Vikan - 16.09.1965, Blaðsíða 22
Angelique litaðist um. Þau voru á lágri hæð, og fyrir neðan þau
blasti við kolsvört, rennvot Picardysléttan. Undir lágum skýjunum
risu brjóstvirki lítillar borgar, sem virtist eins kaffærð af rigningunni,
og hún hefði legið í lækjarfarvegí.
Franskar skotgrafir umkringdu hana. Hermennirnir höfðu rétt lok-
ið við aðra skotgrafaröð utan yfir þá fyrstu. Við og við varpaði fall-
byssueldur rauðum ljóma á landslagið. Hávaðinn var ærandi. Grande
Mademoiselle hélt báðum höndum fyprir eyrum, m^ðan hún hélt á-
fram að tala við konunginn.
Að lokum lagði konungurinn frá sér sjónaukann:
— Frænka, sagði hann hægt, — þér eruð mjög vel máli farin, en
þér veljið alltaf óheppilegan tíma fyrir harmagrát yðar. Eg held, að
varnarliðið sé i þann veginn að gefast upp.
Hann sagði Lauzun að gefa fyrirmæli um að hætta að skjóta. Mark-
greifinn hléypti burt á harðaspretti.
í raun og veru sást nú þegar, aö eitthvað var að gerast við hliðin.
— Ég sé hvita flaggið! hrópaði Grande Mademoiselle og klappaði
saman höndunum. — Á aðeins þremur dögum, Sire! Þér hafið sigrað
borgina, á aðeins tveimur dögum! Ó, hve striðið er dásamlegt!
Þegar þau höfðu komið sér fyrir um kvöldið í hinni sigruðu borg,
og meðan hróp borgarbúanna glumdu ennþá fyrir utan höllina, þar
sem drottningin og kóngurinn héldu til, leitaði Lauzun Mademoiselle
uppi til að þakka henni fyrir hugulsemi i sinn garð. Grande Mademoi-
selle brosti. Daufur roði færðist yfir fölt andlit hennar. Hún bað
Angelique að taka sæti sitt við spilaborðið, þar sem hún var að spila
við drottninguna, og hvarf með Lauzun út í gluggaskot.
Andlit hennar Ijómaði, meðan hún drakk í sig orð hans. 1 bjarm-
anum frá litla kertast.iakanum, sem stóð á borði skammt frá þeim,
vírtist hún næstum ung og fögur.
— Drottinn minn, hún er ástsjúk, hugsaði Angelique.
Lauzun var kominn með Don Juan svipinn, en hann gætti þess að
standa ekki of nærri henni. Fjárinn hirði Péguilin, þennan Gaskona!
1 hverskonar fuglagildru var hann að leiða trúgjarnt hjarta sonar-
dóttur Hinriks IV?
Herbergið var fullt af fólki, en þar var ekki mikill kliður. Það var
spilað á fjórum borðum. Tilbreytingarlaus veðmál spilamannanna og
glamrið í peningunum voru einu hljóðin, sem trufluðu þögult stefnu-
mótið i gluggaskotinu.
Aldrei þessu vant, var drottningin hamingjusöm á svip. Hún var
glöð yfir að geta bætt einni borg við gimsteinana í kórónu sinni, en
hún var einnig full af persónulegu þakklæti. Mademoiselle de la Valli-
ére hafði ekki farið með í leiðangurinn. Áður en Lúðvík XIV lagði
af stað í þessa ferð, hafði hann samkvæmt lögum, samþykktum af
þinginu, gefið ástkonu sinni hertogadæmið Vaujoux í Touraine og bar-
ónsdæmið í Saint-Christophe, tvær eignir af svipuðu verðmæti, hvað
snerti tekjurnar og fjölda leiguliðanna. Hann hafði einnig gengizt við
barni sinu með henni, litlu Önnu-Mariu, sem héðan í frá myndi ganga
undir nafninu Mademoiselle de Blois.
Þessar athafnir konungsins blekktu engan né vöktu áhuga. Þetta var
venjuleg kveðjugjöf, en drottningin sá í því endurheimt eignar sinnar,
einskonar yfirbót fyrir liðnar misgjörðir. Konungurinn beindi allri
sinni athygli að henni. Þegar þau riðu inn í sigraða borg, reið hún við
hlið hans og deildi með honum ábyrgðinni og baráttugleðinni. En
hvenær sem henni varð litið á Marquis du Plessis-Belliére, bærðist
nýr kvíði i hjarta hennar, þvi henni hafði verið sagt, að konungurinn
væri blindaður af fegurð hennar, og hefði krafizt þess, að hún fylgdi
honum á þessari ferð.
