Vikan

Tölublað

Vikan - 16.09.1965, Blaðsíða 36

Vikan - 16.09.1965, Blaðsíða 36
heimsótti hann á hverjum degi. Ines braut annan handlegginn, einmitt þann sem Tullio hafði verið að strjúka, og gekk með hendi í fatla í meira en mánuð. Hvað nýja bíl- inn varðar, er bezt að minnast sem minnst á hann. ég sel hann sem brotajárn, einhvern næstu daga. En ég sagði Frontini lækni frá öllu saman. Hann er mjög greindur, ungur læknir og stundaði Tullio. Vitið þið hvað hann sagði? ... — I undirvitundinni vilduð þér eyði- leggja bílinn, sem kom upp á milli ykkar Ines, þér vilduð deyða vin yðar, vegna þess að þér voruð af- brýðisamur. Yður sjólfan vilduð þér taka af lífi í örvæntingu út af þvl að súlkan elskaði yður ekki leng- ur og að lokum að hegna henni fyr- ir ótrúmennskuna . . . — En hvað er undirvitund? — Það sem við vitum ekki um okkur sjólf . . . — Það getur verið. En ég ætlaði einfaldlega að aka fram úr öðrum bíl, en tókst það ekki. Það er allt og sumt... Eftir slysið er ég steinhættur að aka bíl, og við Ines erum trúlofuð. Og Tullio? — Já, við Tullio erum jafn góðir vinir og áður . . . grúði af eyrarrós, sem er fallegasta blóm, sem ég þekki. Ég fyllti alla vasa mína af eyrarrósum og mér fannst sem ég bæri tugi blómarósa úr Islandsbyggðum í vösum mínum, en því miður veittist mér ekki lengi sú dýrð að halda þeim lifandi, því að það var eins og þær kynnu ekki að fullu við sig í vösum mínum, og þær fölnuðu brátt. Við héldum ó- fram ferðinni og komum að Arnar- felli hinu mikla, þar er dásamlega fallegt og þar svöluðum við þorsta okkar á vatni úr tærum lindum. Þetta voru sannkallaðar guðaveigar, sem lífguðu sálaryl án þess, að við í Nauthaga, og sögðu, að þarna væri ég lifandi kominn, að þeysa fram hjá grösugu haglendi til þess að komast á þennan ömurlega stað. Mér fannst þetta minna mig mikið á söguna um þrælinn, sem sagði við Ingólf Arnarson: Til lítils fór- um við um blómleg héruð til að byggja hér útnes eitt". En ég þóttist vita, að þetta væri ekki Nauthagi og fékk því ráðið að ferðinni var haldið áfram og loks komum við I Nauthaga og hann olli okkur eng- um vonbrigðurri, síður en svo, þarna var meira að segja girðing og gróð- urinn sérstaklega gróskumikilll. Þá r heima og heíman BADEDAS-VITAMíNBAÐ »J* Þeir sem einu sinni notci BADEDAS í baðið (eða Shampo) vilja ekkert annað. •ý* Einn þekktasti héraðslæknir- inn segir orðrétt í bréfi til umboðsmanns BADEDAS: „Eitt mitt fyrsta verk eftir erfiðan dag er a8 taka mér BADEDAS-bað". •^ BADEDAS er mest selda bcið- efni Evrópu í ckig. ý* UMBOÐSMAÐUR: H. A. TULINIUS, HEILDVERZLUN Austurstræti 14. J Ferðin jafnaðist á viS geimskot Frarahald af bls. 18. hálfan sólarhring. Við afréðum, að vera um kyrrt í tjöldunum um dag- inn, því að veðrið hafði versnað og við víldum líka hvíla hestana dálítið. Nú var koníakspelinn góði tekinn upp, og dagurinn leið í glaum og gleði, og við nutum þess heldur betur að hvíla okkur. Um kvöldið komu til okkar þrír áætlun- arbílar með heybagga og það kom sér vel fyrir okkur, því að hestarn- ir voru búnir að éta hvert einasta strá á eyrinni, sem þeir voru ¦ á. Daginn eftir héldum við svo áfram hressir og endurnærðir og eftir skamma ferð komum við að kvísl- um Þjórsár, en þær eru alveg ótelj- andi, engu síður en eyiarnar á Breiðafirði, hólarnir í Vatnsdal og vötnin á Arnarvatnsheiði. Það gekk nú svona stórslysalaust að komast yfir kvíslarnar, en þarna er mikil sandbleyta og erfitt yfirferðar. Ég veltist oft að baki meðan ó þessu stóð og einu sinni hélt ég að ég væri að syngia mitt síðasta vers og hrópaði: Guð í hæðum! um leið og ég kútveltist af baki, og þá var þeím félögum mínum nú skemmt, þeir blátt ófram veinuðu að hlátri, og síðan varð þetta við- kvæði hjó þeim, ef eitthvað blés á móti. Ég held að það hefði verið minni svipur yfir ferðinni, ef ég hefði ekki alltaf verið að detta af baki. Þegar við komum að Hofs- jökli varð ég nú heldur en ekki hrifinn, því að þarna úði allt og þyrftum að setja hinn sterka drykk út í. Enn var áfram haldið, leiðin var dósamlega fögur og við vorum alveg heillaðir af því, sem fyrir augun bar. Nú reið á að finna hent- ugan næsturstað og hafði ég mikla löngun til að komast í Nauthaga, því að ég þóttist viss um, að stað- ur sem kenndur væri við nautgripi hlyti að vera grösugur. Þeim félög- um mínum fannst alveg óþarfi að ana svona áfram, þeir sögðu að það væri ekkert víst, að mikill gróð- ur væri í Nauthaga, og við gætum alveg haft næturvist þar sem við vorum staddir, við Arnarfellsmúla, því að þar væri nóg beit fyrir hrossin. Ég sat nú samt við minn keip og ófram var haldið, þótt strákarnir væru sínöldrandi um þrjózkuna í mér. Um síðir komum við á stað, þar sem grasrytjur voru á strjálingi, og héldu þeir kump- ánarnr, að nú værum við komnir glaðnaði yfir okkur öllum og þó einkanlega hestunum, því að þarna gátu þeir étið fylli sína, enda veitti þeim ekki af. Þarna gistum við um nóttina, og um morguninn fengum við okkur vænt bað, við Ingólfur fórum í bergvatnsá, en hinir í heit- an pytt, okkur veitti svo sannarlega ekki af því að skola af okkur rykið og óhrenindin. Þennan dag fórum við yfir Blautukvísl, og þá voru flestar ár okkar að baki. Þá greip mig yndisleg tilfinning og mér komu í hug Ijóðlínur ástmagarins: enda skal ég úti liggja engin vættur grandar mér. Nú lá leið okkur í ótt til skíða- skólans í Kerlingarfjöllum, og þang- að komum við seint um kvöldið 27. iúlí. Þarna fengum við stór- kostlegustu móttökur, og allir keppt- ust við að gera okkur þann greiða, 52 VIKAN 37. tW.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.