Vikan

Tölublað

Vikan - 29.07.1965, Blaðsíða 14

Vikan - 29.07.1965, Blaðsíða 14
HANNIBAL herleiddur f Bolungarvfk drottins eins og Brjóturinn af hálfu Vitamálaskrifstofunnar. Þarna hefur aldrei verið nein forsenda fyrir mannabyggð af náttúrunnar hendi. Þama á samt eftir að rísa 10.000 manna bær, sá eini á Vsetfjörðum. Það er seigt í þessum þurrabúðarlýð gapandi upp í goluna úr Jökul- fjörðunum. Jafnaðarstefnan hefur alla tíð átt örðugt uppdráttar í Bolunga- vík. Þetta hefur alla tíð verið íhaldsþorp og íbúarnir glott að öllum fyrirheitum um paradís, sem vonlegt er um fólk, svo langt frá slíkri sæluhöfn. Einn öndvegis Bolvíkingur sagði, þegar ísafjörður var að byrja að roðna, að hann vonaði, að þessi óvættur (bolsivisminn) kæmist aldrei út fyrir Hólatána. Þær eru margar tálvonir mann- anna. Tíu árum síðar er hann einmitt á siglingu fyrir Hólana og býr sig undir að stíga á land í Víkinni. Samningar um kaup og kjör verkafólks standa fyrir dymm. —o-0-o— Líkast til hefur hvergi á land- inu verið jafnmargt úrvalsmanna í einum litlum stað og á ísafirði. Á seinni hluta nítjándu aldar og allt fram undir síðara stríð, er þama hver kempan annarri meiri á stjórnmálasviðinu. ísfirðingar héldu uppi sigling- um við önnur lönd af eigin ramm- leik, þegar aðrir landsmenn áttu allt undir Dani að sækja. f upp- hafi vélbáta tímans bera ísfirð- ingar mjög af öðrum landsmönn- um. Þá hirtu þeir úrvalsfólkið úr þorpunum og sveitunum í kring, öfugt við það sem síðar varð. Skip þeirra báru af, bæði með afla, stærð og hirðingu. Hrun fsafjarðar byrjaði Ör- laganóttina miklu 1919, sem sagt verður frá á öðrum stað. Síðan smá draup úr þeim blóðið á þriðja tug aldarinnar. Þeir hjöðn- uðu eilítið við með Samvinnufé- lagsbátunum, sem var einstakt félagslegt átak, en kaupstaðurinn hefur aldrei náð sinni fyrri reisn. Þróunin á ísafirði hefur orðið sú sama og á Akureyri og víðar. Fólk á bezta starfsaldri hefur um áratugi sífellt verið að flytja suð- ur, en inn hefur flutt í staðinn aflóga fólk úr nærsveitunum of örvasa til að komast á leiðarenda. Það er líka óholt fyrir fólk að búa við lognkyrra firði. Kannske ætti ísafjörður að halda áfram að vera það sem hann er, skóla- og verzlunarbær, gamalmennahæli og kirkjugarður og höfn fyrir Bolungarvík. Á ísafjarðardögum Hannibals voru ísfirðingar víkingar miklir, enda latti foringinn þá ekki. II. Herleiðingin. Þegar Hannibal Valdimarsson stígur upp á Brjótin á hann strax tal við nokkra menn úr liði sínu, síðan heldur hann sem leið ligg- ur inn Malir. Á kambinum ofar Brjótnum eru nokkrir menn á vakki. Þeir halda inn Kamb neðan verbúð- anna jafnt og Hannibal gengur götuna ofan búðanna, og fylgj- ast þannig með ferðum Hanni- bals, þar til hann hverfur inn í hús eitt miðsvæðis í þorpinu. Birkibeinar Hannibals voru ekki fjölmennir á þessum slóðum og allt var lið hans dapurlegt og lítt til orustu fallið. Innan um þennan tötralýð leyndist þó einn og einn maður sem manntak var í. Þó að undarlegt megi virðast er í þessum hópi umkomuleys- ingjanna kaupmaður í þorpinu, ágætur greindarmaður og kom- inn af gagnmerku íhaldsfólki, en hann hafði á yngri árum verið færður í reikuð af vinstri mönn- um og ánetjast þeim til lífstíðar. Þessi maður hellti nú upp á könnuna fyrir ferðalanginn, og það er glatt fólk sem sezt að kaffiborði í litlu stofunni inn af búðinni. Frúin gekk um beina, kát og glæsileg kona, og mann- vænleg börn rápuðu út eða inn í blíðviðrinu. Víkin, lognslétt, sem fátítt er, blasir við út um gluggann. Það er erfitt að fella Hannibal inn í kyrralífsmynd, og ef hann verður einhvern tím- an málaður, þá eiga fætur, hend- ur og hár, að standa út í loftið, sitt á hvað. Gluggar tveir voru á þessari litlu stofu, þar sem kaffið var drukkið og vissi, eins og áður segir, annar þeirra að sjó, en hinn út í húsasund, sem lá frá aðal- og einu götu þorpsins. Þegar nú fólkið situr þarna og spjallar, ber allt í einu skugga fyrir gluggann, þann sem veit að húsasundinu. Það eru margir menn á ferð niður sund. Þeir beygja fyrir húshornið og ganga upp á tröppurnar, sem voru sjáv- armegin hússins, og var þar að- alinngangurinn. Þessir menn staðnæmast á tröppunum og berja þung högg og