Hún var líka mjög fögur kona, og það var eitthvað sérstakt við
hana; hún var í senn blátt áfram og útreiknuð. Maria-Thérése harm-
aði þessa tortryggni í hennar garð, því að henni gazt vel að mark-
greifafrúnni og hefði gjarnan viljað gera hana að trúnðarvinkonu
sinni. En Solinac sagði, að hún væri siðlaus kona og ætti enga guð-
hræðslu. Og Madame de Montespan hvislaði, að hún hefði húðsjúkdóm
sem hún hefði fengið í skuggahverfunum, sem hún heimsótti tiðum.
Hvernig var hægt að treysta útliti fólks? Hún sem var svo hraustleg
og fersk, og drengirnir hennar sva fallegir. Hversu erfitt það yrði,
ef konungurinn gerði hana að ástkonu sinni! Og hvílíkri sorg það
myndi valda henni! Fann hið þjáða hjarta drottningarinnar hvergi
miskunn?
Angelique vissi, hve drottningunni var mikill ami að návist hennar,
og greip fyrsta tækifærið til að hverfa.
Húsið sem fyrirfólkið hafði fengið til ráðstöfunar, var lítið og troð-
fullt. Æðstu aðalsmennir og nánasta fylgdarlið konungsins, fylltu
það út i hvern kima, en afgangurinn af hirðinni leitaði skjóls hjá
borgarbúum. Hlýjar móttökurnar, sem fólkið veitti Frökkum kom
í veg fyrir ofbeldi og rán. Það var engu að stela, Þvi allt var fúslega
gefið. Niðurbæld hljóð af söng og hlátri bárust jafnvel inn í dauft
lýsta höllina, sem ennþá angaði af tourte picarde, perum í eggjamjólk,
sem þrjár f konum borgarinnar höfðu komið með á silfurdiski.
Angelique þræddi milli koforta og annars farangurs fram að stig-
anum. Herbergið, sem hún haíði valið ásamt de Montespan, var hægra
megin við stigann. Herbergi kóngsins og drottningarinnar vinstra
megin.
Litill skuggi skauzt fram í dauft náttljósið og varð að dökkri grímu
með tvö hvít augu, sem Ijómuðu upp á móti henni
— Nei, Madame, ekki inn.
Angelique þekkti að þetta var litli negrinn, sem hún hafði gefið
Madame de Montespan.
—- Halló Naaman, hleyptu mér framhjá.
— Nei, Ma'am.
— Hvað er að?
— Einhver er þar. Hún greindi lágt, blíðlegt muldur. Hún gat sér
þess til, að þar væru einhverjir í rómantískum hugleiðingum.
— Allt I lagi, ég skal fara,
Hvltar vtennur drengsins glitruðu I breiðu brosi. — Kónkurinn, Ma-
dame. Kónkurinn. Uss!
Angelique gekk hægt og hugsi niður stigann. Kóngurinn! Og Madame
du Montespan.
Næsta dag lögðu þau af stað til Amiens.
Angelique fór snemma á fætur og gekk yfir til ibúðar drottningar-
innar, eins og skylda hennar bauð. Við dyrnar kjökraði Mademoiselle
de Montpensier taugaóstyrk.
— Ó, en það ástand á hennar hágöfgi! Það er hræðilegt, hræðilegt!
Já, drottningin var grátandi, hún var að missa vitið, sagði hún.
Madame de Montpensier reyndi að hugga hana, þar sem hún kjökraði
og stundi, _og Madame de Montespan endurtók hvað eftir annað, með
síhækkandi röddu, hversu fullkomlega skiljanleg sorg hennar hátign-
ar væri. Ástæðan var sú, að Mademoiselle de la Valliére var rétt ný-
komin, eftir að hafa ekið alla nóttina. Hún hafði komið I dögun og
flýtt sér að votta drottningunni virðingu sína. y
— En sú ósvífhi! hrópaði Madame de Montespan hvað eftir annað.
— Guð forði mér frá því, að verða nokkurntíma ástmær konungsins!
Ef það kæmi einhverntíma fyrir mig, myndi ég aldrei verða svo ó-
svífin að ganga fyrir drottninguna!
Hvað átti þessi endurkoma að þýða? Hafði konungurinn krafizt
þess af ástmær sinni að hún kæmi aftur?
Svo fóru allir til kirkjunnar ásamt hirðinni til að hlýða á messu, áður
en þeir héldu áfram.
Marie-Thérése gekk inn I bekkinn, sem ætlaður var konunginum
og nánasta fylgdarliði. De la Valliére hertogaynja var þegar þar.
