Vikan - 25.11.1965, Síða 7
borfiana okkar og hðklana? Frekar kæmumst við af án brauSs! Þann-
ig eru Frakkar! Mesta verzlun þeirra er ekki í kryddi né oliu né
hveiti né málmvöru eða leiðinlegum hlutum af því tagi, heldur tízku.
Á dögum föður míns reyndi Richelieu að gera klæðaburðinn einfald-
ari. Þér vitið hvað gerðist. Honum heppnaðist aðeins að hækka verðið
á efnunum, því þá var þeim smyglað inn í landið og erfiðara að eign-
ast þau. En nú er það hér, sem skórinn kreppir, og það er þessvegna,
sem nýr samningur við Persíukeisara er mikilvægur: Frakkar verða
að fá silki og það er of dýrt. Það setur okkur alveg á hausinn. Hann
taldi upp ástæðurnar: — Skattur til Persa, tollur til Tyrkja fyrir að
flytja vörurnar í gegnum þeirra land. Tollur til hinna og þessara auka-
aðila: — Genua, Metz, Provence. Við þurfum að koma þessu ööruvísi
fyrir.
— Hefur ekki Monsieur Colbert i hyggju að framleiða þetta silki
hér I landinu, í stað þess að flytja það allt saman inn? Hann sagði
mér að hann væri að breyta verksmiðjunum í Lyons.
— Þð mun taka langan tima. Við höfum enn ekki lært hinar austur-
lenzku leyniaðferðir til að framleiða brókaði og lamé. Mórberjatrén,
sem ég lét gróðursetja i Suður-Frakklandi, bera ekki ávöxt fyrr en
eftir mörg ár.
— Og þau munu ekki framleiða silki á borð við það persnesko fyrir
okkur. Þau munu bera svört ber, en í Persíu lifir silkiormurinn á hvít-
um berjum af trjánum, sem spretta á hásléttunum þar.
— Hvernig stendur á, að þér vitið svona mikið um þetta?
— Hans hágöfgi Baktiari Bay sagði mér þetta.
— Svo hann talaði um silkiviðskiptin við yður? Þá hlýtur hann
að gruna, að þau séu mikilvægur þáttur í viðræðum okkar. Virtist
hann vita mikið um vandamál okkar?
— Hann er mjög menntaður maður, brot af skáldi og mjög fágað-
ur á sinn hátt. Hann er eyra keisarans í Persiu, en hann hefur einnig
aðra hæfileika, sem vera má að séu ekki eins hátt skrifaðir í hans
landi, en ógna okkur meira. Hann er fær verzlunarmaður, þótt Það
sé óalgengt með mann af hans stétt, Því persneskir aðalsmenn hafa
að mestu leyti látið verzlunina í hendur Armeniumönnum og Sýr-
lendingum.
Konungurinn andvarpaði í uppgjöf: — Bg býst við, að ég verði að
fallast á skoðanir Colberts og föður Jóseps, þegar allt kemur til alls,
sagði hann. — -Þér virðist svo sannarlega vera sú eina, sem gæti
greitt úr þessari fáránlegu flækju.
Þau litu hvort á annað og hlógu eins og samsærismenn, tengdir
böndum, sem óþarft var að nefna. Það færðist ljómi í augu konungs-
ins.
— Angelique.... sagði hann með holri röddu. Svo hélt hann áfram
á eðlilegan hátt: — Engin, sem ég hef sent til hans, hefur gefið skýrslu
um neitt annað en þvermóðsku. Bæði de Tercy og Saint-Amen hafa
lýst honum sem grófum villimanni, sem alls ekki gæti samið sig að
siðum okkar, né sýnt konunginum, gestgjafa sínum, þá virðingu, sem
honum ber. En nú hafið þér lýst honum sem slyngum og færum
manni, fáguðum en þó skeytingarlausum.
— Ég er viss um, Sire, að ef þér hefðuð getað farið til fundar við
hann sjálfur, í stað þess að senda íulltrúa yðar, hefðu þessir erfið-
leikar ekki myndazt. Þér hafið hæfileika til að sjá hina raunverulegu
persónu þegar í stað.
