Vikan

Tölublað

Vikan - 08.04.1965, Blaðsíða 30

Vikan - 08.04.1965, Blaðsíða 30
íslenzkir uppfinninga- menn Framliald af bls. 21. hömrum fyrir snilldina áður en málið er raunverulega afgreitt. Það hefur líka komið fyrir oftar en einu sinni hér heima, að menn hafa hnakkrifizt um það, hver ætti einhverja ákveðna upp- finningu. Siggi vélsmiður held- ur því kannske fram að ekki- sens bófinn hann Jói hafi komið á verkstæðið til sín og séð þar hausningahníf fyrir krossfiska. Síðan hafi Jói bara endurbætt hann og látið tvo smurkoppa á öxulinn, sem snýr kvörninni. Jói segir auðvitað að smurkopp- arnir hafi verið nauðsynlegir og að aparatið hafi verið ónothæft án þeirra, og svona getur þetta gengið endalaust. Slíkt rifrildi kærir ráðuneytið sig ekkert um, en vill fá klárar sannanir fyrir því hver hafi fundið hausninga- vélina upp og hver eigi þess- vegna réttinn á einkaleyfinu. Síðan, — ef allt er i stakasta lagi, og uppfinningin er efnileg og vænleg til uppsláttar, þá fær viðkomandi einkaleyfið og get- ur farið að selja. . . . En frá þeim degi að hann sótti um einkaleyfið til ráðuneytisins, hefur hann eitt ár — upp á klukkutima — til að ákveða hvort hann ætlar að sækja um sama leyfi í fleiri löndum en hólmanum hér heima. Þetta eina ár er vernd, sem hann hefur öðlazt um leið og hann sótti um leyfið. Þennan tíma getur hann ósköp þægilega notað til að leita sér að mörkuðum erlendis og athuga með framtíðarskipulag bísnessins. Annað er lika rétt að taka fram. Ef .uppfinningamaðurinn er svo öruggur, að hann ákveð- ur þegar í stað að sækja um einkaleyfi um allan heim, — þá verður hann vesgú að taka það fram í upprunalegu umsókninni til ráðuneytisins hér heima. Og það er einfaldara vegna þess, að ef svo er, þá verður nauðsynlegt fyrir viðkomandi að láta rannsaka einkaleyfis- möguleikana viðar en i þeim löndum, sem íslenzka ráðuneyt- ið nær til. Hann ákveður kann- ske að sækja um í einkaleyfi i Frakklandi. Franska einkaleyfa- stofnunin lætur leita í sinum skjölum, sem líka nú yfir Banda- rikin, England, Þýzkaland og Norðurlöndin. Auðvitað auglýsir ráðuneytið svo umsóknina vandlega i Eög- birtingarblaðinu, svo allir hafi tækifæri til að mótmæla, -—- og segjast hafa fundið þetta upp fyrir löngu síðan. Ef ekkert slíkt kemur í ljós, þá þarf ráðuneytið íslenzka ekkert að vesenast, meira, en veitir leyfið möglunar- litið Þetta sparar bæði tíma og peninga, og af því eigum við íslendingar ekki of mikið. Ef svo skyldi fara, að danska einkaleyfisstofnunin svaraði fyr- irspurninni á þá leið, að því miður væri ekki hægt að veita þetta einkaleyfi, vegna þess að einhver annar hefði fundið þetta sama — eða svipað atriði — upp fyrir 14 árum síðan, þá rök- styðurhún þetta svar sitt nokkuð í bréfinu. Þar segir t.d.: „Herra Ahmed Abdullah ben Ali fékk 1950 einkaleyfi á sjálflýstu skrá- argati, smurðu með fosfór. Á- lit vort er að orðið „sjálflýsandi“ sé einkennandi fyrir uppfinning- una, hvort sem um fosfor eða raf- magn er að ræða, og ráðleggjum þvi uppfinningamanninum að finna upp eitthvað annað.“ Og þá er það þitt að ákveða hvort þú ferð í mál við einka- leyfisstofnunina, Alnned Mo- liammed Ben Ali, eða einlivern annan, til að sanna rétt þinn til einkaleyfis á sjálflýsandi rafmagnsskráargati. Vel gæti farið svo að þér heppnaðist að vinna málið, en aftur á móti vafasamt livort þú getur unnið markaðinn af honum Ben, sem auðvitað er búinn að auglýsa sína uppfinningu í 17 ár. Þú bendir á að það sé breint ekki sama hvort maður lýsir upp skráargat með fosfór eða raf- magni. Þar að auki segir þú auð- vitað að það sé miklu betra að beina ljósgeislanum í 45° liorn, eins og þú gerir, lieldur en að þurfa að treysta á svona óvissa og draugalega birtu eins og .Ben Ali. Þessi rökstuðningur þinn verð- ur siðan tekinn til gaumgæfi- legrar athugunar, og aftur færðu neitun. Svona getur þú lialdið áfram á meðan blekið endist i pennanum hjá þér og þolinmæðin í þeim dönsku. Líklegast er að þú hafir ekkert upp úr því. Þó gæti farið svo að þeir bentu þér á eitthvað annað atriði i sambandi við skrána, sem þú gætir fengið einkaleyfi á. Þú hefur e.t.v. mál- að skrána þverröndótta