stór á útidyrahurðina. Hláturinn hljóðnar í stofunni og brosin stirðna. Heimilisfólkið veit að vísu ekki með fullri vissu erindi mannanna, en það hafði borið kermsl á þá, er þeir gengu fyrir gluggana og veit, að þarna eru menn, sem láta sér ekki allt fyrir brjósti brenna. Húsráðandinn stendur upp og kveikir í pípu sinni, en það var ævinlega hans fyrsta verk, ef miklir atburðir voru að gerast. Hann er lengi að kveikja í píp- unni og höggin þyngjast á hurð- inni. Húsráðandinn stendur upp og kveikir í pípu sinni, en það var ævinlega hans fyrsta verk, ef miklir atburðir voru að gerast. Hann er lengi að kveikja í píp- unni og höggin þyngjast á hurð- inni. Þegar húsráðandi hefur feng- ið upp dampinn, röltir hann fram og opnar. Komumenn heilsa hús- ráðanda vingjarnlega, og hann tók kveðju þeirra vel, enda þeim öllum kunnugur. Þeir spyrja, hvort þann mann hafi rekið á fjörur hans sem Hannibal heiti Valdimarsson. — Jú, ekki var því að neita, húsráðandi hafði orðið hans var, enda stoðaði lítið að neita, því að þannig hagar til, að það sézt af tröppunum inn um stofuglugg- ann og Hannibal blasti við. Komumenn biðja um að fá að hafa tal af Hannibal, og húsráð- andi fer inn aftur og segir Hanni bal, að hans bíði menn úti, og vilji hafa tal af honum, og bæt- ir við: — Á ég ekki bara að segja þeim, að þú sért ekki viðlátinn? En hér var nú við þann að eiga sem ekki vekst undan smáskær- um, þó að liðsmunur væri ærinn, og brá gesturinn við hart og títt, spratt á fætur og kvaðst aldrei láta þá skömm um sig spyrjast, að hann færi í felur og þyrði ekki að eiga tal við menn, og gekk hann hvatlega til dyranna. Þannig hagaði til að gangur var um húsið þvert frá útidyrum. Vinstra megin, þegar inn var komið voru stofudyrnar, og var ekki nema hurðarbreiddin frá þeim og fram að útidyrunum. Innar í ganginum voru aðrar dyr, til hægri, og lágu þær inn í her- bergi, sem kaupmaðurinn leigði út einhleypingi. Þegar Hannibal kemur til dyranna tilkynna komumenn honum formálalaust, að við Brjótinn liggi bátur með vél í gangi, menn um borð og bíði þessi bátur eftir honum. Hannibal svarar auðvitað að bragði, að hann eigi eftir að reka » erindi sitt hér og fari ekki fyrr en að því loknu. Þeir standa nú þarna Hannibal , og komumenn og kastast á orð- um, og stendur húsráðandi að baki Hannibals í ganginum. Þá er snögglega lokið upp hurð inn- ar í ganginum. Húsráðandi lítur um öxl og sér að þetta er leigj- andinn á leið út. Hann var ungur maður, rammur að afli og stór að vexti, sérstaklega voru fætur hans stórir. Húsráðandinn hliðrar til fyrir leigjandanum, sem nær því nær til lofts og hartnær í veggi beggja vegna. Hannibal lítur ekki um öxl. Það gerir Hanniba aldrei. Það er líka betra að líta ekki mikið af þeim sem úti standa, þeir virð- ast til alls vísir. Þegar leigjandinn er kominn gegnt húsráðanda en í hæfilegri fjarlægð frá Hannibal, styður hann vinstri höndinni á þiljur öðrum megin, lyftir bífunni og rekur hana af voða afli í bakhluta Hannibals, sem skutlast eins og spútnik út úr dyrunum. Mennirnir, sem biðu utan dyra, áttu að vísu þessa von, en þeir höfðu misreiknað kraftinn á sendingunni og það munaði litlu að Hannibal veiti þeim öllum of- an fyrir tröppurnar. Þessir menn höfðu verið valdir til verks sök- um harðfengis og krafta, og er ekki ólíklegt að þessir eiginleikar hafi orðið til að breyta blaðsíðu í íslandssögunni, þó að á annan hátt væri, en þeir ætluðu sér. Grjót var á alla vegu trappanna og þar í oddhvassir staksteinar. Ef Hannibal hefði ekki stöðvazt « á ofsóknarmönnum sínum, hefði hann flogið áfram og á höfuðið niður í rústina og gæti þá gang- , ur sögunnar síðustu árin hafa orðið annar. Margur mundi, bæði þá og nú, hafa grátið það þurr- um augum, að Hannibal hefði hausbrotnað í grjótrústinni. Landslýðurinn á eftir að skilja, hvílík guðsblessun það er að eiga skemmtilega verkalýðsforingja hjá hinu, að hann sé þröngsýnn leiðindakurfur, eins og oft vill verða um þá menn, sem þykjast til þess bornir að frelsa með- bræður sína. Hannibal bjargaðist þarna naumlega eins og oftar. Það er þá heldur ekki í fyrsta skipti, Framhald á bls. 43. VXKAN 30. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.