Drottningin leit ekki á hana. Ástmærin gekk út úr bekknum og hneigði
sig enn einu sinni fyrir drottningunni, þegar Marie-Thérése steig upp
i vagninn sinn. Drottningin anzaði henni ekki. Svo beisk voru von-
brigði hennar. Hún gat ekki Iengur Ieitt ástandið hjá sér, eins og hún
hafði gert meðan samband eiginmanns hennar og þessarar konu var
enn opinbert. 1 reiði sinni bannaði hún öllum að færa sér mat og gaf
liðsforingjum fylgdarliðs síns skipun um að leyfa engum að fara fram
úr vagni hennar, af ótta við að Mademoiselle de la Valliére næði fundi
konungsins á undan henni sjálfri.
Þegar kom fram á kvöld, náði vagnalínan herflokknum á lítilli hæð.
Mademoiselle de la Valliére fann á sér, að konungurinn var I nánd.
Með hugrekki, sem sprottið var af örvæntingu, gaf hún ekli sínum
fyrirmæli um að aka yfir opinn akur, eins hratt og hestarnir kæmust.
Þegar drottningin sá þetta, varð hún æfareið. Hún skipaði vörðum
sínum að ná vagninum og stöðva hann, en fylgdarlið hennar bað hana
endilega að gera það ekki, og reyna að róa sig. Það batt endi á gaura-
ganginn, að konungurinn sjálfur kom þar að ríðandi á hesti. Hann
var auri ataður frá hvirfli til ilja, en I ljómandi skapi. Þegar hann sté
af baki, bað hann afsökunar á því, að hann gæti ekki stigið upp í vagn
drottningarinnar, vegna þess hve forugur hann væri, en eftir að hann
hafði talað stundarkorn við hana í gegnum opnar dyrnar, hvarf bros
hans.
Um leið breiddist sú frétt, að konungurinn hefði ekki óskað eftir,
og alls ekki skipað fyrir, um komu Mademoiselle de la Valliére. Hvað
hafði hún heyrt, sem kom henni til að haga sér svona fljótfærnislega?
Hún hafði alltaf verið svo róleg og feimin. Hvaða grunsemdir höfðu
fæðzt með henni, eða hvaða staðreyndir vissi hún?
Þegar hún var orðin ein í Versölum, með sinni nýju tign og með sln
nýju auðæfi, hafði henni allt I einu orðið Ijóst, að hún var yfirgefin.
Viti sínu fjær hafði hún kallað á vagn og lagt af stað á harða stökki
I norðurátt, gegn beinum fyrirmælum konungsins. Hún kaus allt fremur
en að þjást af þeirri hugsun, að hjarta hans hafði breytzt, og maðurinn,
sem hún elskaði, væri ef til vill þegar í örmum annarrar konu.
Hún lét ekki sjá sig við kvöldmatinn, sem framreiddur var, þegar
numið var staðar. Þetta var ömurlegur dvalarstaður, borg, sem ekki
hafði meira en fjögur steinhús, en afgangurinn var leirkofar.
I fylgd með Gilandonstúlkunum og þjónustustúlkunum sinum þremur,
var Angelique að leita að dvalarstað, þegar hún rakst á Mademoiselle
de Montpensier, sem var sömuleiðis að leita að skjóli.
— Við erum svo sannarlega komnar I stríðið, sagði hún. —Madame
de Montausier fann ekkert annað til að sofa á en heybing í útihúsi og
hirðmeyjar drottningarinnar eru liggjandi i hveitikorni á þurrklofti.
Eg segi fyrir mitt leyti, að ég er hamingjusöm, ef ég finn einhversstaðar
öskustó.
Angelique fann að lokum heyhlöðu. Hún klöngraðist upp stigann,
sem lá upp á loft, þar sem gat farið vel um hana, en þjónustufólk henn-
ar hélt kyrru fyrir fyrir neðan.
Stór lukt, sem hékkniður úr rjáfrinu, kastaði daufum, rauðum bjarma
yfir heyið — aðeins nóg til þess að Angelique sæi litla skuggann, sem
tók á sig mynd í myrkrinu með hvítt í kringum augun og rauðan og
grænan túrban litla negrans Naamans.
— Hvað ert þú að gera hér, litli skratti?
— Ég bíða eftir Ma'am Montespan. Ég passa fyrir hana rúmið.
Hún sofa hér Iíka.
1 sömu andrá kom fallegt andlit markgreifafrúarinnar í Ijós, upp
um stigagatíð.
Framhald á bls. 56
22
VIKAJ* 37. tbl.