Vikan - 25.11.1965, Side 6
Framhaldssagan 20. hluti
efftlr Sergeanne Golon
— Hver er þar? Hver eruB þér
— Bontemps, herbergisþjónn konungsins. ÞaÖ er ekkert að óttast,
Madame.
— Ójá, nú þekki ég yður. Hvað viljið þér?
— Hans hágöfgi óskar að hitta yður.
— Núna?
— Já, Madame.
An þess að segja fleira, dró Angelique greiðslusloppinn yfir axlir
sinar. Litla ibúðin, með „frátekið handa Madame du Piessis-Belliére"
var rikmannlega frágengin, en hafði sínar gildrur.
— Má ég biðja yður aö bíða eitt andartak, Monsieur Bontemps?
Mig langar að klæða mig.
— Að sjálfsögðu, Madame. En verið svo væn að vekja ekki þjón-
ustulið yðar. Hans hágöfgi óskar, að við förum eins hljóölega og
mögulegt er, og að tilvera þessara dyra komist ekki á vitorð fleiri
en nauðsyn ber til.
— Ég skal fara gætilega.
Hún kveikti á kerti sinu af loga Bontemps og gekk fram í herbergið.
— Það er ekkert til í heiminum, sem getur gert þig hrædda, hafði
Raymond sagt. Hann hafði rétt fyrir sér. Ævintýralíf hennar hafði
kennt henni að horfast í augu við hættuna, fremur en hlaupa frá
henni. Ef tennurnar glömruðu í munni hennar, var það af kulda,
ekki ótta.
— Monsieur Bontemps, vilduð þér vera svo vænn að hjálpa mér að
krækja kjólinn?
Þjónn Lúðvíks XIV hneigði sig, og setti ljósastjakann á borðið.
Angelique bar virðingu fyrir þessum þægilega, lágvaxna manni, sem
vann sitt leiðinlega starf án þess að vera í nokkru þýlegur. Hann var
ábyrgur fyrir húshaldi konungsins og fyrir fæði og húsnæði allrar
hirðarinnar. Lúðvík XIV hefði ekki komizt af án hans og hlóð á hann
hverri skyldunni á fætur annarri. Fremur en ónáða húsbónda sinn,
þegar óþægilega stóð á, borgaði Bontamps eitt og annað úr eigin vasa.
Nú þegar skuldaði konungurinn honum sjö þúsund pistoles, sem hann
hafði lagt út fyrir hann hér og þar.
Angelique setti ofurlítinn farða á kinnar sínar. Skikkjan hennar
var i herberginu hjá Gilandonstúlkunum. Hún yppti öxlum. — Það
verður að hafa það, sagði hún. — Ég er tilbúin, Monsieur Bontemps.
Hún átti í erfiðleikum með að Þrýsta pilsunum í gegnum leynidyrnar,
sem lokuðust hávaðalaust á eftir þeim. Þau voru stödd í þröngum
gangi, sem var varla breiðari eða hærri en meðal karlmaður. Bon-
temps gekk á undan hennl upp lítinn vindustiga, síðan aftur niður
þrjú þrep, inn í einskonar göng, sem lágu í myrkri framundan þeim.
Meðan þau fikruðu sig eftir þeim, sá hún margar dyr, sem líklega lágu
inn i leyniherbergi, og velti því fyrir sér, hvaða dularfulla íbúa þau
geymdu eða hvaða fjársjóði.
Þetta var ný mynd af Versölum, sem hún hafði aldrei séð eða I-
myndað sér — af njósnum og leynifundum, nafnlausum fundum, leynd-
um stefnumótum — Leyniversalir, innan sinna eigin þykku veggja
og myndandi ósýnilega þræði umhverfis hina stóru, gullnu sali, sem
ljómuðu og glitruðu eins og dagsljósið sjálft.
Að lokum komu þau í stærra herbergi, þar sem stóð bekkur og fóðr-
aður hnjákoddi, eins og í bið eftir einhverjum neðanjarðargestum,
og framundan þeim voru dyr, sem opnuðust inn í miklu stærra her-
bergi, með bröttu, hvelfdu lofti, sem gaf til kynna, að herbergið væri
hluti af stærri vistarveru. Þegar hún litaðist um, sá hún að þetta var
fundarsalur konungsins. Tvær sex arma ljósastikur á svörtu marmara-
borði, sem endurspeglaði loga kertanna, lýstu á konunginn, sem grúfði
sig yfir skjöl á borðinu. Tveri stórir hundar sváfu við eldstóna. Þeir
litu upp og urruðu letilega, en hringuðu sig svo niður aftur.
