Vikan

Tölublað

Vikan - 08.04.1965, Blaðsíða 34

Vikan - 08.04.1965, Blaðsíða 34
♦ * Hvinur í stráum Framhald af bls. 17. aungum svara og borðaSi ekki nema litið. Svona lá hann i marga daga og talaði ekki við nokkurn mann og stundum snerti hann ekki heldur matinn. Frú Jónhildur reyndi öll ráð til að fá hann til að svara sér reyndi meira að segja að gera hann vondan ef honum skyldi létta við að bölva svoltið en'allt kom fyrir ckki enda hafði Guð- mar á Bakka ævinlega verið dagfarsgóður geðprýðismaður. Þegar var komið fram um jólaföstu og Guðmar ekki enn farinn að fara á fætur kom frú Guðný á Skarði mágkona frú Jónhildar í heimsókn að Bakka og kom með frú Jónhildi upp i Suðurhúsið að líta á Guðmar. Hún heilsaði Guðmari blíðlega en Guðmar sneri sér til veggjar og lét sem hann tæki ekki eftir þeim. Þá sneri frú Guðný sér að frú Jónhildi mágkonu sinni og sagði: „Mikil óskapa inæða er þetta elskan mín.“ „Já,“ sagði frú Jónliildur og stundi. „Ég veit svei mér ekki hvað ég á að gefa. Ég verð víst að láta sækja læknirinn/ Þá reis Guðmar upp við dogg úfinn og með margra vikna skegg og sagði: „Ef þú lætur sækja læknirsskepnuna Jónhildur mín skal ég skera hana á liáls hérna bara við rúmstokkinn hjá mér.“ Svo lagðist hann út af aftur og sneri sér til veggjar. „Guð sé oss næstur,“ sagði frú Guðný á Skarði og krossaði sig. „Gættu að Guði Guðmar minn,“ sagði frú Jónhildur. En Guðmar sagði ekki meira heldur þagði eins og hann hafði þagað siðan um haustið. 15. KAFLI Guðmará Bakka leggst í óreglu Daginn fyrir þorláksmessu fór Guðmar á Bakka á fætur í fyrsta sinn á þessum vetri og fór út og lagði á StóraBlakk. Hann talaði ekki við nokkurn mann heldur reið þegjandi burtu strax um morguninn og út i kaupstaðinn. Þegar lcom fram á daginn kom maður ríðandi að Skarði og fór af baki og var þá óstöðugur en kvaddi dyra og Þormar kom út. „Vit alla vilda ek gott eiga,“ sagði maðurinn sem var enginn annar en Guðmar á Bakka og alldrukkinn. „En þat vil ek, að þú senðir dóttur þinni sjóð þann, er ég ber i hendi, og skal hún með honum kaupa sér klæði og skraut sem prestsefnum gæti í geð fallið. Þat vil ek þá.“ Að svo mæltu rétti liann mági sín- um pyngju fulla af peningum. „Ertu með réttu ráði, Guðmar? Heldurðu að telpan sé á manna- veiðum í Reykjavík? Það er rétt á mörkum að ég ekki reiðist svoddan vaðli. Hitt er svo annað mál að ég skal geyma fyrir þig fé þetta þar til þú ert með betri rænu en núna og komdu nú inn og við skulum gá hvort hún Guð- ný mín á ekki volgan sopa á könnunni einhvers staðar.“ Guðmar ansaði þessu engu en gekk aftur að liestinum og tók að baksa við að komast á bak en þegar hann var seztur i hnakkinn sagði hann: „Þú hefur kartnögl á hverjum fingri.“ Síðan sló hann ærlega undir lend á þeim Blakka og þeysti niður traðirnar út á þjóð veginn. Um jólin klæddist Guðmar en talaði ekki við fólk og sinnti engu. Frú Jónhildur las lestur- inn og jólaguðspjallið og fór með blessunarorðin en Guðmar lét sig engu skifta og hinn þriðja dag jóla fór hann út í skemmu og sótti sér brennivínsflösku og fór með hana upp í Suðurhúsið og sötraði úr henni þar. Þetta vissi frú Jónhildur ekki fyrr cn hún hafði lokið búsverkum og var komin upp í liúsið en þá var Guðmar orðinn kófdrukkinn. „Hvað er að sjá þig Guðmar þú ert þó ekki á fylliríi hér?“ spurði hún og var gustmikil. „Ég afsegi það bara alveg hreint að þú sitj- ir hér heima i sinnuleysi við að drekka þessa ólyfjan ærið nóg er að hafa þig sálsjúkan svo mán- uðum skiftir í bælinu og það mál- lausan í þokkabót þó svo þú tal- ir sjaldnast neitt sem vert er að hlusta á.“ Guðmar lyfti brennivínsglasinu upp móti Ijósinu og mælti eins og við það: „Kenni ég hér rödd konu minn- ar. Segi hon til, ef hon hefur sakargiftir nökkurar við mik.“ „Vist hef ég við þig sakar- giftir en ég liefði heldur kosið að ræða við þig með ráði en svona í fylliríi. Hvað kemur þér til maður að láta svona heilan vetur og trassa allt sem gera þarf og láta búskapinn lönd og leið?“ „Þykir mér nú vandast málit,“ sagði Guðmar enn við brenni- vínsglasið. Frú Jónliildur beið um hríð eftir að hann segði meira en þegar það var ekki hélt hún á- fram: „Ef ég get eitthvað lijálp- að þér Guðmar minn til að ná heilsunni skaltu bara segja mér eitthvað til því ég hef nú reynt allt sem mér hefur dottið í liug af sjálfsdáðum.“ Guðmar saup drjúgum á glas- inu og sagði svo: „Far þú ok sof.“ Svo rak hann tappann i glasið og lagðist upp i og breiddi ofan á sig. Svo lá hann svona í rúminu eins og áður fram á góu en þá dreif liann sig á fætur um miðja nótt og lagði á StóraBlakk og reið fram i kaupstað. Hann kom þangað um það leyti sem verið

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.