Vikan

Tölublað

Vikan - 29.07.1965, Blaðsíða 26

Vikan - 29.07.1965, Blaðsíða 26
Karl Strand læknir ásamt frú Margréti, konu sinni og Hildi dóttur þeirra, sem er 18 ára. Þau búa i 22 Victoria Grove í Kensington í London. KARL STRAND lœknir settist á móti mér við skrifborðið í íbúð þeirra hjóna i Kens- ington; hann var nýkominn heim af spít- alanum þar sem hann vinnur, klukkan var að ganga sjö. Út um gluggann sáum við hvernig kvöldsólin sló bjarma sinum á virðuleg húsin og öldruð tré í götum, sem kenndar eru við Victoríu. Aldrei þessu vant, þá var ekki rigning i London þessa stundina. Nú er Karl að koma heim áður en langt um liður til þess að taka við geðsjúkdóma- deildiuni á Borgarsjúkrahúsinu í Fossvogi. Hann kvaðst ekki vita það svo gerla, hvernig starfsskilyrði sín yrðu þar, svo tal okkar beindist að núverandi starfi hans við West Park Hospital í Epsom í Surrey. Það er sunnan við London. Hann sagði: — Þessi spítali er fyrir allar tegundir af geðveiki og hugsýki. Ég vil taka það strax fram til að forðast allan misskilning, að ég nefni það hugsýki, sem fólk á íslandi er vant að kalla taugaveiklun. En í þesskonar ástandi er alls ekki um að ræða neinskonar vefræna veiklun í taugunum sjálfum, held- ur stafa þessi sjúklegu einkenni af sál- rænum orsökum. Svo ég hef kosið að nefna þennan sjúkdóm hugsýki. — Og þetta er stór spítali, Karl? — Já. Þar eru að jafnaði tvö þúsund sjúklingar, einkum frá Suður-London. — Standa Bretar framarlega í þessari grein læknisfræðinnar? — Já, það er óhætt að segja það. Lækn- ingum á þessum sjúkdómum hefur fleygt fram og margt er nú viðráðanlegt, þar sem læknar stóðu áður ráðþrota. Á þessum spít- ala er fólk allt frá 14 ára aldri. Hugsjúk eða geðveik börn eru venjulega höfð á sér- stökum sjúkrahúsdeildum. En hjá okkur er aftur á móti talsvert mikið af gamalmennum. Sárafáir geðsjúkdómar eru banvænir þegar frá er skilin sú hætta að geðsjúklingar fyrir- fari sér og svo það, að óðir menn kunni að örmagnast og látast af orsökum þess. En venjulega er ekkert því til fyrirstöðu, að fólk geti náð háum aldri enda þótt það þjáist af hugsýki eða geðveiki. Og í sam- bandi við æðiskðst og hættu á örmögnun, þá eru nú þekktar ýmsar aðferðir svo sem raflækningar og róandi lyf, sem draga veru- lega úr þeirri hættu. — Finnst yður ef til vill að tiltala aldraðs fólks hafi aukizt á þessu sjúkrahúsi frá því sem áður var? — Það er enginn vafi á þvi, að fjöldi aldraðs fólks á geðsjúkrahúsum í Bretlandi og líklega víðast hvar, vex að tiltölu og á- stæðurnar fyrir þvi eru einkum tvær: Ald- ur manna hefur hækkað og fleiri sjúklingar fara nú á spítala en áður. Það er ekki sizt vegna þess, að heimilishættir hafa breytzt til muna og fjölskyldubönd eru ekki eins mikil og áður var. Fjölskyldur dvelja minna á heimilum sínum en áður, og stundum er jafnvel enginn heima að deginum. Konan vinnur ef til vill úti og börnin eru við nám. Svo gamalmenni, sem þar að auki er sjúkl- ingur er ekki vel sett heima, þegar aðstaeð- ur eru þannig. — Eru það einhverjar sérstakar tegundir af geðveiki, sem þjá gamalt fólk? — Til eru sérstakar tegundir sturlana, sem þjá gamalmenni, sem flest stafa af vef- rænum orsökum og eru þor algengaster breytingar í heila. Ita slika orsök er sjald- an að ræða hjá yngra fólki. Fæstar sturlan- ir hafa finnanlegar vefrænar orsajrir, þótt