Vikan

Tölublað

Vikan - 16.09.1965, Blaðsíða 19

Vikan - 16.09.1965, Blaðsíða 19
Framhalclssaga eftlr Whif IViasfiereora [9. hlufi - söguSok _________________ Þau beygðu út á strandgötuna og fylgdu henni svolítið norður eftir. Skömmu síðar sagði Andy: — Þarna er það . . . Það er byggingin þarna niðri við ströndina. Hann minnkaði ferðina og ók hægt framhjá upp- lýstri forhlið króarinnar. Nokkur hundruð metrum lengra var útskot ó veginum, sem ökumönnum var ætlað að aka inn á til að dást að útsýninu. Þar lagðí hann bílnum. Síðan rétti hann Lissu lyklana. Hún leit undrandi og dólítið taugaóstyrk á hann: — Þú hefur þó ekki hugsað þér, að ég yrði hér, eða hvað? — Nei, en við höldum áfram leiknum eftir reglum Hubs. Einn maður inni, annar úti. Komdu. Andy gekk á undan milli lágra kletfanna nður á lausan sandinn og yfir hann niður að f|öruborðinu, þar sem sandurinn var þéttari og auðveldara að ganga. Það só ekki til tungls. Hann velti því eitt andar- tak fyrir sér, hvort hann væri að ganga í gildru. Kannske hafði Hub séS fyrir hverja hugsun, hverja hreyfingu, frá hans hendi. Kannske sat hann og beið þess eins og gráð- ug könguló, að hann hlypi beint í netið. Hann ýtti hugsuninni strax frá sér. Hub var skepna, en ekki huglesari: — Muna eftir þessu með buxurnar, annan fótinn í einu, muldraði hann hálfhátt. — Hvað segirðu? hvíslaði Lissa hræðslulega. Andy varð Ijóst, að hann hafði hugsað upphótt. — Ég var bara að hughreysta sjálfan mig. Bíddu hér, meðan ég litast aðeins um. Ef þú heyrir ein- hvern koma, skríddu þú undir ein- hv«rn af þessum. HCirtn tenfi á bát- ana, sem lógu I mhéMti, rwe6 kilina upp. Andy laumaðist nœr kránni og rýndi á hana 1 myrkrinu, til að sjó, hvar hann geeti komizt inn f hús- ið. Breið verönd með borðum og stólum var meðfram endilangri hlið- inni sjávarmegin. Frá veröndinni voru franskar dyr inn í borðsalinn. Þær voru lokaðar, og sennilega einnig læstar. Eins og Andy hafði óttazt, var enginn stigi að utan- verðu upp á næstu hæð fyrir ofan. En hálfþakið yfir veröndinni náði töluvert langt niður — og af þvf var hægt að klöngrast inn um glugga svefnherbergisins á fyrstu hæð. Hann fór aftur til Lissu: — Ég neyðist til að klifra svolítið, sagði hann. — Bíddu hérna niðri við ver- öndina. Ef ég næ í Andrew, rétti ég þér hann niður. Það er lögreglu- stöð í Malibu. Skilurðu? — Jó. En mér finnst þetta þak hræðilegt, sagði hún vesældarlega. — Er ekki hægt að komast aðra leið? — Jú, auðvitað. Framdyrnar — þar sem Hub situr. Eða gegnum eldhúsið, þar sem Pyle hjónin eru. — Hefurðu fleiri góðar hugmyndir? Hún þrýsti hönd hans. — Þú ert enginn Tarzan, mundu það. Ég vil helzt fó ykkur báða lifandi heim aftur. — Ég skal fara varlega. Andy sveiflaði sér upp á óhefl- að gólf verandarinnar og ló, graf- kyrr ó maganum eitt andartak. Gegnum frönsku dyrnar sá hann beint inn á barinn. Irene Pyle stóð við barnn og talaði við einhvern, sem Andy sá ekki. Hann var viss um, að það var Hub. Varlega reis hann á fætur og klifraði upp ó handrið verandarinnar. Hann náði rétt upp ó hólfþakið með höndun- um og tók í það til að gó, hvort það héldi. Svo var. Þó tók hann að klifra upp einn af hornstólpunum. 