Vikan

Tölublað

Vikan - 16.09.1965, Blaðsíða 32

Vikan - 16.09.1965, Blaðsíða 32
Útsölustaðir í Reykjavík: Gjafa- og Snyrtivörubúðin, Bankastræti 8, Hygea, Austurstræti 16, Sópuhúsið, Lækjargötu 2, Verzlunin Stella, Bankastræti 3, Hafnarfjörður: Apótek Hafnarfjarðar, Strandgötu 34, Akureyri: Vörusalan, Hafnarstræti. fslendingar voru kúgaðir til að játa árið 1281 má raunar svo að orði kveða að leifarnar af sjálf- stæði íslands séu orðnar slitur ein. Konungi hefur þá tekizt að ná undir sig æðsta dómsvaldi yf- ir málum íslendinga og sakleysi. Hann hefur með tilnefningu lög- réttumanna um hendur umboðs- manna sinna hér, náð úrslita- áhrifum á löggjafarvaldið. Og framkvæmdarvaldið, sem verið hafði að fornu í höndum goð- orðsmanna og höfðingja, hverf- ur að fullu í hendur konungs, og er haft með höndum af hirðstjór- um hans, sýslumönnum og valds- mönnum, sem margir voru út- lendir menn og aðrir misindis- og vandræðamenn, en allir eins hugar um að nota völd sín og aðstöðu sem féþúfu. Nei, þegar kemur fram yfir miðja 14. öld þykir konungi það vænlegt til makræðis í iands- stjórninni — og líklegt til ríf- legri tekna af landinu að selja það á leigu. Þetta varð geigvæn- legt óhapparáð íslendingum. Tók þá yfirgangur hirðstjóra að keyra mjög úr hófi og þeirra sem ein- hver konungleg umboð höfðu. Gerðist brátt óöld í landi með ránum, gripdeildum og mann- drápum, og smásakir hendar á lofti á hendur þeim mönnum, sem einhver efni áttu, enda um það eitt hugsað að hafa sem mest- an ábata af landinu. Þetta stjórn- arfar er baksvið Áshildarmýrar- fundar og ýmsir herfilegir at- burðir, er gerzt höfðu hin næstu ár og áratugi á undan, og skal það ekki rakið hér nánar, þó að ærin væru dæmi til, ef telja skyldi. IV Þegar Áshildarmýrarmenn hafa tekið upp Gamla sáttmála í bréf sitt, að undangengnu röksamlegu ávarpi, gera þeir grein fyrir sam- tökum þeim, sem þeir stofna til verndar réttindum sínum og al- mennum rétti landsmanna og réttaröryggi, og er það hin eigin- lega Áshildarmýrarsamþykkt. Er hún svo gagnmerkilegt skjal, að vel þykir hlýða að rifja hana upp fyrir núlifandi mönnum, ásamt nöfnum þeirra skörunga, er hana sömdu og undirrituðu með nöfn- um sínum og innsigluðu. Um leið er eigi vert að gleyma þeirri á- hættu, sem þessir liðnu þjóð- frelsismenn, tóku sér á herðar, enda er þeim hún vel ljós. Nú farast þeim svo orð: „Nú fyrir þessa grein, að oss þykir eigi þessi sáttmáli svo hald- inn vera sem játað var, fyrir sakir lagaleysi, ofsóknar og grið- rofa, ómögulegar áreiðir og nóg- legra fjárupptekta og manna, sem nú gjört hefur verið um tíma í fyrrgreindri sýslu, Árnesi, og hér fyrir lögðum vér, greind- ir Árnesingar almennilega sam- komu á Áshildarmýri á Skeið- um eftir gömlum landsins vana, — því viljum vér með engu móti þessar óvenjur lengur þola, hafa né undir ganga. Item samtökum vér að hafa engann lénsmann, utan íslenzkan yfir greindu takmarki, Árnesi, og ríða eigi fjölmennari en við fimmta mann, því viljum vér gjarnan styrkja hann með lög og rétt konungdómsins vegna, þann sem það má með lögum hafa og landsins rétti vill fylgja. En ef sýslumaður hefur greinda sýslu, Árnes, þá ríði ekki fjöl- mennari en við tíunda mann, sem bók vottar. Item samtökum vér, að enginn maður í sögðu takmarki taki sér húsbónda utan sveitar, þó þeir búi á annarra manna jörðum. Item ef nokkur uppsteitur byrj- ast í vorri sveit, Árnesi, af utan- sveitarmönnum með nokkuru ó- rétt, hvort sem gert er við ung- um eða gömlum, ríkum eður fá- tækum, þá skulu allir skyldir eftir að fara þeim, er vanhlut gjörðu, og eigi fyrr við hann skiljast en sá hefur fulla sæmd, sem fyrir vanvirðingu varð. Kann svo til að bera, að hefndin verði meiri í eftirförinni en tilverkn- aðurinn, þá skulu allir skatt- bændur jafnmiklu betala. En þeir, sem minna eiga, gjaldi sem hreppstjórar gjöra ráð fyrir. Item skulu tveir menn vera til kjörnir í hrepp hverjum að skoða og fyrir að sjá, að þessi vor skip- an og samþykki sé haldin. Og ef til alþingis þarf að ríða sveitar- innar vegna, þá skal hver skatt- bóndi gjalda átta álnir í þing- toll, en þeir fjórar álnir, sem minna eiga, þeim (sem) kost skulu gjalda. Item viljum vér eigi hér hafa innan héraðs þann, er eigi fylgir vorum samtökum. Skulum vér eiga samkomu vora á Áshildar- mýri á Bartholomeusmessudag á haustið, en í annan tíma á vorið, þá er mánuður er af sumri, og koma þar allir forfallalaust. En hver sem eitt af þessum samtökum rýfur og áður hefur undirgengið, sekur þrem mörk- um, og taka innanhreppsmann til jafnaðar. Og til sanninda og fullrar sam- þykktar hér um setti Halldór Brynjólfsson, Páll Teitsson, Ólaf- ur Þorbjarnarson, Pétur Sveins- son, Gvendur Einarsson, Gísli Valdason, Ari Narfason, lögréttu- menn, og Jón Árnason, Sigurður Egilsson, Einar Hallson, Þorvarð- ur Jónsson, Þórður Sighvatsson, bændur í Árnesi, sín innsigli með fyrrgreindra lögréttumanna inn- siglum fyrir þetta samþykktar- bréf með almúgans samþykki leikra og lærðra, með jáyrði og handabandi“. V Vera má, að nútímamönnum sumum þyki ýmislegt böngulegt í orðfæri þessarar samþykktar. Hver öld hefur sitt hugsunarsvið, VIKAN 37. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.