menn séu eigi á eitt sáttir um slika möguleika. — Finnst yður Karl, að einhver munur sé á viðhorfi almennings til geðsjúkdóma hér og heima á íslandi ? — Ég veit ekki svo vel, hvernig þetta viðhorf er á íslandi nú orðið svo ég þori ekki að bera það saman, en áður fyrr hafði fólk mjög óæskilega afstöðu til þessara sjúkdóma. — Þér kannist við orð eins og Klepps- matur eða Klepptækur. Orðið Kleppur hefur fengið ákveðna niðrandi merkingú vegna þess, að þar er eini geðsjúkdómaspítalinn á íslandi fram til þessa. En eftir því sem ég bezt veit, þá hefur fólk miklu skynsam- legri afstöðu til geðsjúkdóma en áður. — Já, ég kannast við þessi orð frá þvi í gamla daga, og svona afstöður eru mjög skaðlegar. Notkun geðfræðiheita í ræðu og riti sem álösunaryrða er mjög óheppileg og óviðurkvæmileg. Mér er óhætt að segja, að hér i Englandi fylgist almenningur vel með þróuninni í þessum málum og það koma jafn margir i heimsóknartíma til sjúklings á geðveikraspítala og hvar annarsstaðar. Þetta eru engar einangrunarstofnanir eða fangelsi, öðru nær. Sú skoðun, að huglægir sjúkdómar séu sjúklingnum sjálfum að kenna, eða honum til hneisu er óðum að hverfa, enda samræmist slikur hugsunar- háttur ekki almennri menntuH og vísinda- legum framförum. — Þesskonar breyttur hugsunarháttur getur væntanlega haft mikil áþrif í þá átt að sjúklingur nái aftur heilsu sinni? —- Já, hér komurn við einmitt að mergn- um málsins. Geðveikrasjúkrahús eru ekki einungis til þess að vernda umhverfið fyrir hinum geðsjúku, heldur eiga þau einnig að vernda sjúklingínn fyrir þjóðfélaginu. Meðan við rdiðum ekki við berklana, þá var sá sjúkdómur mikill ægivaldur í augum alls almennings. Vist á berklahæli, í eina tíð var það sama og dauðabið. Horf- ur sjúklingsins voru oft afleitar og viðhorf- ið var þannig, að helzt var álitið, að berkla- veikt fólk gæti ekki átt lífsvon. Nú er eng- inn hræddur um, að hann deyi, þótt hann fái berkla, og þeir sem fara á berklahæli, hafa ágætar batahorfur á skömmum tíma. Ég hygg, að ekki ósvipuð viðhorfsbreyting hafi átt sér stað um geðsjúkdómana, og í því er sjúklingnum mikil hjálp. -—• Er um að ræða mismunandi geðveikra- spítala að öðru leyti en því, sem við höfum þegar talað um? — Algengastir eru hér stórir geðveikraspit- alar fyrir allar tegundir geðveiki og þesskon- ar sjúkrahús taka sjúklinga um lengri eða skemmri tima. í öðru lagi eru til dæmis hér i Englandi sjúkrahús fyrir sérstakar tegund- ir af geðsjúkdómum, geðdeildir við almenn sjúkrahús, og loks dagspítalar, en þeir eru stofnanir þar sem sjúklingurinn kemur til lækninga á daginn, en dvelur heima á nótt- unni. — Eru þeir fremur fyrir fólk, sem þjáist af hugsýki? — Nei, dagspitalar eru jafnt fyrir sturl- aða sjúklinga sem hugsjúka. En þeir hafa ákveðna kosti. Sjúklingurinn er i stöðugu sambandi við sitt eðlilega umhverfi. Það er hin þjóðfélagslega hlið lækninganna að koma sjúklingnum inn í samfélagið að nýju. Samband hans við það hefur rofnað og eins og ég sagði áðan; sjúkrahúsið á að vernda hann gegn þjóðfólaginu, en um leið að skila honum þangað á sinn stað að nýju. Ef við gerum ráð fyrir því, að eitthvert sérstakt álag hafi brotið mann niður að síðustu, fjárhagsvandræði, fjölskylduástæð- ur svo eitthvað sé nefnt, þá eru þessar sömu 20 VIKAN 30. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.