Vikan

Tölublað

Vikan - 29.07.1965, Blaðsíða 41

Vikan - 29.07.1965, Blaðsíða 41
ert ríkur, eins og Sallý hafði ímynd-; að sér. Heimilið var ósköp einfalt, og þau óttu engan bíl, já, og hjól-; hesturinn var riðgaður garmur, semj hún og Elsie skiptust á um að nota. En hundur var á heimilinu, lítill, loðinn bastarður, r.em virtist vera! miðdepill heimilisins. Mörgum árum seinna, þegar hún sem fullorðin kona hugsaði til þess tíma þegar hún kom á þetta heim- ili, fann hún að hún hafði aldrei; orðið fyrir vonbrigðum. Það varj hlýlegt og indælt heimili sem hún' hafði eignast og hún var alltaf; hamingjusöm þar, frá fyrstu stund. Nú hafði hún búið í hamingju- sömu hjónabandi með Ben Ander- son í mörg ár. Hann var dugandi kaupmaður og þau áttu tvö elsku- leg börn, átta ára dreng og fimmi ára telpu. Þau áttu líka fjölda góðra vina og hún kunni vel við sig sem húsmóðir á stóru heimili. Hún var eins hamingjusöm og frekast var hægt að hugsa sér. En einhversstaðar í innsta hug-' skoti hennar fann hún stundum sting, einskonar andlega tannpínu, sem lét hana ekki í friði. Henni fannst hún eiga eftir að borga skuld, og í þeim erindum var hún nú . . . . Dunkelwald var í litlu dalverpi, umkringt skógi, og þegar bíllinn nálgaðist flóttamannabúðirnar var byrjað að rigna. Sallý hafði það á tilfinningunni að þarna væri alltaf rigningarlegt, jafnvel þótt veðrið væri gott Hún reyndi að láta ekki á því bera hve taugaóstyrk hún var og sagði við lækninn: — Þér leiðbeinið okkur kannski, Harz læknir, með að velja það barn sem hentar okkur bezt.... — Ef þér óskið þess. Hann var kuldalegur, jafnvel dálítið ónotalegur og Sallý hugs- aði með sér að hún hefði átt að haga orðum sínum öðruvísi. En svipur hans breyttist, þegar að hann kom inn í dagstofuna þar sem börnin voru að leik. Allt í einu fann Sallý augu tólf barna hvíla á sér, en svo kom lítil telpa í hópnum auga á Harz lækni og kastaði sér í fang hans og hróp- aði: — Werner frændi! Læknirinn lyfti litlu stúlkunni upp og ávarpaði Sallý á ensku: — Það mundu margir velja llonu litlu .... Sallý kinnkaði kolli. Auðvitað mundu margir velja llonu litlu, hún var bersýnilega fallegasta barnið í hópnum. Það yrði örugglega ekki nein vandræði með að finna heim- ili fyrir hana. Henni komu í hug. nokkur hálfgleymd orð: — Hún er heldur ekkert sérlega lagleg. . . . Hikandi nálguðust börnin ókunn- ugu konuna, þau eldri hálftortrygg- in á svip en þau yngri með greini- legri forvitni. Lítill kubbur, sem hafði verið að leika sér að dóti á gólfinu, skreið í áttina til hennar og snerti varlega á loðkápunni hennar. — Muschi, skríkti hann ánægður, húsgögn í elcflhús Hverfisgötu 82 - Símí 21175 Muschi.... Hún fann að Ben kom til hennar og lagði höndina á öxl hennar. Hann hafði staðið fyrir aftan hana og nú fann hún að hann hallaðist að henni, eins og til að veita henni styrk. Harz læknir hafði sagt Sallý að von væri á amerískum hjónum, sem ætluðu að taka tvö börn, eða jafnvel þrjú. Þau voru vel efnuð, en þau voru búin að gefa upp alla von um að eignast sjálf börn. Þau mundu örugglega taka llónu litlu, hugsaði Sallý og kannski líka litla drenginn með klumbufótinn. Tvær litlar telpur, sem héldust í hendur komu til hennar og sögðu: — Við erum vinkonur og viljum helzt fylgjast að. . . . Svo stokk- roðnuðu þær, eins og af skömm yfir frekjunni. Sallý hló og Harz læknir sagði undrandi: — Skiljið þér þýzku? — Já. Fyrir tuttugu og fimm árum síðan var ég sjálf.... Hún leit í kringum sig og kom auga á Rebu, sem sat í glugga- kistunni. — Fyrir tuttugu og fimm árum var ég eins og þessi litla stúlka . . . . Sallý benti í áttina til Rebu. Öll börnin horfðu á Rebu. Hún renndi sér niður á gólfið, gekk eitt skref í áttina til Sallýar, en stóð svo grafkyrr. — Ich. . ? var eina orðið sem hún gat komið upp. Sallý horfði hálfringluð á barna- hópinn, sem nú hrópuðu í öllum tóntegundum: — Konan hefur valið Rebu. Reba á að fara til Englands. En hvað Reba er heppin ... Sallý sneri sér hjálparvana að Ben, sem misskildi augnaráð henn- ar og sagði hlægjandi: — Þú hefur valið þá réttu, Sallý. Hún minnir mig á myndirnar, sem voru teknar af þér fyrir tuttug.u og fimm árum — Ég veit ekki, sagði Sallý og leit í áttina til læknisins. En hann hafði setzt í stól, með litlu, fallegu telpuna í fanginu og virtist ekki taka eftir neinu, nema því sem hún var að segja honum. Sallý hafði grun um að hann skemmti sér yfir þessu í laumi. Nú hugsaði hann eflaust hvernig frú Sallý Anderson frá London kæmist frá þessum vanda. Sallý horfði aftur á Rebu. Lítið fölt, alvarlegt andlit, alls ekki lag- legt. Var hún greind? Var hún hugmyndarík. eða hjálpsöm og hjartagóð . Máske var hún allt þetta og meira til, en á þessu augnabliki sýndi andlit telpunnar ekkert ann- að en hjálparvana undrun . . Eða ef til vill einhverja von? Eða var þetta allt eitthvað sem Sallý ímyndaði sér. Hún rétti fram VIKAN 30. tbl. ^

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.