Vikan

Tölublað

Vikan - 29.07.1965, Blaðsíða 16

Vikan - 29.07.1965, Blaðsíða 16
FRAMHALDSSAGAN EFTIR SERGE ANNE GOLAN 3 HLUTI Philippe du Plessis-Belliére, hinn nýi eiginmaður Angelique telur sig eiga henni grátt að gjalda, og trassar að bera henni heimboð konungs- ins, vitandi, að það getur orðið til þess, að hún falli í ónáð. En hún kemst að því og býr sig til að vera við veiðidag í skóginum, en Philippe lætu.r þjón sinn ræna henni nóttina fyrir og læsa hana inni í klaustri. Henni tekst þó að komast þaðan, og mætir í þann mund, sem veiðinni er að Ijúka. — Allt í lagi, sagði konungurinn. — Við munum veiða aftur á mið- vikudag. Þessi tilkynning framkallaði undrun og forvitna þögn. Margar kvenn- anna veltu því fyrir sér, hvort þær myndu með nokkrum ráðum geta komizt í söðulinn aftur þá. Konungurinn endurtók lítið eitt hærra: — Við munum veiða daginn eftir morgundaginnn, Salvone. E'r það skilið? Og þá viijum við fá hraust, fullorðin dýr. — Sire, ég skil fullkomlega, svaraði veiðistjórinn. Hann hneigði sig djúpt áður en hann fór en sagði svo, nógu hátt til að gestirnir gætu heyrt: — Það, sem mér þykir skrýtnast, eru allar þessar áhyggjur um að hundarnir og hrossin séu þreytt, en það er aldrei verið að hugsa um mannfólkið! — Monsieur de Salvone? Lúðvík XIV kallaði á hann, og þegar veiði- stjórinn stóð aftur frammi fyrir honum sagði hann: — 1 minu konung- dæmi eru raunverulegir veiðimenn aldrei Þreyttir. Þannig skil ég það. Salvone hneigði sig djúpt á ný. Konungurinn lagði af stað í broddi fylkingar heim á leið. Um leið og hann fór fram hjá Angelique, nam hann staðar. Tjáningarlaus augu hans staðnæmdust við hana; samt virtist hann ekki sjá hana. Angelique hélt höfðinu hátt og sagði við sjálfa sig, að hún hefði aldrei komið upp um þann ótta, sem hún hefði fundið til, og það væri engin ástæða til að láta undan núna. Hún endurgalt augnaráð konungsins, svo brosti hún við honum. Konungurinn kveinkaði sér eins og býfluga hefði stungið hann, og blóðið þaut fram í kinnar hans. — Hva.... Það er Madame du Plessis- Belliére, sýnist mér, sagði hann kæruleysislega. — Yðar hágöfgi er svo lítillátur að muna eftir mér. — Það er raunar miklu meira lítillæti af yðar hálfu að muna eftir okkur, svaraði Lúðvík XIV. Ég vona að Þér séuð orðin heil heilsu, Ma- dame. — Þakka yður fyrir, yðar hágöfgi. Heilsa mín hefur alltaf verið mjög góð. — Sé sú raunin, hvernig stendur þá á að þér hafið þrivegis hundsað boð mitt? — Sire, ég bið yður fyrirgefningar, en ég hef aldrei fengið boð yðar. — Þér gerið mig undrandi, Madame. Ég lét sjálfur í ljósi við Mon- sieur du Plessis þá ósk mína, að hafa yður hjá okkur við skemmtanir hirðarinnar. Mér finnst ótrúlegt, að hann hafi verið svo annars hugar, að hann hafi gleymt að segja yður það. — Sire, ef til vill hefur eiginmaður minn álitið, að ung kona ætti að dvelja heima og föndra við saumaskap í stað þess að láta ljóma hirð- arinnar glepja nm fyrir sér. Eins og augu allra viðstaddra væru samtengd, beindust þau ásamt augum konungsins að Philippe, sem sat eins og stytta á hvítum hesti sínum, stífur af vanmátta reiði. Konungurinn fann, að þetta var að verða vandræðalegt, en hann var laginn að ráða fram úr slíku. Hann rak upp hlátur: — Svona nú, markgreifi, ég get ekki skilið, að afbrýði yðar sé svo áköf, að þér mynduð lúta svo lágt að fela fyrir okkur þennan dýrgrip, sem er konan yðar. Mér finnst það mesta ágirnd. Eg skal fyrirgefa yður að þessu sinni, en ég skipa yður að