Vikan

Tölublað

Vikan - 29.07.1965, Blaðsíða 19

Vikan - 29.07.1965, Blaðsíða 19
TATTÚVERINGAR Med píilariögn Je§n á bakinu. Tattóveringameistarinn Stan Davies leggur hér síðustu hönd á verk, sem hann hefur unnið að í rúma tvo mánuði, og er jafnframt það stærsta, sem hann hefur tekizt á hendur. Stúlkan með allt rósaverkið heitir Jennifer Brain og er 19 ára gömul. Hún átti sjálf hugmyndina að útflúrinu, sem er útfært í fjórum litum, rauðu, bláu, grænu og svartu. Jennifer var 16 ára, þegar hún fékk fyrstu myndina og nú hefur hún 9 mismunandi myndir um líkamann. Danska konungsfjölskyldan í innilegum samræðum . við kaffiborð. Mynd, sem jarlinn tók. DROTTNINGAR- MENN Ljósmyndararstanda sig vel, þegar prinsessur og ríkis- arfar eru annars- vegar. Ef til vill fá Danir einn slíkan drottningarmann. Íi« wmm. Fatrichfield jarl, margmilljóneri og ljósmyndari. Margrét prinsessa og ríkisarfi. Ein af myndunum sem jarlinn tók. Verður l.jó§m^iidariuu drottningrarmaðnr. Það er nú orðin spennandi spurning fyrir Dani, hver verður eiginmaður Margrétar prinsessu og ríkisarfa. Dönsk lög kveða ekki á um það, að maki hennar skuli vera af konungakyni, heldur er miðað við, að þjóðin, stjórnarvöldin og konungur- inn sé samþykkur. Og svo þurfa nú líklega hjónaefnin sjálf að vera samþykk og það er ekki minnst um vert. Margrét er nú komin á þann aldur, að flestar jafnöldrur hennar eru gift- ar, en hún verður að fara varlega í þessu þýðingarmikla máli. Hún hefur að vísu verið orðuð við tvo eða þrjá menn, en sá orðrómur virðist hafa verið haldlaus. En nú er talsvert talað um það meðal kunnugra, að Margrét hafi fundið sinn útvalda og það vill svo vel til að hann hefur blátt blóð í æðum; er sem sagt af fínum, brezkum aðalsættum, lord, margmilljóneri og ljósmyndari að „atvinnu". Hann heit- ir Patrick og er jarl af Lichfield. Hann er í kunningskap við dönsku kóngsfamilíuna, vegna þess að móðir hans giftist dönsk- um prinsi, sem Georg heitir. Þegar dönsku prinsessurnar hafa verið í London, þá hafa þær búið hjá þessu fólki og þar hafa þær kynnzt ljósmyndajarlinum. Hann er annars talinn efnileg- um ungur maður, en hvort hann er snillingur á borð við Arm- strong Jónsson í ljósmyndun, er ekki vitað ennþá. En hann var að minnsta kosti fenginn yfir til Kaupmannahafnar til að taka prívat myndir fyrir dönsku konungsfjðlskylduna, en það hefur nú kannske átt annan tilgang. Þá tók hann m.a. margar mynd- ir af Margréti ríkisarfa. Orðrómurinn hefur fengið byr undir báða vængi, vegna þess að það var allt í einu drifið í því að gera upp svokallað Krist- jáns IX Palé, rókókóálmu í Amalienborgarhöll og þar á Mar- grét að búa — til að byrja með ásamt Benediktu systur sinni. Það heitir svo að hún eigi að vera þar til húsa hjá systur sinni, en Danir vita nú betur. STJÚRNMALAMENN Saliiis<‘i* snýr sér að leiklist Pierre Salinger blaðafulltrúi Kennedys, hefur, síðan dauða forsetans bar að hönd- um, ekki verið fyllilega ákveðinn í, hvað hann eigi að taka sér fyrir hendur. Nú hefur leiklistin orðið ofan á, og í haust er væntanleg gamanmynd með honum og Doris Day í aðalhlutverkum. í æsku var Salinger undrabarn í píanóleik, en seinna sneri hann sér að blaðamennsku. Þegar John Kennedy þurfti á aðstoðarmanni að halda í kosningabaráttunni 1960, var Salinger ráðinn, og Þegar Kennedy varð forseti, var Salinger útnefndur sem blaða- fulitrúi Hvita hússins. Eftir dauða Kennedys tóku máiin að breytast. Lyndon Johnson fann sér nýjan blaðafulltrúa og Salinger sneri sér að stjórnmálunum. Hann bauð sig fram til öldungadeildarinnar, en þrátt fyrir stór- sigur Johnsons, tapaði hann fyrir Gold- watersinnanum George Murphy. Eftir þennan ósigur var lengi hljótt um Saling- er. Síðan hefur hann unnið við blaða- mennsku og einnig skrifað dágóða bók um veru sína 1 Hvíta húsinu. Enginn veit, hvað fyrir honum vakir með því að ger- ast leikari, en allt bendir til þess, að hann hafi fullan hug á að vera með í næstu þingkosningum. Pierre Salinger. VIKAN 30. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.