Vikan

Tölublað

Vikan - 29.07.1965, Blaðsíða 21

Vikan - 29.07.1965, Blaðsíða 21
J. Paul Getty er aö öllum líkind- um auðugasti maður heimsins um þessar mundir. Hann var ein- staklega heppinn, þegar allskon- ar ævintýramenn voru að kaupa upp lendur í Texas og bora þar eftir olíu. Getty var einn af þeim. Hann var orðinn auðugur olíu- kóngur 21 árs og milljóneri í doll- urum varð hann 23 ára. Nú á hann heilan flota af olíuskipum og enginn veit, hversu margar billjónir hann á. J. Paul Getty býr í gamalli höll í Englandi og stjórnar fyrirtækjum sínum það- an. Hann vinnur mjög mikið en jafnframt því hefur hann gefið sér tíma til að mennta sig svo hann er á mörgum sviðum prýði- lega vel að sér. Hann er ágæt- lega ritfær og hefur ritað greinar í amerísk blöð og einnig hefur hann aflað sér staðgóðrar þekk- ingar á myndlist þar sem hann er ötull safnari verðmætra lista- verka. Hann fær um 2000 bréf á dag, sem flest eru einhvers- konar peningakvabb. IGA BAGT Eftii* «1. Paul Cetty sem talinn er auðugasti maður heimsins til varnar. Ég skal játa að ég er ekki féflettur kerfisbund- ið, en sum veitingahús senda mér þó hærri reikninga en þokkalegt má teljast, og hið sama gera nokkur hótel og einstaka læknir. Þegar slíkt kemur fyrir, strika ég einfaldlega hlutað- eigandi stað eða sérfræðing út af listanum hjá mér. Það er engan veginn auðvelt að gera ráð fyrir öllum þeim óþægindum, sem ég verð að þola út af allskonar smámunum í sambandi við peninga. Tökum til dæmis sjálfsafgreiðslusím- ann, sem ég hafði á sveitasetri mínu í Englandi til afnota fyrir gesti mína. Þegar ég dvel hjá vinum og þarf að hringja á fjarlægan stað, geri ég það úr sjálfsafgreiðslusíma í næstu borg eða þorpi. Ég lét hinsvegar leggja sjálfsaf- greiðslusímann inn hjá mér í þeim tilgangi að gera gestum mínum þægilegra fyrir um símtöl. Og þar eð um sjálfsafgreiðslusíma var að ræða, þurftu gestirnir ekki að hafa fyrir því að bjóða borgun eftirá. En samt sem áður yarð árangur- inn hellingur af bréfum og skrípamyndum. Ef milljónari verður að gæta sin vel fyrir fólki, sem hangir í honum til að hafa af honum fé á einn eða annan hátt, verður hann ekki síð- ur að viðhafa fyllstu varkárni i skiptum við kvenfólk. Einmitt á þeim vettvangi verður rtki maðurinn að þola óumræðilegar pínslir fyrir það að vera ríkur. Ef hann skilur, verður hann að þola slíka meðferð, að tilhugsunin ein hræð- ir margan ríkan mann frá því að kvænast. Þótt flestir gangi nú út frá því, að einn milljónari eigi ekki að greiða meira fyrir máltíð, hótel- herbergi eða læknishjálp en hver annar maður, er allt aðra sögu að segja ef hann skilur við konu sína. Auðugar fjölskyldur, sem safnað hafa fé af ráðdeild í margar kynslóðir og fest það í fyrirtækjum alþjóð til nytsemdar, hafa farið á hausinn vegna tillitslausra dóma i skilnaðarmál- um. Hver einasti milljónari, sem á annað borð kvænist, er mögulegt fórnardýr. Konan hans þarf ekki endilega að vera einn þessara venju- legu gullgrafara, en ef til skilnaðar kemur, er samt vel hugsanlegt að hún fyllist sjúklegri ákefð í að hafa eins mikið út úr eiginmannin- um og framast er mögulegt, annaðhvort til að auðmýkja hann eða í hefndarskyni. Og ekki stendur á lögfræðingunum að espa þær í ósvifn- inni. Allir þekkjum við konur, sem gera lífið óþol- andi fyrir eiginmenn sína, þótt erfitt kunni að reynast að sanna það fyrir rétti. Að mínum dómi nær það engri átt, að slíkar konur skuli geta fengið sér dæmdar margar milljónir doll- ara fyrir það eitt, að hafa lent ( þeim ósköpum að giftist margmilljónara. Og út yfir tekur, að þeim mun meiri eyðsluhítir sem þær hafa verið i hjónabandinu, þeim mun meiri fjárkröfur skuli þær geta gert á hendur eiginmanninum við skiln- aðinn, á þeim forsendum að þær þurfi að búa við svipuð kjör og þær hafi vanist. Mér finnst það líka furðulegt, að kona skuli geta gert kröf- ur til gífurlegra upphæða af þvi fé, sem skap- andi gáfur eiginmannsins hafa dregið í búið, án hennar hjálpar. Flest ríkt fólk, sem lent hefur ( skilnaðarmál- um, hefur farið illa út úr þeim, og sennilega er það þessvegna að svo margir milljónamær- ingar kvænast sæmilega fjáðum konum og um- gangast aðallega fólk, sem er álíka ríkt og þeir sjálfir. Þá er minni hætta á því að stofnað sé til vandræða. Konur, sem kvæntar eru mönnum með venjulegar tekjur, græða yfirleitt ekkert á skilnaði. Séu þær giftar milljónurum, hafa þær hinsvegar mikið að vinna á þeim vettvangi. Nú spyrjið þið kannski: Fyrst öll þessi vand- ræði eru fyrir hehdi, hversvegna [ ósköpunum Framhald á bls. 31. VIKAN 30. tW. 21

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.