Vikan

Tölublað

Vikan - 08.04.1965, Blaðsíða 6

Vikan - 08.04.1965, Blaðsíða 6
NILFISK NILFISK bónvélar eins og NILFISK ryksugur: AfburSa verkfæri í sérflokki. verndargólfteppin - því að hún hefur nægilegt sogafl og afburða teppasogstykki, sem rennur mjúklega yfir teppin, kemst undir lægstu húsgögn og DJÚP- HREINSAR jafnvel þykkustu gólf- teppi fullkomlega, þ.e. nær upp sandi, smásteinum, glersalla og öðrum grófum óhreinindum, sem berast inn, setjast djúpt í teppin, renna til, þegar gengið er á þeim, sarga undirvefnaðinn og slíta þannig teppunum ótrúlega fljótt. NILFISK slítur alls ekki tepp- unum, þar sem hún hvorki bankar né burstar, en hreinsar aðeins með rétt gerðu sogstykki og nægilegu sogafli. Aðrir NILFISK kostir: * Stillanlegt sogafl * Hljóður gangur * TvÖfalt fleiri (10) og betri sogstykki. áhaldahilla og hjólagrind með gúmmíhjólum fylgja, auk venjulegra fylgihluta * Bónkústur, hárþurrka, málning- arsprauta, fatabursti o. m. fl. fæst aukalega. * 100% hreinleg og auðveld tæm- ing, þar sem nota má jöfnum höndum, tvo hreinlegustu ryk- geyma, sem þekkjast í ryksugum, málmfötu eða pappírspoka. * Dæmalaus ending. NILFISK ryksugur hafa verið notaðar hér- lendis jafn lengi og rafmagnið, og eru flestar í notkun enn, þótt ótrúlegt sé. * Fullkomna varahluta- og við- gerðaþjónustu önnumst við. * Hagstætt verð. * Góðir greiðsluskilmálar. * Sendum um allt land. ORVAL ANNARRA HEIMILISTÆKJA: ATLAS kæliskápar, frystikistur — BALLERUP hrærivéiar — BAHCO eld- húsviftur, tauþurrkarar, gufubaðstofutæki — FERM þvottavélar, þeytivindur, strauvélar — GRILLFIX grillofnar — FLAMINGO straujárn, úðarar, snúru- haldarar — ZASSENHAUS rafmagnskaffikvarnir, brauð- og áleggssneiS- arar — HraSsuSukatlar, vöfflujárn, brauðristar, cldhúsvogir, baðvogir o.fl. SÍMI 1-26-06 SUÐURGATA 10 __ _ reykjavík O. KORIE RUR-H4KTUSÍ — — — — — -— — Klippið hér — — — — — — — Undirrit. óskar nánari uppiýsinga (mynd, verð og greiðsluskilmála) um: Nafn .. Heimili ÁRANGURSLAUSAR KVONBÆNIR. Kæra Vika. Ég er ein af þeim sem stunda Borgina, og í haust kynntist ég mjög elskulegum pilti, að því er ég hélt! Eftir eitt ballið bauðst hann til að aka mér heim, sem ég veitti honum leyfi til. Eftir þetta fór- um við tvisvar út saman og í síð- ara skiptið bað hann mig blátt áfram að giftast sér. Að sjálf- sögðu varð ég mjög undrandi eftir svo stutt kynni og eyddi því talinu, enda varð mér nú Ijóst, að áhugi minn fyrir piltinum var nú farinn að dofna og vildi ég því slíta kunningskapnum, en það reyndist ekki svo auðvelt, því eftir þetta ýmist hringdi hann eða kom, til að tjá mér ást sína. Ég gaf honum kurteislega í skyn, að um innilegri kunnings- skap yrði ekki að ræða, en allt án árangurs, því hann aðeins bað mig að fyrirgefa, ef hann hefði móðgað mig. Svona gekk um sinn og að lokum þraut þolinmæði mín og ég sagði honum hreinlega að fara til fjandans. En þá tók ekki betra við, því nú kom hann með tárin í aug- unum og sagðist alls ekki geta án mín lifað . . . Það er hræðilegt að sjá karlmenn gráta, og honum er til alls trúandi.------ Hjálpaðu mér nú í guðanna bænum. Hvað á ég að gera? Ein „ástlaus“. Mér þykir það mjög leitt ykk- ar beggja vegna, en það er að- eins eitt að gera: Lána honum vasaklút. Lengri samvistir eru vonlaus- ar fyrst afstaða þín er svona af- dráttarlaus og þær mundu aldr- ei leiða til neins góðs fyrir hvor- ugt ykkar. Þessvegna verður þú að hafa vit fyrir ykkur báðum og beita miskunnarlausri hörku. Það er það eina rétta, og sannaðu til, að hann þakkar þér fyrir það síðar meir. NÚ ER ÞAÐ VANDASAMT. Kæra Vika! Nú langar mig til að fá upp- lýsingar hjá þér á því, að það fór að vaxa allmikið hár á hand- leggina á mér. Þetta þótti mér Ijótt og keypti ég mér háreyð- andi, og þegar ég var búin að bera háreyðandi á handleggina á mér fóru náttúrlega hárin af undir eins, en svo eftir rúmlega viku sá ég að hárin voru farin að vaxa aftur. Er þetta háreyðandi ekki til þess að hárin vaxi ekki aftur? Hvað á ég til bragðs að taka ef svona heldur áfram? Viltu fræða mig á því góða Vika hvað orðin Lukki lips og samir hollidei þýða? Hvað er hann Cliff Richard gamall og hver er adressa hans. Ég þakka þér fyrir þær góðu stundir sem ég er að lesa þig. P.s. Hvernig er skriftin og staf- setningin? Með fyrir fram þökk. Ein í vanda. Skriftin og stafsetningin: Hvorttveggja slæmt, þó er staf- setningin öllu verri. Réttara væri að kalla það réttritun, býst ég við, en jafnvel hún er varla til hjá þér. Lukki lips er annars skrifað svona: Lucky lips, og þýðir (ná- kvæmlega „Heppnar varir“. Ég mimdi þýða það „Vinsælar var- ir“. Samir hallidei mun eiga að vera „Summer holiday", sem þýð- ir „Sumarfrí“. Og svo er það þetta með hár- ið. Ef nokkur von væri til þess að einhversstaðar fengist háreyð- andi áburður, sem jafnframt varnaði því að hárið yxi aftur, þá mundi ég kaupa það á stund- inni, hvað sem það kostaði. Upp- finningamaður á slíkum áburði yrði milljóneri áður en hann gæti talið upp að tíu. Nei, við karl- mennirnir megum sko hafa það að raka okkur um kjammann á hverjum morgni til að þóknast kvenþjóðinnl. Mér finnst bara ekkert mikið þótt þú strjúkir smyrsli á handleggina á föstu- dögum þegar þú þværð þér um hendurnar. Við gefum engar upplýsingar um Cliff Richards. SÚRT OG SVALANDI. Kæri Póstur! Einu sinni kom ég í hús þar sem ég fékk alveg úrvals sítrónu- drykk og mér var sagt, að hann væri heimgerður. Nú þekki ég fólkið þarna ekki nógu vel til að geta spurt það um uppskrift- Til FÖNIX s.f., SuSurgötu lt>, Reykjavík.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.