Vikan

Tölublað

Vikan - 29.07.1965, Blaðsíða 2

Vikan - 29.07.1965, Blaðsíða 2
í sumri og sól... Vel klæddir í fötum frá okkur Beztu efnrn Nýjustu sniðm Stærsta úrvalið Fyrirmynd utan úr dreifbýlinu Nú eru fimmtán ár liðin frá þeirri náðartíð, þegar hér voru haldin íþróttamót; þegar f jölcdi manns flykktist vestur á Melavöll til að sjá íþróttamenn vinna góð afrek og ef r ég man rétt, þá var svo mikil þátt- taka í hlaupum, köstum og stökk- um, að það varð að hafa undan- rásir og milliriðla í hlaupunum. ' Eins og menn muna, þá var mikill spenningur og óvissa um sigurveg- ara fram til síðustu stundar. Nú er öldin önnur. Það þarf hvorki undanrásir né milliriðla því þátttakendur eru ef til vill aðeins tveir eða þrír og allir vita fyrir- fram, hvernig röðin verður. Enda koma aðeins sárafáar sálir á frjáls- íþróttamót og mótin standa í átak- anlegu misræmi við þá glæstu að- stöðu, sem borgin hefur búið íþróttamönnum. Aðal meinsemdin liggur í lélegri þátttöku. En forustu- menn íþróttasamtakanna eru líka ( sökinni: Starfsmenn mótanna eru ekki merktir, hver og einn treður sér inn á völlinn, skipulagið er hrein forsmán, illa eða ekkert til- kynnt og langtímum saman gerist ekki neitt. Það hefur verið unnið markvisst að því að draga íþrótta- mótin niður í svaðið síðan fínu vell- irnir komu. Nú er svo komið, að það er að- eins haldið eitt frjálsíþróttamót á Islandi, sem hægt er að kalla því nafni, og það er haldið á fjögurra ára fresti. Þar á ég við Landsmót ungmennafélaganna. Nýlega er eitt afstaðið á Laugarvatni; ef til v i 11 glæsilegasta íþróttamót, sem nokkru sinni hefur verið haldið á Islandi. Einskonar Olympíuleikar, þar sem þátttakendur frá héraðs- samböndunum byrjuðu á því að ganga fylktu liði inná leikvanginn. Nú varð að sigta úr þá beztu með undanrásum og milliriðlum, en breiddin var mikil eins og sagt er og árangurinn ótrúlega góður, þeg- ar þess er gætt, að flest af þessu unga fólki er utan af landsbyggð- inni og vanara að vinna hörðum höndum en sækja íþróttaæfingar á " degi hverjum líkt og þeir sem æfa hjá félögunum í Reykjavík. Samt má benda á ýmislegt athyglisvert: Tver ungir drengir austan úr Árnes- sýslu hlupu 100 metrana á 11,1 og 11,2 og annar þeirra stökk 13,88 í þrístökki. Er ekki ástæða til að halda, að þar sé mikið efni á ferð- inni? Mér fannst það líka bæði skemmtilegt og athyglisvert, að einn úr þingeyska liðinu er bóndi þar úr sýslunni og hann vapraði kúlu 13,62 og kringlu 40,05 og var f úrslitum með hvorttveggja. Framhald á bls 45. 2 VIKAN 30. tbl. Ritstjóri: Gísli Sigurösson (ábm.). Blaðamenn: Guö- mundur Karlsson, Sigurður Hreiðar. Útlltsteikning: Snorri Friðriksson. Auglýsingar: Ásta Bjarnadóttir. Ritstjórn og auglýsingar: Skipholt 33. Simar: 35330, 35321, 35322, 35323. Pósthólf 533. Afgreiðsla og dreiflng: Blaðadreifing, Laugavegi 133, sími 36720. Drelfingar- stjóri: Óskar Karlsson. Verð í lausasölu kr. 25. Áskrift- arverð er 300 kr. ársþriðjungslega, greiðist fyrlrfram. Prentun: Hilmir h.f. Myndamót: Rafgraf h.f. FJÓRIR UNGIR MENN KYNNA POP-LIST Á ÍS- LANDI ................................ Bls. ? PÓSTURINN ............................ Bls. 6 EIGA DRENGIR OG STÚLKUR AÐ FÁ SAMA UPP- ELDI? ................................ Bls. 8 HERLEIÐING HANNIBALS VALDEMARSSONAR. Stríðs- minningar frá ísafirði og Bolungarvík eftir Ásgeir Jakobsson ........................... Bls. 12 SÍÐAN SÍÐAST. Ýmislegt efni úr víðri veröld. ....................................... Bls. 18 VILTU KOMA MEÐ MÉR HEIM. Hugljúf smásaga ...................................... Bls. 14 ANGELIQUE OG KÓNGURINN, framhaldssaga, 3. hluti ................................ Bls. 16 HVÁRT MAN NÚ LENGUR ÞESSA GARPA? Teikn- ingar og tilvitnanir í íslendingasögur .... Bls. 10 BILLJÓNERAR EIGA BÁGT. Grein eftir J. Paul Getty ................................ Bls. 20 VÖGGUVÍSA FYRIR MORÐINGJA, framhaldssaga, 2. hluti ............................. Bls. 22 í LEIT AÐ EIGINMANNI. Siðasti hluti .... Bls. 24 TILFINNINGALEGT ÖRYGGI í /ESKU RÆÐUR MIKLU UM GEÐHEILSU MANNA. Viðtal við Karl Strand, lækni ................................ Bls. 26 VERÐLAUNAKROSSGÁTA VIKUNNAR ... Bls. 29 VIKAN OG HEIMILIÐ. Ritstjóri: Guðrfður Gfsla- dóttir ............................... Bls. 46 í FossvogshlíSinni þar sem hún er fegurst, er nú ris- in glæsileg bygging og mikil borgarprýði, sem þó er ekki nærri fullgerð að innan: Borgarsjúkrahús- ið. Það nýmæli verður á þessu sjúkrahúsi, að þar verður sérstök deild fyrir hugsjúkt fólk og geð- sjúkt og hafa margir trú á þvf, að það muni gef- ast vel, að þessir sjúklingar sjái fólk með ýmsa annarskonar sjúkdóma f kringum sig og fái þá ef til vi11 fremur á tilfinninguna, að geðsjúkdóm- ar verði iæknaðir líkt og fótbrot eða kransæða- stífla. Annars eru skiptar skoðanir um slíkt eins og raunar kemur fram í viðtali þvf, sent ritstjóri FORSlÐAN Engin þoka í heiminum er eins þétt og Austfjarða- þokan og enginn máni eins fagur og Hornafjarð- armáninn. En ofar þokunni og iðandi lífinu á sild- veiðiplönum eru snarbrött og hrikaleg fjöllin og uppi á eggjum þeirra skfn sólin dátt, þótt þokan sé í neðra. Og aldrei verður sólskinið svo bjart, eða litirnir svo fagrir og þá er maður kemur á einni svipstundu út úr þokuveggnum. Myndin er tekin uppi á Fjarðarheiði, milli Egilsstaða og Seyð- isfjarðar og það er að sjálfsögðu fífa, sem prýðir grundina í forgrunni myndarinnar. HANNIBAL SNÝR AFTUR. Stríðsminningar frá Isa- firði og Bolungarvík eftir Ásgeir Jakobsson, síðari hluti. ALEIN ALLA NÓTTINA. Smásaga. VIKAN HEIMSÆKIR ÍSLENZKAR FJÖLSKYLDUR í LONDON OG GRIMSBY. 2500 fermetra garður á höfuðbólinu. Heima hjá Jóhanni Sigurðssyni og Dorothy konu hans. Þau mættust á miðri leið. Heima hjá Páli Hreiðari Jónssyni og Maríu Teresu, konu hans. Herragarður í Humberstone. Heima hjá Páli Aðal- steinssyni og Svanhildi konu hans. Skipstjóri á tólf togurum frá Grimsby, Hull og Fleetwood. Rætt við Sigurð Þorsteinsson, fyrrum skipstjóra, sem nú býr i Grimsby. Verst þegar fótboltinn hafnar í rósabeðunum. Heima hjá Othari Hanssyni og Elfnu Þorbjörnsdóttur í Bromley. Það er oft gestkvæmt á Viðarvegi. Heima hjá Guð- jóni B. Ólafssyni og Guðlaugu Guðjónsdóttur í Brentwood. Park Street 101; íslenzkur sendiherrabústaður í London. Myndir af sendiherrahjónunum, Henrik Sv. Björnssyni og Gróu Torfhildi Jónsdóttur ásamt dætr- um þeirra. Vikunnar hefur átt við Karl Strand, lækni, en hann er svo sem kunnugt er, ráðinn til að veita forstöðu hinni nýju geðsjúkdómadeild á Borgarsjúkrahúsinu. Karl hefur mikla góða reynslu úr strafi sínu við stóran geðsjúkdómaspítala í Englandi og vænta allir góðs af starfi hans hér og Vikan fagnar því að hafa átt þess kost að eiga þetta viðtal við hann. Um leið ber að fagna því, að reyndur læknir snýr við úr útlegð og flyzt aftur heim til fslands, en því miður hafa verið þó nokkur brögð að því, að læknar hafa talið betri starfsgrundvöll erlendis og horfið utan til starfa að prófum loknum. i ÞESSARI ViKU i NÆSTA BLAÐI BRÉF FRA RITSTaÖRNINNI

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.