Vikan

Tölublað

Vikan - 16.09.1965, Blaðsíða 21

Vikan - 16.09.1965, Blaðsíða 21
— Vertu varkár gagnvart þessum stúlkum. Þegar þær komast efst i stigann, fellur þú niður. Fyrstu tónarnir bárust frá fiðlunni. Konungurinn reis á fætur, hneigði sig fyrir drottningunni og opnaði dansleikinn með Madame de Monte- span. Angehque gekk íram tiJ að taka sinn stað í röðinni. Bak við veggteppið tísti hláturinn í litla dverginum. 12. KAFLI Konungurinn var svo ákafur i að hefja orrustuna, að hann lét setja upp herbúðir í garðinum í Saint-Germain. Tjöldin voru mjög falleg. Lauzun — hann hafði aftur unnið sína fyrri hylli — hafði þrjú tjöld úr rauðu silki, og þar tók hann á móti konunginum með mikilli veizlu. í Fontainebleau, en þangað fór hirðin næst, sat herinn, svo hefðar- frúrnar gátu notið hersýninganna, sem konunginum þótti svo gaman að efna til, og sýna þar með aga hersins. La Violette var að fægja stálbrynju húsbónda síns, fremur til prýði en af nauðsyn. Tjald marskálksins hafði kostað 2000 livres, og hann þurfti tvö múldýr undir farangurinn sinn. Hermennirnir í hans per- sónulegu herdeild voru í þvottaskinnskápum, af sömu þykkt og silfur- peningur, með gyllt belti og í gullbrydduðum dádýraskinnsbuxum. AUs staðar ríkti hernaðarandi. Lýðurinn æpti, þegar konungurinn gekk eftir bökkum Signu: — Hæ kóngsi, hvenær ætlarðu að leiða okkur i almennilegt strið? Þessi hróp náðu eyrum hins unga konungs, sem andaði að sér frægðarljómanum úr öllum áttum. Aðeins stríðið eitt ber hina réttu frægð í sér. Vopnaður sigur er alltaf nauðsynlegur, til að fullgera ljóma hvers konungs. Stríðið kom eftir sjö ára frið. Það vakti með öllum, frá konunginum til prinsanna, frá aðalsmönnunum til glæpalýðsins, hinn eilífa Þorsta mannkynsins í sigur yfir öðrum. Ævintýraþráin vaknaði. (Miðstétt- irnar, listamennirnir og bændurnir, voru ekki spurðar ráða, þvi búast mátti við, að þær væru á annarri skoðun). Fyrir þá bjóð, sem leggur i stríð, boðar það sigur, auðæfi, og duldar óskir um að losna undan óbærilegum þrældómi. Þjóðin treysti konunginum. Hún hafði engar taugar, hvorki til Spánverja eða Breta, Hollendinga eða Svía, né held- ur prinsa keisara*SB)»isins. Þetta virtist heppilegur tími fyrir Frakkland til að sanna Evrópu, að Frakkar væru mesta þjóð í heimi og myndu ekki framar taka við skipunum, heldur gefa þær. Því miður var engin góð afsökun til fyrir stríði, en Lúðvík XIV fól sagnfræðingum sínum það verkefni að finna eitthvert tilefni, annað- hvort í stjórnmálum nútímans eða fortíðinni. Eftir nokkra rannsókn komust þeir að því að Marie-Thérése drottning, dóttir Philips af Spáni af fyrsta hjónabandi, hefði fullan erfðarétt til Niðurlanda, fram yfir Charles II, son Philips af öðru hjónabandi. Spánn svaraði því til, að þessi réttur væri eingöngu byggður á þeim lögum Niðurlanda, sem gáfu börnum af fyrsta hjónabandi allan rétt fram yfir börn seinni hjónabanda. Þar sem lög Spánar voru æðri þess- um hjáleigulögum, og engin slik klásúJa var i erfðalögum Spánar, væri ekki hægt að halda fram rétti þessarra laga. Spánn benti einnig á, að með Því að ganga að eiga konung Frakka, hefði Marie-Thérése fyrirgert öllum rétti sínum til landa