Vikan

Tölublað

Vikan - 29.07.1965, Blaðsíða 44

Vikan - 29.07.1965, Blaðsíða 44
allt-í-eitt heimilis- trygging allt-í-eitt heimilistrygging Ábyrgðar veitir heimili yðar og fjölskyldu þá tryggingarvernd, sem nauðsynleg er hverri fjölskyldu t nútíma þjóð- félagi. 150 þúsund króna trygging í stein- húsi kostar aðeins kr. 320,00 [ Reykjavík, Akureyri og Hafnarfirði. Komið, hringið, skrifið þegar í dag. Abyrgðp TRYGGINGARFÉLAG FYRIR BINDINDISMENN SKÚLAGÖTU 63 - SÍMAR 17455 - 17947 þrerrnt myndi að ræða, sem áður segir, aflífun, landsetning á Bjarnarnúp og í þriðja lagi flutn- ing til ísafjarðar. Þegar honum sýnist manninum, að báturinn hafi tekið stefnuna til fsafjarðar, þó heldur hann aftur af stað og laumast til baka inn sjávarkamb- inn, þar til hann er kominn gegnt stíg þeim, sem Bárðarstígur er kallaður og liggur þvert á aðal- götuna. Gamla símstöðin stóð ofarlega við þennan stíg, og var um það bil 100 metra kafli á stígnum, þar sem engin hús skýldu honum. Hann var ráðinn i að reyna að freista þess, að fá símstöðina °pnaða, svo að hægt væri að koma skilaboðum til fsa- fjarðar. Komið var nokkuð fram yfir hádegi, en stöðin var ekki opnuð fyrr en kl. 4. Nú sem þessi trúi postuli stend- ur þarna á gægjum og bíður fær- is að skjótast yfir götuna, þá kemur óforvarandisk að honum maður, og bregður hannibalistan- um auðvitað ferlega, en þetta reyndist þá eldheitur stuðnings- maður Hannibals, ísfirzkur Bol- víkingur í skyndiferð á fomum slóðum. Hann þótti kvensamur og kann það að vera skýringin á því, hvað hann kemur seint á vettvang, því að menn verða að sinna nauðþurftum sínum, þó að mildð gangi á. Þessi maður var svo skapi farinn, að hann hefði || VHLAN 3*. tkL ekki horft aðgerðarlaus á læri- meistara sinn svarðdreginn eftir götunni, þó að við ofurefli væri að etja. Hann féllst á ráðagerð hins hannibalistans, um að rétt sé að reyna að komast í síma, ná sam- bandi við liðsoddana á ísafirði, sem muni þá strax hafa uppi liðs- safnað Hannibal til bjargar. Þegar þeim sýnist helzt færi, þessum tveimur, þá taka þeir á rás yfir götuna og upp Bárðar- stíginn. Þeir komust óséðir að símstöðinni og kveðja þar dyra og ekki mjúklegar en herleiðing- armenn áður í kaupmannshúsinu. Stöðvarstjórinn kemur til dyra, hæglátur maður og góðgjarn en enginn bardagamaður. Hann maldar í móinn með að hringja utan stöðvartíma, en þá eru honum settir tveir kostir, að annað tveggja hringi hann eða þeir. Hann mun hafa brugðið á það ráð, að hringja heldur sjálf- ur en hleypa þeim óvönum mönn- unum í tækin og hljóta sjálfur meiðingar. Símstöðin var af- skekkt og enga mannhjálp að fá. Mennirnir tveir ná strax sam- bandi við Finn Jónsson, og það villi hvorki betur né ver til, að hann er einmitt staddur á verka- lýðsfélagsfundi, svo að segja má að þeir hafi ekki getað hitt bet- ur á í þeim herbúðum. Fram- varðarsveit jafnaðarmanna á ísa- _ «_ t-JU.' * ..-ai firði var þarna öll saman komin og í bardagahug, hvort eð var. Finnur gerði snöggan endi á símtalinu, þegar hann vissi, hvað um var að vera, kveður til fjöru- tíu manna hóp og mannar einn Samvinnufélagsbátinn, Gunn- björn, með einvala liði til átaka eins og þeirra sem í vændum voru. Eftir örstutta stund, frá því að hringt var, brunar þessi bát- ur út Sundin, svo hratt, sem vél- in fær framast knúið hann. Er mikil heipt í bátsverjum og strax og kemur fyrir Norður- tangann byrja þeir að svipast um, hvort framundan sjáist hvergi lít- il bátskel á ferð í Djúpinu. Nú víkur sögunni til Bolvík- inganna, þar sem þeir eru á ferð með Hannibal. —o-0-o— Báturinn með þá Hannibal og herleiðingarmenn er löngu orð- inn að hvítum depli frammi á Djupinu fyrir sjónum þeirra sem stóðu á Brjótnum og horfðu á eftir bátnum. En depillinn hverf- ur ekki og það vekur fljótlega furðu manna. Helzt kemur mönn- um í hug, að það sé verið að sökkva Hannibal þarna fyrir stjóra á áttrætt dýpi. Mönnum verður það fljótlega ljóst, að bát- urinn hrekst fyrir straumi og rekur út Djúp. Sú ferð, sem var hafin í mikilli reisn, virðist þarna vera enduð í hraksmánalegu flatreki, og for- ingjar fararinnar engu betur settir en fangirm. Hannibal hefur hlegið hugur í brjósti, þegar vélin hætti að ganga, vitandi að honum myndi fljótlega berast hjálp úr ein- hverjum stað og þá ekkert lík- legra, en að það yrði hann, sem dragi hina vígreifu Bolvíkinga til hafnar á biluðum báti. Nú horfa báðir fast til lands, en sitt í hvora áttina. Bolvíkingar mæna vonaraugum til heima- byggðarinnar hvort ekki fari að örla á hjálp þaðan. Þeir vita að I I I Danmörk - Svíjb/dð - Rúmenía p 2.9. - 21.9. 20 daga ferð I \ I Verð kr. 13.550.00 yy FerÖir, hótel, matur og Ieiðsögn innifalin f /ss- verði. Aðeins morgunmatur í Kaupmannahöfn. Ferðir til Istanbul, Odessa, og innan lands gegn vœgu aukagjaldi. Ferðamannagjaldeyrir. 300 sól ardagar á ári. Þægilégt loftslag. Nýtízku hótel og gott fæði. Tryggið ykkur far I tíma. Cdýr- ryr ustu Rúmeníuferðir sem völ er á. Fararstjóri: Gestur Þorgrimsson. yy. Ferðaáætlun: 2. septem ^ ber: Flogið til Kaupmannahafnar og dvalið þar 2 daga. 4. september: Farið með ferju til Malmö og samdægurs flogið til Constanta og ekið til Mamaia og dvalist þar á baðströndinni í hálfan mánuð á hótel Doina. 18. september: Farið frá Mamaia til Constanta og flogið til Malmö en þaðan farið til Kaupmannahafnar með ferju og dvalist þar í 3 daga. LAN DSBN t FERÐASKRIFSTOFA Sk6lavörðusf-fa 16. II. hæð I

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.