Vikan

Tölublað

Vikan - 08.04.1965, Blaðsíða 37

Vikan - 08.04.1965, Blaðsíða 37
Klassíska flóttamanna- platan Sex heimsfrægir píanóleikarar r I fyrsta sinn á International Piano Festival hljómplötu International EinstæS 12” LP hljómplata í stóru margra hlaða albúmi, gefin út til aðstoðar fyrir flóttafólk í heiminum. Tilvalin gjöf. Dýrmæt eign. Verð aðeins kr. 275.00. H FÁLKINN t HLJÖMPLÖTtlDEIlD um.“ En læknirinn rótaði sér ekki lieldur þá greip Guðmar í lappirnar á honum og kippti honum afturábak frá læknum en læknirinn var eins og slytti í höndunum á honum. Þá liætti Guðmar að toga i fæturna á læknirnum og sneri honum við og starði framan í hann, jú það var ekki um að villast hann var dauður svo Guðmar vatt sér aft- ur á bak þeim Blakka og lagði af stað upp úr gilinu en sneri svo við aftur og reið að líkinu og mælti: „Ek treysti því, at þú sért drengr góðr ok gangir eigi aftr.“ Svo sló hann duglega undir nára á þeim Blakka og reið upp úr gilinu og linnti ekki sprettinum fyrr en hann kom í hlað á Skálum en þar barði hann þrjú högg i þilið með svipuslcaftinu og gerði boð fyrir Sigriði húsfreyju en þegar hún kom út á hlaðið mælti Guðmar: „Dauðan segi ek þér bóiada þinn læknirinn/ Svo sneri hann hestinum og reið heim að Bakka. 17. KAFLI Hjónin á Bakka tekin höndum Það er af frú Jónhildi á Bakka að segja að hún sat á þeirri mó- álóttu bak við stóra steininn og sá allt og heyrði sem fram fór en henni var svo mikið um að sjá hvað maður hennar fann að hún gat sig hvergi hrært og mátti ekki mæla fyrr en Guðmar var farinn á StóraBlakk en þá sneri hún hestinum eins og í leiðslu og lagði af stað lieim á leið og fór fetið. Þegar liún kom heim voru aðkomuhestar i tún- inu og reiðver lágu á kálgarðs- veggnum sem lnin ekki þekkti. Hún gekk inn i bæinn og mætti þar Bjarna hreppstjóra í Hlið þar sem hann gekk fyrstur og með honum tveir fílefldir menn sem héldu Guðmari á milli sin.. „Hvað á þetta að þýða Bja(rni hvað eruð þið að gera við Guð- mar minn?“ spurði frú Jónliild- ur livasst. „Ekki annað en það Jónhild- ur“ sagði Bjarni með þunga „að hann Guðmar hefur verið kærð- ur fyrir manndráp!“ „Guð sé oss næstur“ sagði frú Jónhildur. „Og livern á hann að hafa drepið?“ „Og ekki annan en læknirinn okkar.“ „Lækn. .. lengra komst hún ekki heldur hné í yfirliði nið- ur í göngin en Bjarni kallaði til griðkvennanna að halda á henni upp í Suðurhúsið og skvetta á hana vatni ef hún kæmi ekki til að sjálfdáðum. „Aldrei hejði mann grunað að hann Guðmar á Bakka ætti þetta til“ sagði hann „en trúlegast þætti mér að hún frú .Tónhildur væri bara með- sek úr þvi hún lyppast bara svona niður.“ Þeir settu Guðmar upp á hross og fóru með hann heim að Illið þar sem Bjarni tók að yfirlieyra hann i stofunni, meðan Jórunn kona Bjarna hitaði þeim kaffi. „Guðmar á Bakka drapst þú læknirinn?‘ „Og það held ég ekki,“ sagði Guðmar. „Og ætli það.“ „Menn mínir sem riðu liéðan beina leið á fjallið er boðin komu frá Skálum,“ sagði Bjarni, „sögðu að það hefði verið ó- gerningur fyrir læknirinn að drukkna í þessum læk af sjálfs- dáðum. Nú er verið að fara með líkið norður af fjallinu til kaup- staðarins og þaðan verður farið með það á báti yfir fjörðinn til læknirsins hinumegin sem ef til vill getur sagt okkur greini- lega frá þvi hvernig hann hefur dáið en það vægir dóminn þinn Guðmar ef þú játar strax.“ „Og ætli það verði nú ekki einhver töfin á þvi ég fari að játa,“ sagði Guðmar. „En vænt þætti mér um það Bjarni minn ef þú gæfir mér nú kaffilögg og kannski í nefið lika ef þú mátt missa það.“ „Hún Jórunn mín er nú rétt að koma með kaffið,“ sagði Bjarni og rétti Guðmari bauk- inn. „En þeir sögðu mér það piltarnir að það hefði verið gras og mold framan i læknirnum og far eftir hann eins og hann hefði verið dreginn nauðugur frá bakkanum.“ „Ojá, ekki hjálpaði hann til, en ekki veit ég hvort hann var svo nauðugur,“ sagði Guðmar og saug drjúgum af tóbaki upp í nefið. „Þú játar þá sem sagt til að byrja með að liafa dregið hann eftir jörðinni?" „Og ekki get ég neitað því að aðeins togaði ég vist í skánkana á honum.“ „Hvernig stóð á þvi að þú réðist á hann?“ „Á, réðist ég nú á hann líka? Það vissi ég ekki áður. En varla trúi ég að blessaður hreppstjór- inn fari að skrökva.“ „Það var fjöldi fólks i kaup- félaginu vitni að þvi að ykkur læknirnum varð sundurorða i búðinni og þú hafðir í heitingum við læknirinn á fornmáli," sagði Bjarni hreppstjóri. „Ég trúi ég hafi kannski rifj- að upp fyrir honum eitt og ann- að úr Njálu sem mér hefur alltaf þótt góð bók.“ Rétt i þessu kom frú Jórunn í Hlíð með rjúkandi kaffi og lummur og jólakökur og bauð þeim að gera svo vel, en þegar þeir ætluðu að fara að gæða sér á kaffinu var riðið rösklega i hlað og barið að dyrum og áður en þeir vissu af var frú Jónhildur komin inn til þeirra. „Illa fórst þér nú Bjarni Björnsson að draga manninn minn hingað nauðugan meðan ég lá i yfirliði.“ sagði hún án þess ða heilsa og það gustaði um hana. VIKAN 14. tbl. gíjr

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.