Vikan

Tölublað

Vikan - 16.09.1965, Blaðsíða 9

Vikan - 16.09.1965, Blaðsíða 9
"\ J hrellingar fyrir Það er alkunna, að Kínverjar og Japanir kunna betri tök á smágerðu hahdverki en annað fólk og standa venju- legir menn agndofa frammi fyrir slikri fingrafimi, likt og i Vestur-Þýzkalandi og eitt af því sem Japanir eru hvað kunnastir fyrir, eru sjónvarpstæki. Nú ætla Japanir að not- færa sér þá gamalkunnu fingrafimi þjóðarinnar (sá Japani er kallaður klunni, sem ekki getur flysjað pappír i þrennt) og framleiða örsmá sjónvarpstæki. Fyrst verður búið til tæki, sem er ámóta og meðal myndavél og sést hægra megin á myndinni. Má vel gera sér i hugarlund hrylling allra sannra sjónvarpshatara, þegar mannfólkið fer að ganga með þess konar tæki framan á sér og starir sem bergnumið niður í kassann. Öllu ásjálegri er önnur gerð sjónvarpstækja, sem risafyrirtækið Sony gerir nú tilraunir með, armbands-sjón- varpstækið, sem sést til vinstri á myndinni. 1 smiði þess mun japönsk fingrafimi fyrst fá að njóta sín fyrir alvöru og þessháttar sjónvarp verður jafnvel hægt að horfa á hvar sem er án þess að verulega beri á því. Það fylgdi ekki sög- unni, hvort maður þarf að hafa sjónvarpsloftnet á kollinum. Tho Walkio -Wai ehie *}%» 4 wnh Wy &$*&*>*&$.. uppfinning Hér er uppfinning, sem margir bafa beðið eftir. Raf- TIL KAUPENDA: VIKAN kostar kr. 23,08 eintakið — ¦ ef þér eruð áskrifandi — og þ á fáið þér blaðið heimsent. VIKAN magnsbor, sem gengur fyrir rafhlöðu. Rafhlaðan er fest við beltið og er engin þörf á að burðast með þungar leiðslur. Rafhlaðan endist lengi, en sé þörf á, er hægt að smella nýrri rafblöðu i á augnabliki og þær má hlaða með sérstöku tæki á fáeinum timum. Tal- ið er, að rafhlaðan geti enzt i 5 ár eða þoli 500 hleðslur. Mótorinn er 10 volta og gef- ur nægilegan straum fyrir erfið verk. Borinn sjálfur vegur 2,5 kg. Við skulum vona, að við fáum hann hing- að til lands, áður en langt um liður. VERÐ: NO.: 6- 8 KR. 595,00 NO.: 10-12 KR. 680,00 NO.: 14-16 KR. 765,00 VIKAN 37. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.