— Því miður eru til hlutir, sem konungar geta ekki gert sjálfir,
en þá eiga þeir að hafa vit á Því að velja réttu mennina til þeirra
hluta. Það er fyrsti og mikilvægasti hæfileikinn, sem mikill stjórn-
andi verður að hafa. Ég hef hlaupið á mig í því að velja ekki nógu
góða menn til fundar við ambassadorinn. Saint-Amen virtist vera rétti
maðurinn, en ég tók ekki takmörkun hans með i reikninginn. Hann
er Húgenotti, og eins og allir aðrir af þeirri trú, hefur hann ill-
gjarnt og tortryggið eðli, sem hugsar fremur um reglurnar heldur
en að slá af og semja í þágu landsins. Þetta er ekki í fyrsta skipti,
sem ég hef velt fyrir mér innræti þessara mótmælenda. Jafnvel hinir
tryggustu þegnar eru óviðráðanlegir, vegna stirðra reglna i trú þeirra.
Hér eftir mun ég fara varlega í að setja slíka menn í mikilvægar
stöður.
Hann brá hendinni fram og aftur fyrir framan sig eins og til að
tákna ósýnilegan múr. Svo mýktist andlit hans á ný. — Þér voruð
svo væn, Madame, að koma okkur til bjargar í tæka tið.
— Annað sagði yðar hágöfgi í morgun.
— Ég skal viðurkenna það. Það var lágkúrulegt af mér að vilja
ekki viðurkenna, að ég hefði haft rangt fyrir mér. Ég veit hvað ég
þarf að fá, og hvað ég þarf að forðast. Þér hafið vísað mér á örugg-
ustu leiðina til að fá það sem ég þarf. Ef við komumst ekki að sam-
komulagi við Persíukeisara, er ekkert líklegra, en að hann muni vísa
Jesúítum okkar úr landi og svipta okkur öllu sínu silki. Örlög beggja
þessara atriða eru i yðar höndum.
Angelique leit á gimsteinahringinn. — Hvað á ég að gera? Hvaða
hlutverk á ég að leika?
— Komizt að því, hvað prinsinn er að hugsa, og látið mig vita,
hvernig ég á að meðhöndla hann, án þess að til frekarl árekstra komi.
Ef þér mögulega getið komizt að þvi fyrirfram, hvaða gildrur hann
er að leggja fyrir okkur.
— Með öðru morðum, ég á að töfra hann. Reyna að skera af hon-
um hárið eins og Delilah!
Konungurinn brosti: — Ég læt yður um að ákveða, hvað nauð-
synlegt kann að teljast.
Angelique beit á vörina: — Þetta er ekki auðvelt starf. Þetta mun
taka langan tíma.
— Það skiptir ekki máli.
— Ég hélt að öllum lægi þessi ósköp á, að ambassadorinn legði
fram trúnaðarbréf sitt.
— öllum nema mér. í sannleika sagt, þegar þér sögðuð mér I upp-
hafi að Baktiari Bay væri hikandi, fauk 1 mig. Siðan hef ég látið allt
reka á reiðanum um þetta mál og nú vil ég einmitt og visvitandi láta
fresta umræðunum. Ég vil fyrst fá ráðrúm til að taka á móti rússneska
ambassadornum, sem er að koma. Á eftir get ég talað frjálslegar við
Persann. Ef Rússar eru því samþykkir, ætlum við að koma á nýrri
landleið fyrir silkið og forða okkur þannig undan ránum Tyrkja og
Genúabúa og manna á borð við Þá.
— Á þá sjórinn ékki lengur að vera aðal flutningaleiðin?
— Nei. Silkið mun fylgja gamalli leið Tartara inn í Evrópu. Sjáið,
hér er þessi leið, sem ég hef verið að draga upp — yfir slétturnar I
Kákasus, yfir Úkrainu, Bessarabiu, Ungverjalandi. Siðan yfir löndin,
sem liggja undir frænda minum, konungi Bavaríu. Þegar allt kemur
til alls, mun þetta kosta minna en nú með öll þessi sjórán og Þá gífur-
leug tolla, sem við verðum að borga meðan við notum sjóleiðina.
Þegar þau hölluðu sér yfir kortið til að fylgja þessari sérstöku lelð,
snertust höfuð þeirra. Angelique fann lokka kanungsins strjúkast við
kinn sér. Hún kipptist við og rétti úr sér. Það fór skjálfti um hana.
Hún gekk aftur fyrir borðið og settist gegnt kónginum og tók nú
eftir þvi, að meðan á samtali þeirra stóð, hafði eldurinn dáið út.
Hún tók að skjálfa og óskaði þess, að hún hefði tekið með sér skikkju.
Nú yrði hún að bíða þar til konungurinn sjálfur gæfi til kynna, að
hún mætti fara. Og hann virtist ekki kominn að því. Hann hélt áfram
að tala um áætlanir Colberts varðandi verksmiðjurnar 1 Lyons og Mar-
seille.