gæta vel að því, að Madame du Plees- is sé hamingjusöm. Hvað yður snertir, Madame, langar mig ekki að örva yður til óhlýðni með því að Þakka yður fyrir, að þér skylduð ó- hlýðnast fyrirmælum hins stjórnsama eiginmanns yðar, en ég hef gam- an af frelsiskennd yðar. Fyrir alla muni, þér megið ekki sleppa að taka Þátt í Því, sem þér kallið svo fallega „ljóma hirðarinnar". Ég fullvissa yður um, að Monsieur du Plessis mun ekki veita yður neinar ákúrur fyrir það. Philippe tók af sér hattinn, hélt honum armslengd frá sér og hneygði sig á næstum yfirdrifinn hátt fyrir konunginum. Angelique sá brosin laumast yfir andlit hirðmannanna, sem fyrir aðeins fáeinum andar- tökum höfðu beðið með ákefð eftir því að fá að rífa hana x sig. — Til hamingju! sagði Madame de Montespan. — Þú hefur sérstaka snilligáfu til að komast í óþægilegar aðstæður, en þú veizt svo sannar- lega iika hvernig þú átt að losna úr þeim. Eftir svipnum á konungin- um að dæma, hélt ég að hann ætlaði að siga öllum veiðiflokknum á þig. En í næstu andrá læturðu líta svo út, sem þú sért örmagna fangi, sem hafir yfirstigið hundrað örðugleika, jafnvel fangelsisveggi, aðeins til að geta þegið boð konungsins, hvað sem það gæti kostað þig seinna. — Ef þú bara vissir, hvað þú hefur rétt fyrir þér. —- Óhó! Segðu mér allt! — Ef til vill, einhverntíma. — Er það satt? Er Philippe í raun og veru svona hræðilegur? Hvílík skömm, hann svona fallegur.... Angelique stöðvaði þetta samtal með því að knýja hryssuna sporum. Hópurinn reið niður hlíðar Fausse-Repos, og veiðihornin glumdu stöð- ugt til að visa þeim veginn, sem aftastir voru. Áður en langt um leið voru þau komin að krossgötunum, þar sem vagnarnir biðu. Að lokum voru allir frjálsir að því að fara í sína eigin vagna. Veiði- mennirnir, sem voru að deyja úr þorsta, kölluðu á svaladrykkjasalana, sem fylgdu hirðinni hvar sem hún fór. En nóttin var að falla á og það var aðeins tími til að drekka úr einum bikar af hressandi drykk, því konungurinn ætlaði að flýta sér aftur til Versala. Þegar hafði verið kveikt á kyndlum og luktum. Angelique stóð hjá og horfði á. — Eftir hverju ertu að bíða? kallaði Madame de Montespan til henn- ar í gegnum gluggann á vagni sínum. — Hvar er vagninn þinn? — Ég hef engan. Hann valt niður i skurð. — Komdu með mér. Þegar þau voru komin nokkuð af stað, tóku þau Mademoiselle de Parajone og Javotte einnig upp í vagninn og síðan var stefnt til Ver- sala. 3. KAFLI Á þessum dögum umkringdi skógurinn kastalann næstum alveg. Þeg- ar veiðiflokkarnir komu fram úr skógunum, virtist höllin mjög nærri á litlu hæðinni, og gluggarnir glitruðu eins og sindrandi stjörnur, þegar blysin á bak við þá færðust úr einu herberginu i annað. Það var mikið að gera. Konungurinn hafði látið það fréttast, að hann myndi ekki f«ra til Saint-Germain þetta kvöld, eins og hann hafði áður ætlað sér, heldur verða um kyrrt I Versölum þrjá daga í viðbót. 1 stað þess að taka saman, varð nú að búa um konunginn, starfslið hans og alla gestina og sjá þeim fyrir mat sömuleiðis þurfti að hugsa um hestana og gera salina reiðubúna fyrir dansleik. Afleggjarinn heim að höllinni var svo krökkur af farartækjum, her- mönnum og eklum, að vagnarnir urðu að nema staðar fyrir utan hliðin. Philippe stökk vinstra megin út úr sínum vagni, Angelique hægra megin út úr sínum. Markgreifinn skálmaði þegar í stað til hallarinnar, og lét sem hann sæi ekki konurnar. Jg VIKAN 30. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.