Vikan

Tölublað

Vikan - 16.09.1965, Blaðsíða 18

Vikan - 16.09.1965, Blaðsíða 18
18 Feröin jafnaðist Á viö geimskot hafa fullkomna vakt yfir hest- unum eða líta bara til þeirra á hálmtíma fresti. ÞaS var nú eig- inlega mín sök, að síðari kostur- inn var tekinn, og það kom okk- ur í koll. Þegar ég fór að gaeta að hestunum klukkan fimm um morguninn só ég, að þrír þeirra voru horfnir. Ég brá skjótt við og lét félaga mína vita. Það þýddi ekkert að hefja leit strax, því að það var blásvartaþoka og við sáum varla handa okkar skil. Um hádegisbilið lögðum við Sverrir og Ármann af stað til að leita, þótt ég þættist vita, að þetta reyndist vonlaust verk. Við komumst brótt á slóð hest- anna, og okkur sýndist hún vera nýleg og við héldum, að við mundum ná þeim innan skamms. Síðdegis sneri ég við, en hinir héldu ófram allt til kvölds og röktu slóðina inn að Kreppu og urðu að gefast upp við svo bú- ið. Þetta óhapp olli okkur eins og hálfs dags töf og þarna missti ég tvo beztu reiðhestana mína. — Fór ekki heldur að þyngi- ast á ykkur brúnin við þetta ó- happ? — Nei, nei, blessuð vertu, við vorum alltaf jafnkátir og léttír og við ætluðum okkur á leiðar- enda, hvað sem það kostaði. Það var náttúrlega bagalegt, að missa hestana, sérstaklega kom það niður á þeim hestum, sem eftir voru, því að í svona ferð eru fimm hestar á mann algjört lágmark. Þegar þeir garparnir Sverrir og Ármann komu aftur úr eftirleitinni, fengum við að vita, að brúna yfir Jökulsá á Fjöllum hefði tekið af. Þetta var nú ekki beinlínis þægilegt fyrir okkur, þar sem við höfðum ætlað yfir hana næsta dag. Það var því ekki annað að gera en fara hjálparlaust yfir ána og nú reið ó að finna stað heppilegan tilJ yfirferðar, en hann virtist vandH fundinn. Við riðum að upptök- um árinnar, hún var ófögur á að líta, það var mjög heitt í veðri og var hún þess vegna mjög vatnsmikil. Það fór hálfgerður hrollur um mig, þegar ég hugs- aði um að þurfa að leggja út í hana, því að mér fannst hún minna mig ó sjálft úthafið. En hvað um það, við lögðum út í ána og komumst yfir slysalaust. Reyndar þurfti Gunnar að fara á hrokasund til þess að snúa VIKAN 37. tW. við tveim tryppum, sem tóku sig úr hópnum og aetluðu aust- ur yfir aftur, þeim hefur líklega ekki litizt vel á blikuna blessuð- um skepnunum. Gunnari tókst að ná hrossunum aftur, og hann stóð sig eins og hetja þá sem endranær, og þegar hann var þarna úti í ánni, fannst mér hann minna mig á klett, sem stendur upp úr hafinu. Hann er svo mikill öðlingur hann Gunnar, þótt hann gangi ekki eins og klukka. í allt held ég að við höfum sullazt þarna í vatni hátt ó fjórða tíma og vorum blautir og lítt frýnilegir, þegar þessu var lokið. Síðan riðum við með- fram horni Vatnaiökuls og okkur þótti dásamlegt að fá kalda loft- ið af iöklinum, svei mér þá, ég held að það hafi gefið lítið eft- ir góðri hestaskól. Klukkan fimm um morguninn komum við að vötnum, sem ég vil kalla Efri Gæsavötn. Þar reistum við nú tjöld okkar og tjóðruðum hestana og þarna höfðu þeir smágrasrytiur til að narta í. Síð- an skreiddumst við inn í tjöld- in og sofnuðum sveifni hinna réttlátu allir nema Gunnar, sem gætti hestanna. Klukkan átta um morguninn lögðum við svo aft- ur af stað og vorum heldur þung- ir undir árum. Eins og ég sagði áðan hafði smiörið okkar eyði- lagzt, en feitmeti er mikils virði í svona ferðum. Eftir tvo tíma komum við svo að hinum raun- verulegu Gæsavötnum. Balarnir þar í kring eru eins og vel rak- aðar gærur og það var miög gott fyrir blessaðar skepnurnar okkar. Upphaflega var nú ætlunin að fara í gegn um Vonarskarð, en þegar til kom voru hestarnir svo sórir að okkurþótti það ekki ráð- legt og héldum þess vegna á- fram inn í Jökuldal. Jökuldalur er oft kallaður Nýi Dalur og fólk segir, að þar sé mjög veðursælt, en ég vil nú frekar halda mér við gamla nafnið og verð að segja að okkur þótti lítið til dalsins koma, hann er bæði kaldur og hrjóstrugur og sagn- irnar um veðursældina eru eins og hverjar aðrar þjóðsögur. Okk- ur leizt sem sagt svo illa á dal- inn, að við reistum tjöld okkar utar. En allt í einu kom góður gestur akandi inn úr dalnum. Þetta var ferðalangur, sem færði okkur að gjöf koníakspela. Hann veitti af ónægju og með virðingu fyrir hestamenningu og þióð- menningu, sem er að glæðast yfir nú f dag. Við þógum pelann og geymdum hann, en fengum okkur vel að borða og svifum síðan inn í draumalandið, á- nægðir og úrvindaaf þreytu. Mér bró heldur en ekki ( brún, þeg- ar ég vaknaði og só að klukk- an var langt gengin í eitt, við höfðum þá sofið í um það bil Framhald á bls. 52. 1 +** "%. Ármann aS snæðingi. Ármann og Gunnar laga undir. I

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.