Vikan

Tölublað

Vikan - 29.07.1965, Blaðsíða 5

Vikan - 29.07.1965, Blaðsíða 5
 \ :.p;v' .' - • : ' ' - . ■ Fjórir ungir menn kynna pop - list á Isiandi Myndir frá sýningu í Ásmundarsal. LJOSM.: PETUR O. ÞORSTEINSSON. staöar er tekið á móti þvi með heilagri vandlætingu og höfuðhristingum eins og vera ber. Pop er farið að breytast talsvert frá þvi sem fyrst var i Banda- rikjunum og það er orðið meira um málverk i því en hreinan samsetning eða samröðun hluta eða klipp- mynda. Engum dettur i hug, að það verði langlift, en eins og allar róttækar stefnur, hlýtur það að hafa einhver áhrif á þróun myndlistarinnar og ef til vill verður það til þess að áhugi listamanna beinist meir að fígúratívum viðfangsefnum. Fjórir ungir menn hafa fengið köllun til að kynna pop-list fyrir íslendingum og borið saman við sams- konar sýningar, sem við höfum séð í útlandinu, þá var þessi sýning þeirra nálægt meðallaginu. Sýningargestir gengu um glottandi, en einstaka höfðu i frammi höfuðhristingar, fullvissir um það, að nú væri myndlistin endanlega fyrir bi. Þessir frumkvöðlar í pop-list heita Jón Gunnar Árnason, Hreinn Friðfinnsson, Sigurjón Jóhannsson og Haukur |t Ásmundarsal. Sigurjón, Hreinn °g Jón Gunnar ásamt verkum sínum, frá vinstri: í„Spírall“ „Svo er margt innið sem skinnið“, „f heimsókn hjá Jóni Gunnari“, *„Element skúlptúr“ og Dýrðlega veröld“. Það er ekki allt sem sýnist. Jón Gunnar stendur á bak við „Herra Guðmund“, rafknúið verk og ný- stárlegt. Sturluson. Hann gat lítið verið við sýninguna eftir að síldin fór að veiðast, en lét hina þrjá um það. Þegar inn var komið i Ás- mundarsal, bar mest á stykki eftir Jón Gunnar, sem i sýningar- skránni bar nafnið Jónophone, enda er þetta hljóðfæri, sem sýn- ingargestir máttu leika á eftir vild. Atii Heimir Sveinsson átti inigmyndina að nafninu og hefur lofað, eftir því sem Jón Gunnar sagði, að kompónera tónverk á það. Þarna voru líka nokkrar fallegar eirmyndir eftir Jón Gunnar, og höfðu tvær þeirra selzt. Sigurjón átti þarna einnig mynd i þremur lilutum saman- setta úr ýmsum merkilegum hlutum, svo sem blaðaúrklippum úr Vouge og öðrum menningar- ritum, hjólbörðum og skrúfum og nöglum. Þegar komið var i efri salinn, bar ýmislegt undar- legt fyrir augu. Það sem bar einna mest á, þegar komið var upp, var heljarmikil samsetning úr járni og alúmini, sem hékk á einum veggnum, Þetta marg- samanslungna verk bar nafnið: Framhald á bls. 39. Að ofan: Jónophome. Höfundur- inn, Jón Gunnar, stendur hjá. „Brotin hurð ber nafnið“ í heim- sókn hjá Jóni Gunnari. Höfund- urinn tþ.e.a.s. höfundurinn að götunum á hurðinni) Hreinn Friðriksson sést í gegnum eitt gatið.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.