Vikan

Tölublað

Vikan - 16.09.1965, Blaðsíða 28

Vikan - 16.09.1965, Blaðsíða 28
OPUS-10 SETTIÐ hefir vakiS mikla athygli sakir fegurSar og vandaðs frágangs. OPUS-10 er teiknaS af Árnci Jónssyni húsganga-arkitekt. — EfniS er þrautvaliS TEAK og kantlímingin er úr þykku, massivu teak. Botninn er heill og verndar dýnuna frá skemmdum. Tvær lengdir og breiddir fáanlegar. HÚSGAGNAVERZLUN ÁRNA JÓNSSONAR Laugavegi 70 — Sími 16468. skýrsluna, þar sem hún var ekkert annað en ósannindi frá upphafi til enda. Þegar sýnt var, að engu tauti varð við mig komið, var ég flutt- ur í fangabúðir. Eg var orðinn nokk- uð smeykur við þetta og sá fram á, að ég myndi missa af skipinu, ef þessu héldi áfram. Ég bað því um að fó samband við skipstjórann og fékk það í gegn. Þegar hann hafði heyrt alla málavöxtu, sagði hann, að sennilega yrði lítið hægt að gera í málinu, þeir hefðu bæði tögl og hagldir í hendi sér, en hann skyldi gera allt, sem í hans valdi stæði til að fá mig lausan. En skipið átti að fara samdægurs, svo að hann yrði að láta öðrum málið í hend- ur. Með það kvaddi hann mig og óskaði mér hins bezta. Þetta voru stórar og miklar fangabúðir með múrum, gaddavir og vörðum með vélbyssur. Þarna voru 10 skálar, sem rúmuðu 100 manns hver. Fé- lagar mínir þarna voru flest ótínd- ir glæpamenn, sem biðu eftir dómi fyrir morð, nauðganir og önnur á- líka verk. Það var byrjað á að klæða mig úr hverri spjör, þegar ég kom inn og allt verðmætt tekið af mér. Einnig var beltið tekið, svo að maður félli ekki í þá freistni að hengi'a sig. Fyrir öllu þessu dóti mínu fékk ég svo kvittun, sem var stolið af mér um leið og ég kom inn í skálann. Á daginn máttum við vera úti í garðinum en á kvöld- in var okkur smalað inn í skálana til að sofa. Við lágum hlið við hlið á svefnbekkjunum og snerum höfðunum út að gangveginum, þar sem tveir vopnaðir verðir gengu fram og aftur. Ekki máttum við hreyfa okkur, nema þá að rétta fyrst upp höndina og biðja um það, sem okkur vantaði. Ef brugðið var út af þessu, átti maður hreinlega á hættu að verða skotinn. Maturinn var frámunalega einhæfur og lé- legur, aðallega hrísgrión, sem mað- ur varð að skófla upp í sig með guðsgöfflunum, því auðvitað mátti ekki láta okkur hafa hníf eða gaff- al í hendur. Þá voru einnig allar varúðarráðstafanir við hreinlætið. Ekki var hægt að fá okkur nein á- höld í hendur til að raka okkur, og það tæki, sem notað var til þess verks var enfaldlega flisatöng. Mér leizt ekkert á að nota hana og safnaði því heldur skeggi. En einn daginn kom ungur strákur, sem var þarna og spurði mig, hvort hann mætti ekki raka mig. Hann nauð- aði í mér, þangað til ég féllst á það. Og svo byrjaði pyndingin. Hverju hári kippt út úr húðinni með tönginni. Hann var við „rakstur- inn" í tvo daga, þrjá og hálfan tíma á dag, þannig að allt verkið tók 7 tíma. Þetta er sá allengsti og óþægilegasti rakstur, sem ég hef nokkurn tíma fengið. Þrátt fyrir alla þá óbótamenn, sem voru með mér þarna, var mér aldrei nett mein gert. Það hefur sennilega stafað að einhverju leyti af fæðingarblettinum, sem ég er með ó öxlinni. A.m.k. störðu þeir alltaf mikið á hann. Þeir eru afar hjátrúarfullir þarna suður frá og hafa trúlega haldið, að í mér byggiu einhverjr andar eða ég væri af guðlegum uppruna. Þá var fá- fræðin ógurleg meðal þeirra. Þeir stóðu alltaf í þeirri meiningu að ég væri Ameríkani. Þeir höfðu aldr- ei heyrt minnzt á fsland, en töldu víst, að það væri í Ameríku. Þegar ég sagði þeim, að það væri í Evr- ópu, komu þeir alveg af fjöllum og spurðu hvar Evrópa væri í Am- eríku. Þeir þekktu aðeins tvær heimsálfur, Ameríku og Ástralíu. Eitthvað höfðu þeir líka heyrt tal- að um Spán, en töldu víst, að hann væri líka í Ameríku. Annars eru Spánverjar hataðir á Filippseyjum frá þeim tíma, þegar þeir höfðu með mál landsins að gera. En þeim er vel við Ameríkana og það hefur líklega átt sinn þátt í því, að ég var látinn afskiptalaus. Ekki var það heldur margt, sem hægt var að taka sér fyrir hend- ur ó daginn. Þó gátum við spilað tennis og eitthvað fleira af slíku tagi. Skemmtilegasta sportið var þó skialdbökukapphlaup. Inni í miði- um garðinum var tjörn og í henni lifðu skialdbökur. Við drógum nokk- uð stóran hring á jörðina og sett- um skjaldbökurnar inn í miðiu hans. Svo eignuðum við okkur sitt hverja skialdböku, límdum númer á bakið ó þeim og lögðum svo undir eitt- hvað smávegis af peningum. En það var oft sprenghlægilegt að sjá til- burðina h|á þessum greyjum. Stund- um var kannski ein þeirra komin alveg út að hringnum en sneri þá til þaka. — Annars leið mér alveg hroða- lega illa þennan tíma í fang- elsinu og þá sérstaklega fyrstu dag- ana, meðan allt var í óvissu um, hvað um mig yrði. Ég vissi, að við því broti, sem ég var ákærður fyr- ir, að róðast á lögregluþjón f starfi, gat legið tveggja ára hegningar- vinna. Eina vonin var sú að hægt yrði að múta lögregluþjóninum til að falla frá ákærunni. Ég ótti eitt- hvað rúmar 1000 norskar krónur, sem ég ætlaði að reyna að nota til þessa. Skipstjórinn hafði staðið við loforð sitt um að reyna að hjálpa mér út úr þessari klípu og fengið mann, sem hann þekkti vel til að semja við lögregluþjóninn. En upp- hæðin, sem hann fór fram á, var svo gífurleg, að það kom ekki til greina að fallast á hana. En þetta er alveg einkennandi fyrir réttvís- ina þarna ó Filippseyjum, hún ein- kennist af mútum og alls konar svínaríi. Enda er mjög mikið um afbrot þar og varla furða, því að þegar ég var þarna, voru 30% af þjóðinni atvinnuleysingjar, sem höfðu aðeins um tvennt að velja, að gerast betlarar eða glæpamenn. Eftir mikið stapp tókst að fá lög- regluþjóninn til að falla frá kær- unni, með því að þorga honum 1000 norskar krónur fyrir, og var ég þá látinn laus. Þá var ég búinn að sitja inni 6 eða 7 vikur. En vand- inn var ekki leystur, þótt ég væri kominn út. Ég hafði ekki landvist- 44 VIKAN 37. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.