Vikan

Tölublað

Vikan - 08.04.1965, Blaðsíða 16

Vikan - 08.04.1965, Blaðsíða 16
„Ég treysti því Guðmar að þú hafir vit til að óska henni Svein- björgu til hamingju því sjálfur veiztu hvað hann Gunnar á Skál- um er mikið mannsefni," sagði frú Jónhildur og renndi aftur í kaffibollann hans. „Og ætli ég fari ekkj nærri um mannsefnið,“ sagði Guðmar, „en ég þylcist vita jafnlangt nefi mínu um konuefnið." „Þú ert þesu vonandi ekki mót- fallinn pabbi minn?“ spurði Sveinbjörg litla ángistarfull. „Hann Gunnar er svo dæma- laust góður og þó pabbi hans hafi komið skammarlega fram við þau systkinin og liana mömmu þeirra þá er hann áreið- anlega ekkert líkur honum pabba sínum.“ „Og það er nefnilega það. Og það var og,“ sagði Guðmar. „Þar stendur sumsé hnífurinn í kúnni, hann er svo fjandi líkur honum pabba sinum.“ 13. KAFLI Guömar á Bakka heim- sækir frú Sigríði læknisfrú Næstu daga var Guðmar á Bakka i þungum þönkum og fór mikið einförum gekk fram og aftur um húsin eða úti við og var i þungu skapi. Það var algengt að hann sæti uppi undir Hádegishæð þaðan sem vel sást til mannaferða og þegar einhver fór u mgötuna skyggndi hann liönd fyrir augu til að sjá hver þar væri á ferð. Einn daginn sá hann loksins það sem hann var að bíða eftir mann í fínum föt- um á brúnum hesti með brúnt hár undan hattinum sem fór á mikilli ferð fram í sveitina. Þá flýtti Guðmar sér heim og lagði á StóraBlakk og reið fram að Skálum til að finna hana frú Sigríði. Hún var heima og bauð honum inn upp á kaffi. Guð- mar þáði það og þegar hann var kominn til stofu sagði hann „Ég held nú bara Sigga mín að þetta sé í annað skifti á æv- inni sem við hittumst i almenni- legu einrúmi en það ætla ég þó að leyfa mér að vona að það verði ekki eins afdrifarikt og það fyrra.“ „Það hélt ég ekki Guðmar minn að þú hefðir haft mikið af þeim afdrifum að segja,“ sagði frú Sigríður og brosti mildilega. „En það er hætt við það hefði orðið lieldur þungur róðurinn hjá mér hefði blessað- ur læknirinn amast við börn- unum mínum.“ „Það er nú sosum óþarfi að fara í einhvern meting Sigga mín,“ sagði Guðmar. „En það mætti kannski minna þig á, að fyrir kom að þú fyndir salt- kjötstunnu ellegar kindarkrof á tröppunum hjá þér meðan þú varst í skúrnum þarna úti á Tánganum eftir að hann Gúð- raúnd fældist úr landi. Ekki það að þáð skifti neinu máli mér bara svona datt það í hug. En ég er liingað kominn núna Sigga min að máli við þig að ég sé ekki betur en að hérna stefni i beina ófæru og liana dáltið vonda því mér er sagt að hún Sveinbjörg mín litla stráið og strákskarnið hann Gunnar grey- ið séu bara að trúlofa sig.“ „Ójá. Hann Gunnar minn sagði mér það blessaður en það á víst að fara dult til að byrja með skildist mér.“ „Og þú tekur þvi bara si- svona?“ „Og af hverju ætti ég ekki að taka því svona?“ „Ég hélt einu sinni tveimur kvigum undir tudda, sem var þeim samfeðra og þessar kvíg- ur áttu báðar kvigur sem ég setti á. Önnur varð stritla en hin datt einu sinni dauð niður á básnun? sínum án þess að nokkuð væri að henni.“ „Finnst þér rétt að ýfa gömul sár Guðmar?' „Og ekki segi ég það nú kann- ski, en ég veit ekki hvort það Jg VIKAN 14. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.