Vikan

Tölublað

Vikan - 29.07.1965, Blaðsíða 39

Vikan - 29.07.1965, Blaðsíða 39
Pop-list á íslandi Framhald af bls. 5. „Svo er margt sinnið sem slcinn- ið“ og var þaS frábrugSiS öSr- um verkum að því leyti, aS menn réSu, hversu mikið þeir vildu sjá af því. ÞaS var nefnilega út- búið með nokkurs konar glugga- tjöldum úr járni, sem mátti draga fyrir einstaka liluta lista- verksins eftir vild. ÞaS var jafn- vel hægt að hylja alla myndina, ef hún fór i taugarnar á mönn- um. Þekktur listamaður úr Vest- mannaeyjum sagði, að þetta ætti að tákna fóstureyðingu. Jón Gunnar aftók það með öllu og með þvi að hreyfa eina járnplöt- una sýndi hann fram á alveg hið gagnstæða. ViS hliðina á járninu var svo verk eftir Hrein. Var það litskrúðug geymsluhurð, brotin og samanlöppuð með tvinnaspottum. Einhverra hluta vegna, þá seldist hún ekki. Bar hún nafnið „1 lieimsókn lijó Jóni Gunnari“. Fyrst í stað hélt ég, að heimsóknin hefði endaS meS því, aS Jón hefði hent Hreini út um liurSina og þar væri skýr- ingin á gatinu á henni, en Hreinn leiðrétti það og sagði, að Jón hefði bara gefið sér hana, þegar heimsókninni lauk. ViS hlið hurðarinnar hékk mynd eftir Sigurjón. Var hún harla fjöl- breytilega, hvað efnivið snerti, myndir úr Goldfinger og Hjemm. et og bronslitaðar heddpakkning- ar. En miðpunktur hennar var þó gljáfægður skinandi hjól- koppur af Fordbil. Þeir félagar létu svo um mælt í dagblaðsviðtali, að þeir væru á móti landslagi því það væri svo mikið af því, hvert sem litið er. Aftur á móti er tilfinnanlega lit- ið af hjólkoppum og þessvegna hafa þeir líklega viljað koma þeim á framfæri. ViS hliS hjól- koppamyndarinnar var mynd eftir Hauk. Sýndi hún Elvis Presley i fullum skrúða með rauðan geislabaug um kollinn. Á gólfinu voru svo tvö verk úr stáli og var Jón Gunnar höfundur þeirra. Var annað þeirra stöng með gormi á endanum og gátu menn fullnægt hreyfiþörf sinni með því að slá á gorminn á alla vegu og teygja á honum. Hitt verkið var öllu umfangsmeira milli 20 og 30 stálstengur, sem hægt var að færa úr staS og breyta með þvi svip listaverks- ins. Jón sagði, aS kona nokkur hefði gjörbreytt verkinu svo, að hann hefði tæplega þekk tþað aftur. Á miðju gólfinu stóð svo „Herra GuSmundur ‘, standmynd eftir Þór Ástþórsson, en smíð- uS að undirlagi og eftir tilsögn Jóns Gunnars. Herra GuSmund- ur samanstóð af stálpípu, sem stungiS var ofan í kökubox. Uppi á pípunni var svo gipshaus, sem einhvern tima hefur gegnt Víssulega endlstj>a& Sílver Gillette rblaðið'semí Þa|r jneíklu lentíur aun\mde$jg en önnur endáog 1 rakblöðrj endíst Hii mm- Æ 2v0 H pess endíst ogendist raksturinn Silver Gillette—þœgilegur rakstur með rakblaði, sem endist og endist þvi hlutverki að bera hatta í herrafataverzlun, og hafði hann verið flikkaður upp með þvi að spandera á hann flibba og bindi. Þetta var eina verkið á sýning- unni, sem var rafknúið. Raf- magnsleiðsla lá upp i hausinn á Herra Guðmundi og þar hring- snerist lítill fólksvagn um sjálf- an sig. Átti þetta að gefa til kynna hugsanir Guðmundar. Einn sýningargesta sagði, aS þetta væri maður, sem ætti ibúð, góða konu og fjögur börn og nú væri hann með bilinn i kollinum. Annars var mönnum algerlega frjálst að gera sér sinar hug- myndir um hvert einstakt lista- verk á sýningunni, listamenn- irnir fettu ekki fingur út i það. Enn er ótalinn einn, sem sem kemur sýningunni við, þótt hann hafi ekk stillt þar upp neinu verki eftir sjálfan sig. ÞaS er Diter Rot, sem gerði „plakat“ fyrir sýninguna. Var plakatið selt á 50 krónur stykkið og á 150 kr., ef menn vildu fá signatúr með. Aðsókn að sýningunni var all- góð, enda var hún all forvitni- leg og róttæk, svo ekki sé meira sagt. Seldust meira að segja nokkur verk. Viltu koma með mér heim Framhald af bls. 15. telpurnar farið burtu við hlið elsku- legra fósturforeldra. Sally var ein VIKAK 30. tbl. gg

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.