Bontemps skaraði í eldinn og kastaði meiri eldiviði á hann, en hvarf
g VIKAN 47. tbl.
siðan eins og skuggi inn i vegginn.
Lúðvik XIV hélt um pennann, en leit upp. Angelique sá hann brosa.
— Gerið svo vel að fá yður sæti, Madame.
Hún tyllti sér á blábrúnina á armstól. Það var þögn I herberginu,
þvi allur hávaði að utan stanzaði á þykkum, bláum tjöldum, sem vory
fyrir gluggum og dyrum.
Að lokum reis kóngurinn á fætur og staðnæmdist frammi fyrir henni
með krosslagða handleggi. — Jæja, hafið þér ekki enn gefið árásar-
merkið? Hafið þér ekki sagt? Ekki mótmælt? Jafnvel ekki, þótt þér
hafið verið dregin fram úr rúminu? Eruð þér ekki einu sinni reið?
— Sire, ég er auðmjúkur þjónn yðar hágöfgi.
— Af hverju eruð þér allt í einu svona auðmjúk? Hvar eru þessi
venjulegu, meinlegu svör yðar? Hvaða tiktúrur eru þetta?
— Yðar hágöfgi gefur til kynna, að ég sé meinhorn, og ég skammast
mín. Er það álit yðar á mér, Sire?
Konungurinn svaraði henni ekki beinlínis. — Séra Jósep karlinn
hefur ekkert gert annað siðastliðinn klukkutíma en að hefja yður
til skýjanna fyrir mér. Hann er maður með góða dómgreind og frjáls-
lega sinnaður, og ég met ráðleggingar hans mikils. Það væri illa gert
af mér að fyrirgefa yður ekki, nú þegar ég veit, að æðstu menn kirkj-
unnar hafa tekið yður i vernd sína og þér hafið unnið á þeirra vegum.
Hvað hef ég nú sagt, sem kemur yður til að brosa svona stríðnislega?
— Ég bjóst ekki við að vera vakin á þessum tíma sólarhrings, aðeins
til að hlusta á hrós hins virðulega ölmusustjóra yðar.
Kóngurinn hló: — Litla norn!
—• Baktiari Bay kallaði mig fouzoul khanoum.
— Hvað þýðir þaö?
— Nokkurnveginn það sama. Er það ekki sönnun þess, að konungur
Frakklands og ambassador Persíukeisara geti hugsað svipað?
— Við skulum nú sjá. Hann rétti báðar hendur fram móti henni
með lófana upp: — Litla leikfang, sverjið konungi yðar hollustueiða.
Angelique brosti og lagði lófa sína ofan á hans: — Ég sver konungi
Frakklands hollustu mina, því ég er hans þegn og þjónn.
— Þetta er betra. Jæja, komið nú hér.
Hann dró hana á fætur og leiddi hana kringum borðið, að sætinu,
sem hann hafði áður setið í. Á borðið var breitt stórt, opið kort, með
lengdargráðum og breiddargráðum og blásandi englum í hverri höfuð-
átt. Meiri hluti kortsins var heiðblár, og þar voru rituð, með hvítum
og gullnum stöfum og miklu flúri, orðin: „Mare Nostrum — Madre
Nostra", hið gamla nafn landfræðinganna á Miðjarðarhafinu, vöggu
menningarinnar: „Haf okkar — Móðir okkar".
Konungurinn benti á ýmsa staði með vísifingrinum: — Hér er Frakk-
land. Hérna er Malta; hérna Candia, siðasta virki kristninnar. Svo
komum við að veldi Tyrkja, og, eins og þér sjáið, er Persía — þetta
Ijós sem ris á móti sólarupprásinni milli hálfmána Tyrklands og tigris-
dýrs Asíu.
— Lét yðar hágöfgi sækja mig hingað á þessum tíma sólarhrings
til þess að tala um Persíu?
— Viljið þér heldur ræða um eitthvað annað?
Angelique hristi höfuðið, leit ekki af kortinu og gætti þess að horfa
ekki framan í konunginn.
—• Nei, við skulum heldur tala um Persiu. Hvaða áhuga hefur Frakk-
land fyrir þessu landi, svona langt í burtu?
— Áhuga, sem hlýtur að standa yður nær, Madame. Silki. Vissuð
þér ekki, að þrír fjórðu hlutar af silkiinnflutningi okkar, kemur þaðan?
— Það vissi ég ekki. Það er mikið. Hversvegna þurfum við svona mikið
silki í Frakklandi? Til hvers notum við það?
Kóngurinn rak upp hlátur. — Notum? Þér, kona spyrjið svona!
Hvernig haldið þér, að okkur liði, ef við fengjum ekki brókaði og
satín í sokkana okkar, sem kosta tuttugu og fimm livres parið, silki-