Vikan

Tölublað

Vikan - 16.09.1965, Blaðsíða 17

Vikan - 16.09.1965, Blaðsíða 17
<J í Nauthaga. <i A8 neðan: Ármann, Gunnar, Ingólfur og Pétur. Pétur vi8 komuna til Reykjavíkur. O Pétur, Sverrir og Ármann í tjaldstaS. þarna f jarri öllum öðrum manna- byggðum. Daginn eftir fórum við um Brúaröræf i, þar sem gróð- ur og auðnir skiptast á. Klukk- an sex næsta morgun komum við að Kverká, sem við höfð- um óttazt allmjög og okkur létti stórlega, þegar við komumst að raun um, að hún rétt fyllti í kvið og varð okkur þess vegna enginn Þrándur í Götu. En því miður var ekki það sama að segia um Kreppu. Við höfðum frá upphafi gert ráð fyrir því, að hún yrði okkur ekki auðveld viðfangs, enda varð það orð að sönnu. Áin fellur mikið í gliúfrum, og er því erfið yfir- ferðar. Við rannsökuðum ána vel, riðum með henni hátt á þriðia tíma, og okkur fár nú ekki að lítast meir en svo á blik- una, því að okkur sýndist áin algiörlega ófær fyrir menn og klyfiaða hesta. Þá varð það okk- ur til happs, að við komum auga á göngubrú úr plönkum á bakk- anum og þótt hún væri síður en svo dvergsmíði, þá var eina ráð- ið fyrir okkur að setia hana upp á ána og til þess þurfti ná- kvæmlega fimm manna handtök. Nú leystum við allar klyfiarnar af hestunum og bárum allt drasl- ið yfir brúna, en við vorum al- veg lafhræddir, því að það hrikti í plönkunum og grátt og illilegt fliótið beljaði undir fótum okkar. Þegar við höfðum borið allt draslið yfir, var það eftir að koma hrossunum yfir ána. Eg var sendur yfir til þess að taka á móti þeim, en hinir ráku vesa- lings skepnurnar út í ólgandi vatnsflauminn. Ég hef alltaf staðið í þeirri sælu trú, að ég sé frór á fæti, en í þetta skipti missti ég alla hestana frá mér og þeir voru þotnir eitthvað út í buskann, óður en ég vissi mitt riúkandi ráð, blessaðar skepn- urnar hristust alveg og skulfu, og voru alveg óðar eftir baðið. Þetta fór samt allt vel, því að þeir Gunnar og Ármann náðu þeim svo aftur við Lindará. Um kvöldð komum við í Hvanna- lindir, og sáum að þar höfðu einhveriir komið á undan okkur og höfðu reist þar tjöld sín. Okk- ur langaði nú satt að segia, að gera vart við okkur og fá skemmtilegan félagsskap, en við vorum svo ósköp kurtesir og prúðir, að við héldum aftur af okkur, tjölduðum, borðuðum, drukkum og vorum glaðir. Þeg- ar líða tók á kvöldið, gerði leið- indaveður og rigningu, og við bollalögðum, hvort við ættum að jafnaðist á við geimskot Þeir ferðuðust á hestum nærri 800 km., frá Austurlandi og vestur um öll öræfi. VIÐTAL VIÐ PÉTUR JÖNSSON Á EGILSSTÖÐUM TEXTI: GUÐRÚN EGILSON. MYNDIR: SVERRIR SCHV. THORSTEINSSON. VIKAN 37. tW. yj

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.