur, hvorki útvortis eða innvortis, en þetta er nú einu sinni staðurinn, þar sem bítil- æðið hófst og þarna hafa margar fræg- ustu bítlahljómsveitir verið uppgötv- aðar. Cllla Black Ennþá gerast öskubuskuævintýri. Tökum t. d. söguna af henni Cillu White. Hún vann í Cavemklúbbnum og gætti fata klúbbgesta og fékk 170 krónur fyrir kvöldið. Svo söng hún líka einstaka sinnum með einhverri hljómsveitinni af gamni sínu. Núna hefur hún breytt um eftimafn og heitir nú Cilla Black og fær í kringum 60 þúsund krónur fyrir eitt kvöld. Ja, hún söng reyndar svolítið inn á plötu í millitíðinni og eitt af lög- um hennar varð númer eitt á vinsældalistanum um víða veröld. Það var lagið „You are my world“ og nú þarf Cilla Black and White ekki að lifa neinum meinlætabfnaði lengur. JQ VIKAN 4. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.