1 sömu andrá opnuðust dyr ó hinum enda verandarinnar. Joe Pyle kom út úr eldhúsinu með rusla- fötu í hendnni. Stjarfur af skelfingu þrýsti Andy sér að stólpunum, miðja vegu milli hálfþaksins og verandarinnar. Hann þorði varla að draga andann og fannst hann vera óvarinn og hjálparvana eins og snigill á vegg. Pyle lagði fötuna fró sér með skell. Hann fór ekki strax inn aftur. Andy sá hann taka upp sígarettu og fálma í vösunum eftir eldspýtu. Þegar hann fann engar, muldraði hann eitthvað, ergilegur í bragði, og gekk aftur inn í eldhúsið með eldlausa sígarettuna uppi í sér. Andy dró andann léttar og klöngr- aðist áfram upp stólpann, þumlung fyrir þumlung, þangað til hann að lokum lá móður og mósandi á spón- klæddu þakinu. Ég hafði það af, af því að ég varð að hafa það af. Hann var ekki viss um, að Lissa sæi hann, en hann veifaði út í myrkrið til að róa hana og upp- örva. Kengboginn eins og api lagði hann síðan af stað upp þakið og þreifaði fyrir sér með höndunum, til að koma í veg fyrir hann ylli óþarfa hóvaða með því að stíga ó brak- andi eða lausar þakstífur. Glugginn var opinn en flugna- net fyrir honum. Loftljós kastaði daufu l|ósi yfir herbergiS, en Andy sá ekkert annað en daufar útlínur nokkurrra húsgagna. Hann tók fram klípitöngina og hóf að klippa flugnanetiS frá. Eftir andartak stóS hann inni í herberginu. Hann só nú allt greinilega, og allt í einu tók hjarta hans aS slá örar. ( horninu, lengst í burtu, viS hliðina á stóru, tvfbreiSu rúmi, var IftiS rúm. Milli hárra trérimlanna sá hann sofandi barn: — Andrew! hvíslaSi hann og laumaðist ó tón- um í áttina að barninu. Svo snar- stanzaði hann. Barnið «n«ri höfptiui ( svefninum, svo litla artdiStiS sne-ri að honum. Þetta var litla stúlkan, sem hann hafði séð, þegar hann kom í heimsókn ó krána. Hann stóð eins og lamaður við þessa uppgötvun. HafSi hann haft rangt fyrir sér? Hafði Andrew alls ekki verið hér? Eða, það sem verra var, var hann kominn of seint til að bjarga honum? — Nei, það er ómögulegt, muldr- aði hann. — Það getur ekki verið satt. Allt í einu heyrði hann lágvært kjökur, en það kom ekki fró rúm- inu. Eitt andartak hélt Andy, að ímyndunaraflið væri að gera hon- um grikk. En, nei, nú heyrði hann það aftur! Hjarta hans tók að sló örar. Það var annað barn þarna skammt frá. Dyrnar inn í klæðaskápinn stóðu ! hálfa gátt. Andy opnaði þær al- veg. Á vindsæng í botni skápsins ló lítil vera. Dauft Ijósið frá nótt- lampanum endurvarpaðist af Ijós- um lokkum, sem Lissa hafði ekki tímt að klippa. Andy kraup við hliðina á syni sínum. Andrew var óhreinn í fram- an og í sömu náttfötunum og hann hafði verið f, kvöldið, sem honum var rænt. En hann var lifandi og ómeiddur. >i Með titrandi höndum tók Andy upp son sinn, mjög hægt, til að vekja hann ekki, og stóð loks með hann f fanginu. Gleði hans var svo rík, að hann varð að taka á vilja- þreki sínu, til að þrýsta litlu ver- unni ekki fast upp að sér. Hann komst án erfiSismuna út í gegnum gluggann aftur og tók að klöngrast niSur eftir þakinu. And- rew þrýsti sér nær honum eins og í ósjólfráSri vörn gegn svölu næt- urloftinu en vaknaSi ekki. Þegcrr Andy kom út á þakbrúnina nam hann staðar. Hann hafði orðið oJÖ toka á éllum sínum kröftum til 08 komost upp ó þakið með báðar hendur lausar, en hann gat ekki gert sér von um að komast niður á samo hátt, með Andrew í fang- inu. Framhald á bls. 55 VUtAN 37. «M. n

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.