Vikan

Tölublað

Vikan - 16.09.1965, Blaðsíða 40

Vikan - 16.09.1965, Blaðsíða 40
wsmm ILMANDI reyktóbak Hafiö þér reynt þetta nýja ilmandi reyktóbak? Nú sem fyrr, bezta píputóbakiö ¦ handhægu plast- umbú&unum, sem halda tóbakinu ætíö fersku. -------1 " Kökur yðar og brauð verða bragðbetri og fallegri ef bezta tegund aí lyítidufti er notuð mm Angelique og kóngurinn Framhald af bls. 22. — Ljómandi hugmynd, Angelique, að deila með mér „græna her- berginu", eins og hinir hraustu hermenn okkar kalla hreiður á borö við þetta. Við getum spilað pikket ef við getum ekki sofnað. Hún lét fallast í heyið, teygði úr sér og geispaði með nautnakenndri afslöpp- un kattarins. — 0 hvað það er mjúkt! Fyrsta flokks rúm! Þetta er eins og þegar ég var barn heima í Poitou. — Einmitt Það, sem ég var að hugsa, sagði Angelique. — Það var heyhlaða skammt frá dúfnabúrinu okkar. Litli kær- astinn minn hitti mig oft þar. Hann var sonur sauðahirðis, aðeins tíu ára gamall. Við hlustuðum á dúfurnar kurra og héldumst í hendur. Hún fór úr blússurmi sinni og Angelique fylgdi fordæmi hennar. Svo fóru þær úr yztu pilsunum, tóku af sér sokkana og grófu sig ofan í heyið og rifjuðu upp liðna tið. — Frá syni sauðahirðis til kóngsins, hvíslaði Athénais. — Hvernig lízt þér nú á framtíð mína, elskan? Hún reis upp á annan olnbogann. Dauft Ijósið frá luktinni dekkti glóðina í kinnum hennar og hitaði upp alabasturshúðina á hálsi hennar og öxlum. Hún flissaði, eins og hún væri ekki alveg allsgáð. — Að vera elskuð af kóngi! Það er stór- kostlegt! — Þú virðist allí I einu vera mjög viss um þá ást. Það er ekki svo langt siðan þú varst ekki eins örugg. — Nei, en nú hef ég fengið sönnun fyrir þvi! Ég þarf ekki að vera i vafa framar... . Hann kom til mín í fyrrinótt. . . . Ég vissi, að hann myndi koma einhvern tíma í þessari ferð. Hvernig hann yfirgaf la Valliére í Versölum, sýndi tilfinningar hans, var ekki svo? Hann gaf henni smámuni að skilnaði. — Smámuni? Hertogadæmi og aðalstign? Barónsdæmi! — Uss! Henni finnst það kannske stórkostlegt og heldur, að hún hafi nú öll völd í sínum höndum. Þessvegna hélt hún, að hún mætti l:oma aftur t:I hirðarinnar. . . . ha, ha, ha, hún kann ekki að tapa. . . . Ég skal aldrei sætta mig við tittlingaskít á borð við þetta. Hann getur ekki farið með mig eins og dansmey í óperu. Ég er Mortemart! — Athénais. Þú skelfir mig, þegar þú talar af svona miklu öryggi. Ertu í raun og veru orðin ástkona konungsins? — Ójá. Ástkona hans! Ó, Angelique. Hvað það er gaman að finna, að maður hefur tök á manni á borð við hann! Að sjá hann titra og fölna. . . . að heyra hann grátbiðja. . .. hann, sem hefur svo mikið vald á sér, er svo hátíðlegur og hátignarlegur, og jafnvel hræðilegur stundum.... Það er satt, sem þær segja um hann, þegar hann elskar, er hann villimaður. Þá er ekkert blítt við hann! Hann er óður af girnd, en ég get fullnægt honum. Hún hló lostafullum hlátri, hallaði aftur Ijósum kollinum og baðaði út handleggjunum með nautnalegum algleymissvip, eins og hún væri að endurlifa hinar sælu stundir. Angelique gat varla horft á það. — Það er liómandi, sagði hún kaldhæðnislega. — Það vilja allir fá að vita, hver hin nýja ástkona konungsins er, og nú þarf ég ekki að hlusta á þessar heimskulegu getgátur lengur. Madame de Montespan settist snögglega upp í heyinu. — Ó, jú, elskan, það verðurðu. Þú mátt ekki segja nokkrum manni frá þessu. Við reið- um okkur á trúnað þinn. Það er ekki enn tímabært að viðurkenna stöðu mina opinberlega. Það myndi aðeins gera allt flóknara. Þú verð- ur að gera Það, sem við ætlumst til af þér. — Og hvað er það? Og hver eru þessi „við"? — Hvað. . . . Auðvitað kóngurinn og ég. — Ertu að reyna að segja mér að þið — kóngurinn og þú ¦— ætlið að láta þann orðróm breiðast út, að hann sé ástfanginn af mér, til þess að ekki komist upp um ykkur? Undan löngum bráhárum horfðu dökk augu Athénais á Angelique með illgirnislegum glampa. — Já, auðvitað. Það myndi alveg bjarga okkur. Ég er í slæmri aðstöðu. Annarsvegar er ég hirðmey drottningar- innar, hinsvegar náin vinkona Mademoiselle de la Valliére. Opinber athygli konungsins myndi eyðileggja mannorð mitt. Það verður að vera einhver leppur. Ég veit ekki af hverju þeir hafa byrjað að tala um þig, en konungurinn hefur svo sannarlega ýtt undir þá kjaftasögu, með því að láta þig hafa svona margar stöður. Og drottningin hefur verið mjög kuldaleg við þig. Vesalings Louise brestur í grát, ef ein- hver nefnir nafn Þitt. Enginn hugsar um mig. Þeir hafa alveg tapað slóðinni. Ég veit, að Þú sérð Þetta alveg eins vel og ég. Konungurinn er í mikilli Þakkarskuld við þig. Svo þú ætlar ekki að segja neitt, er Það? Er Þér ekki sama? Angelique svaraði ekki. Hún tók upp heystrá og japlaði á Því. Hið innra með sér fann hún til sárinda, eins og hún hefði verið trúgjarnari en henni gott Þótti. Og hvernig átti hún að sjá við slóttugustu verzlunar- mönnum og viðskiptarefum konungdæmisins! Þegar annars vegar voru veraldlegir klækir á borð við þennan, var hún barn í lögum, — Af hverju ætti Þér ekki að vera sama? hélt Madame de Montespan áfram ofur blíðlega: — Þetta varpar hagstæðu Ijósi á Þig, og Þú hefur 56 VIKAN 37. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.