Vikan - 16.09.1965, Blaðsíða 4
MINNISSTÆÐAST
ÞEGAR HÚN SÖNG FYRIR
EANGANA
— Það var eitt sinn árið 1941, að mamma hitti
Bjarna Böðvarsson, þegar hún var að fara út
með ruslafötuna. Þau fóru eitthvað að rabba
saman, og hún spurði hann, hvort hann vildi
ekki prófa mig og athuga, hvort ég hefði nokkra
rödd. Hann gerði það og árangurinn varð sá,
að hann réði mig sem söngkonu með hljóm-
sveit sinni. Það er eiginlega hægt að segja, að
þannig hafi minn söngferill byrjað, þá var ég
fimmtán ára, sagði Guðrún A. Símonar, óperu-
söngkona. Hún býr á heimili stjúpföður síns, og
móður, þeirra Agústu Pálsdóttur og Ludvigs C.
Magnússsonar, og þar hitti ég hana. Hún er til
þess að gera nýflutt frá Bandaríkjunum, þar
sem hún hefur dvalizt um margra ára skeið,
hún segist eiga eftir að koma sér fyrir hér heima.
Við tókum tal saman, fyrst um daginn og veg-
inn, en síðan um söngferil Guðrúnar. Hún sagði:
— Foreldrum mínum þótti báðum gaman af
söng, en í fyrstu virtist ég ekki hafa erft það
frá þeim. Mér leiddist söngur, hreint og bein!
leiddist hann. Ég nennti aldrei í neina kóra og
hafði alls enga hugmynd um, að ég hefði nokkra
rödd. En þegar ég var fimmtán ára, komst ég
yfir texta af vinsælli dægurflugu, sem hét ,,My
own". Ég fór að raula þetta að gamni mínu,
og þá skeði það skrýtna, að ég komst alltaf
hærra og hærra. Þá fyrst fékk ég áhugann.
— Hvað söngstu lengi með Bjarna Böðvars-
syni?
— Þar tl 1944. Þá langaði stjúpa minn og
móður, til að ég færi að syngja eitthvað klass-
ískt og þau komu mér í samband við Sigurð
Birkis. Hann kom mér inn á svið klassískrar tón-
listar, og við hana hef ég loðað síðan. Um þess-
ar mundir hélt ég tíu konserta án þess að hafa
lært nokkuð að ráði. Til dæmis söng ég aríur
úr ,,La Boheme" og „Madame Butterfly" og var
ekki vitund taugaóstyrk. Það er svona, þegar
fólk hefur ekkert lært, finnst því það geta allt.
Sjáðu nú til dæmis Bítlana, ekkert hafa þeir
lært og eru líka alveg kaldir og rólegir. Ef þeir
yrðu skólaðir upp, er ég viss um, að þeim
mundi líða miklu verr á sviðinu.
— Og svo hefur þú farið utan.
— Já, ég fór til Bretlands og lærði við Guild-
hall School of Music and Drama. Ég hefði ekki
haft efni á því að fara út á þessa braut, ef ég
hefði ekki notið stuðnings og skilnings stjúp-
föður míns, sem hefur verið mín stoð og stytta
alla tíð. Ég tók ýmsar námsgreinar, en var ekki
sem ánægðust með söngkennsluna, svo að ég
fór ! aukatíma til Lorenzo Medea, og hjá hon-
um lærði ég ! nokkur ár. Árið 1949 skipti ég
um skóla og fór að læra í The English Opera
Studio, en hafði alltaf sama söngkennara. Nátt-
úrlega skrapp maður heim svona við og við
og hélt konserta. Þegar Þjóðleikhúsið var opn-
að árið 1950 bauð Þjóðleikhússtjóri mér að
halda þar konsert. Ég var sem sagt fyrsti lista-
maðurinn til að halda þar konsert. Árið 1952
kom ég aftur heim og söng þá hlutverk Rósa-
lindu í Leðurblökunni eftir Jóhann Strauss og
dvaldist svo hér fram eftir vetri.
En um þessar mundir fannst mér ég vera
farin að standa í stað, og vildi þess vegna
fara að skipta um kennara. Kennari mnn, Medea,
skrifaði þá til Renötu Tebaldi og spurði hana,
hver hefði verið kennari hennar. Tebaldi svaraði
um hæl og sagði, að það hefði verið Carmen
Melis, en hún var um skeið mjög fræg ítölsk
primadonna og ! miklu uppáhaldi hjá Puccini.
Medea skrifaði síðan til Melis og bað hana um
að taka mig og hún féllst á það. 1953 fór ég
til Ítalíu til að læra hjá henni, og ég lærði líka
margt. Melis var sórglæsileg kona, þótt hún væri
komin undir sextugt, og hún var afbragðskenn-
ari. Hún kenndi mér til dæmis hlutverk Mimi i
La Boheme, Marguerite í Faust og Desdemona í
Othello. En ég var skemur en skyldi hjá henni,
því að hún veiktist og hætti kennslu um þetta
leyti. Ég hélt nú samt svolftið áfram hjá undir-
leikara hennar, Pastorino, sem -nú er vel lát-
inn söngkennari í Milano. Síðan var ég nokkra
mánuði hjá Pinu Minonzio, en hún var á sínum
tíma mjög góð söngkona. Snemma árs 1954
fór ég svo heim aftur.
— Þú hefur þá verið nokkurn veginn útlærð?
— Við skulum segja, að ég hafi verið komin
vel á veg með það. Annars er maður aldrei
útlærður, því að alltaf fær maður ný viðfangs-
efni til að glíma við. Eftir að ég kom frá Ítalíu,
var ég hér á landi um tíma, en um haustið
1954 fór ég í mánaðar tónleikaferð til Noregs
og Danmerkur. Ég hafði mikla ánægju af þess-
ari ferð og fékk ágætis viðtökur. Ég söng aðal-
lega aríur eftir Puccini og Verdi, einnig lög
eftir Brahms og Smetana.
— En hefur þú ekki kynnt eitthvað af íslenzk-
um lögum erlendis?
— Jú, ég hef sko ekki svikizt um að kynna
íslenzk lög. Ég hef sungið þau víða á ferðum
mínum, en fólk tekur þeim misjafnlega. Sum-
um finnst gaman af þeim, en öðrum ekki. Ann-
ars hef ég sungið lög frá ýmsum löndum á
ýmsum tungumálum meira að segja á rússnesku.
Ég hef alltaf lagt mikla rækt vð hljóðfræði, hún
er nauðsynleg bæði fyrir söngvara og aðra,
sem ætla sér að læra érlend mál.
Eftir hljómleikaferðina til Noregs og Dan-
merkur kom ég svo hem aftur til að syngja
aðalkvenhlutverkið Santuzza í óperunni Caval-
leria Rusticana. Árið eftir var óperan La Boheme
sett á svið í Þjóðlekhúsinu á vegum Félags ís-
lenzkra einsöngvara og Tónlistarfélagsins. Þar
söng ég hlutverk Mimi. Það voru aðallega ung-
ir söngvarar, sem fluttu þetta, Þuríður Páls-
dóttir, Guðmundur Jónsson, Magnús Jónsson,
Kristinn Hallsson, Jón Sigurbjörnsson og ég. Mér
fannst alveg sérstaklega skemmtilegt að syngja
I þessari óperu, meðal okkar ríkti svo skemmti-
Framhald á bls. 39.
£ VIKAN 37. tbl.