að inn- an með rauðum og grænum lit, og kannske mundi málinu Ijúka með því að þú fengir vernd á slíkri málningaraðferð — þótt ég geti alls ekki skilið persónu- lega, hvaða gagn slíkt gerir. Allt þetta umstang kostar auð- vitað peninga, því ekki má bú- ast við þvi að danska einka- leyfisstofnunin baldi uppi um- fangsmikilli leit þér að kostnað- arlausu, né að ráðuneytið hér heima sleppi þér svo billega. Þó er óhætt að segja að þessu sé fyllilega í lióf stillt, því þú sleppur með að greiða 1300 kr. um leið og þii leggur umsókn- ina inn. Þetta er fyrir rannsókn- ina í Danmörku o. s. frv. Ef þú verður svo lieppinn að fá jietta umbeðna leyfi, þá ber þér að greiða 1500 kr. fyrir einkaleyfið fyrstu þrjú árin. Ef þú vilt lialda réttindunum áfram í fimm ár í viðbót, þá þarftu að greiða 4,500 krónur, og enn geturðu framlengt réttinn eftir fimm ár, en þá kostar leyfið 9000 krónur. Það fer þannig hækandi á fimm ára fresti í þau fimmtán ár, sem þú heldur leyfinu. Þetta er auð- vitað gert með þeirri forsendu að þú hafir nú loksins ráð á því að borga meira, eftir að eiga svona verðmæta uppfinningu og græða á henni morð fjár. Ef þú hefur aftur á móti komizt að þeirri raunalegu niðurstöðu eftir fyrstu fimm árin, að enginn vilji líta við hugarfóstrinu, þá er þér vandalaust að láta málið falla niður og gefa einhverjum öðrum kost á að nota uppfinn- inguna og tapa á henni. Þá er þetta snilldartseki orðið opinbert leyndarmál, og allir bafa ótak- markaðan rétt til að gera við það, sein þeim sýnist. Þú getur lika, ef þú ert slyngur kaupsýslumaður, selt einhverj- um trúgjörnum náunga einka- leyfi til framleiðslu á skránni, eða hvað það nú er. Það er jiitt einkamál, og kemur ráðuneyt- inu ekki við. Jæja, nú vitum við nokkurn- veginn hvernig menn fara að því að fá einkaleyfi fyrir upp- finningu, og nú er sem sagt ekk- ert annað eftir en að finna eitt- livað upp. Þú skalt ekki halda að þú verð. ir að neinu viðundri, þótt þú reynir við það, og vel gæti far- ið svo að þú yrðir ríkur upp úr öllu saman. íslenzka Iðnaðar- málaráðuneytinu liafa til þessa borizt tæplega 1500 umsóknir um einkaleyfi á uppfinningum. Af þeim hefur um þriðjungur fengið einkaleyfi, eða 561. Af þeim eru 30 íslendingar. Af þeim hefur enginn orðið ríkur — ennþá. 17 íslendingar hnfa fengið einkaleyfi á uppfinningum, sem flokkast undir sjávarútveg, 15 í iðnaði og 4 í landbúnaði. í sjávarútveginum eru 14 einka- leyfi fyrir endurbótum á veiðar- færum. Eitt er fyrir fiskumbúð- um, annað i framleiðshi á tunn- um og eitt er útbúnaður við stýri á skipum og bátum. í iðngrein- um er t. d. ný gerð af lopakefli — steypa — rafhitaður ofn — aðferð við byggingu lnisveggja — steypumeðhöndlun -— steypu- mót — steypuaðferð — dún- hreinsunarvél o. fl. í landbúnaði er skyr — útbúnaður á fjósbás- um —■ áburðardreifari — og fóðurblöndunaraðferð. Undir „annað“ flokkast einkaleyfi á skiðaböndum — miðstöðvarofn — lok á mjólkurfötu —- svefn- sófi — miðstöðvarketill og koddi. En svo cr fjöldi umsókna frá tslendingum, sem ekki hafa hlot- ið einkaleyfi af einhverjum á- stæðum. Þar er fjöldinn allur af veiðarfærum, flotvörpur, vindur allskonar, gervibeita, uppstokkunarvél línulóða, linu- rúllur, hjálparvél í sambandi við þorsk.anet o. fl. Þar kennir marigra grasa eins og gengur og gerjist með slikar umsóknir um allan lieim, þar er vafalaust u'mrgt um nytsama hluti, en ekki 'níjegt að veita einkaleyfi vegna þess að einhver annar hefur áð- 'ur sótt um eitthvað svipað -—- eínhyersstaðar í þeim löndum, uHgfrú yndisfríð býður yður hið landsþekkta konfekt frá. N Ó Á. HVAR ER ORKIN HANS NOA? X>a8 cr alltaf saml lclknrlnn 1 hcnnl Vn4- IsfriS okkar. Hún hcfur falIB Brklna hana Nóa einhvers staSar f MaBlnu og heitir góBnra verSlaunum handa þelm, aem getur fundiS tirklna. TcrSIaunin eru stór kon- fektkaail, íullur af hezta konfckU, og frandeiSandinn er aujrviteS SieÍgtetbKerS- Jn N6Í, Nafn HelmiU örtdn er A hb. flíð&it er flregið v&r fcl&ut verðlawiiii: GUNNSTEINN SIGURÍISSON Vinninganna má vitja í skrifstofu Frakkastíg 12 — Reykjavík vikunnar. 14. tbi. 20 VIKAN 14. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.