Spánar. Frakkland sagði, aö þar sem Spánn hefði ekki ennþá borgað fimm hundruð þúsund écus, sem þjóðin skuldaði konungi Frakka samkvæmt Pyreneasáttmálanum, en þessi upphæð var heimanmundur Mariu- Théresu, gæti Frakkland heldur ekki staðið við þær skuldbindingar, sem gerðar hefðu verið varðandi hjónabandiS. Spánn svaraði enn að heimanmundurinn hefði ekki verið borgaður vegna þess, að heimanmundurinn, sem átti að íylgja dóttur Hinriks IV, þegar hún varð drottning Spánverja 1621, hefði enn ekki verið goldinn af hálfu Frakka. Þegar hér var komið sögu, stöðvaði Frakkland frekari sögurannsókn samkvæmt þeirri reglu, að bezta minnið i stjórnmálum sé það, sem ekki nær of langt. Herinn lagði af stað til að leggja Niðurlönd undir sig, og hirðin fylgdi eftir í skemmtiferð. Það var vor, votviðrasamt vor að visu, en samt rétti tíminn til flestra athafna, einnig hinna herskáu. Jafnmargir vagnar og kerrur fylgdu hernum og herinn taldi fallbyssur og farangursvagna. Lúðvík XIV vildi láta lýsa drottninguna, erfingja borgríkjanna í Picardy, þjóðhöfðingja i hverri sigraðri borg. Hann langaði einnig til að varpa ljóma í augu íbúanna, sem í meira en öld höfðu lotið litlausu einveldi Spánar. Þar að auki ætlaði hann að sauma að hollenzkum iðnaði, en kaupskipafloti hans réði á höfunum og sigldi ótrauður alla leið til Súmötru og Jövu, meðan franski kaupskipaflotinn, sem var orðinn bókstaflega að engu, gat hvergi fylgt eftir. Til þess að gefa spænskum skipamiðlurum tíma til að útbúa skipin varð að lama Hol- land. Lúðvik XIV lét þetta ekki uppskátt. Það var leyndarmál milli hans og Colberts. Undir ofsaregni siluðust vagnarnir, kerrurnar og lausu hestarnir eftir veginum, sem herinn hafði breytt i leðjulæki. AngeJique deildi vagni með Mademoiseile de Montpensier, en hún hafði notið vináttu hennar, siðan Lauzun var hleypt út úr Bastillunni. Við krossgötur einar stöðvuðust þær við vagn, sem þar hafði oltið. Þeim var sagt, að þetta væri vagn einnar af hirðmeyjum drottningarinnar. Þær komu auga á Madame de Montespan, sem sat á vegarbrúninni og veifaði. — Komdu með okkur, það er nóg rúm. Athénais iyfti pilsunum og stökk milli pollanna upp í vagninn og skellihló. — Ég hef aldrei séð neitt svona hlægilegt, sagði hún. — De Lauzun með hárið í hattinum! Konungurinn hefur látið hann ríða úti í rign- ingunni í tvær klukkustundir, og hárkollan hans var orðin svo renn- blaut ,að hann varð að taka hana af sér. — Það er hræðilegt, hrópaði Grande Mademoiselle —¦ hann fær kvef. Hún gaf eklinum skipun um að herða á hestinum. Þegar þær komu fyrir næstu beygju, náðu þær vagni konungsins. Og þarna sat Lauzun á hestinum, niðurpíptur eins og drukknaður spörfugl. Grande Made- moiselle kom honum til hjálpar með móðurlegri röddu: — Frændi, eigið þér engar tilfinningar? Ætlið þér að láta þennan vesalings aðalsmann fá lungnabólgu? Ef þér eigið ekki vorkunn til sjálfur, reynið þá að minnsta kosti að hugsa til Þess, hve mjög þér mynduð tapa, ef Þér misstuð Þennan trygga Þegn. Konungurinn sneri ekki einu sinni höfði sinu, heldur starði frsum fyrir sig, gegnum gullskreyttan svartviðarkíki sinn. ? IKAK 37. tkl. 21

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.