Að lokum þagnaði hann. — Þér hlustið ekki. Hvað er að yður?
Angelique hafði gripið um axlirnar til að reyna að hlýja sér, og
svaraði ekki undir eins. Kóngurinn var mjög harðger og ónæmur fyrir
kulda, hita og þreytu, og tók varla eftir því, að þeir, sem höfðu Þann
heiður að vera í félagsskap hans, höfðu ekki sama ónæmið. Að kvarta
undan þessum óþægindum kom honum í vont skap og gat endað með
ónáð. Gamla Madame de Chaulnes hafði einu sinni tæpt á kvörtun á
hersýningu, í Iskaldri næðingsgjólu, og hafði fengið fyrirmæli um að
„burðast með gigt sína I sínum eigin kastala."
— Hvað er að? hélt konungurinn áfram. — Yður virðist liggja eitt-
hvað á hjarta. Ég vona, að þér ætlið ekki að móðga mig með þvi að
neita að takast það starf á hendur, sem ég var að biðja yður um.
— Alls ekki, Sire. Ef ég hefði ætlað það, myndi ég ekki hafa hlustað
á yður. Álítið þér, að ég geti verið ótrúr þegn?
— Ég held, að þér getið hvað sem er, sagði konungurinn alvarlegur.
— Haldið þér, að þér munið bregðast mér?
— Nei, alls ekki.
— Hvað er þá að? Af hverju eruð þér þá allt I einu orðin svona
annars hugar?
— Mér er kalt.
Konungurinn setti upp undrunarsvip.
— Kalt?
— Eldurinn er slokknaður, Sire. Það er hávetur og klukkan er tvö
að nóttu.
Á andliti Lúðviks XIV mátti greina sambland af undrun og ánægju.
— Svo það vottar fyrir viðkvæmni I yður? Ég hef aldrei heyrt neinn
kvarta þannig.
— Nei, það þorir enginn að kvarta, Sire. Það eru allir hræddir um
að valda yður óánægju.
— En þér....
— Ég er líka hrædd. En ég er hræddari við að verða veik. Jæja, þá,
hvernig á ég þá að hlýðnast skipunum yðar.
Konungurinn horfði hugsandi á hana, og í fyrsta skipti varð henni
ljóst, að I stoltum huga hans var einnig ofurlitil viðkvæmni.
— Gott, sagði hann. — Mig langar til að tala ofurlítið meira við
yður, en ég ætla ekki að bana yður.
Hann fór úr þykkri, brúnni flauelsskikkjunni og vafði henni um
axlir hennar. Hún fann af henni karlmannlegan ilm hans, blandaðan
írisrótarilmvatninu, sem hann notði ævinlega og einkenndi framgang
hans og þá lotningu, sem hann olli. Það fyllti hana næstum nautna-
kennd að draga saman gullbryddaða boðungana. Höndin, sem konung-
urinn lagði á öxl hennar, yljaði henni eins og höndin I draumnum. Hún
lokaði augunum eitt andartak og opnaði þau svo aftur.
Koungurinn lá á hnjánum við eldstæðið, raðaði I það eldiviði og
blés í glæðurnar þar til loginn blossaði.
— Bontemps er sofandi, sagði hann til að útskýra ókonunglegt fram-
ferði sitt. — Og ég vil ekki láta nokkurn annan vita um þennan laumu-
fund okkar.
Hann reis á fætur og strauk af höndum sér. Angelique horfði á
hann eins og hann væri ókunnugur maður, sem allt I einu hefði komið
inn I herbergið. Á skyrtunni var hann eins og vingjarnlegur, ungur
verzlunarmaður, sem hafði orðið að þola harðrétti fátæktarinnar I
uppvextinum. Óþægindi herbúðalifsins, ferðalög yfir auri ataða vega-
slóða og gistingar í næðingssömum köstulum, sem hirðin hafði gist
meðan stóð á herleiðingunni 1649, strámottur til að sofa á — var það
þá, sem þessi ungi konungur hafði lært að blása I glæðurnar?
Angelique myndi aldrei framar sjá hann I sama ljósi og áður. Hann
vissi þetta einnig og brosti til hennar.
— Á þessum tíma sólarhringsins getum við gleymt ströngustu hirð-
siðunum. Konungar eiga erfiða ævi, þar sem þeir verða að standa
skil á hverri sinni hreyfingu frammi fyrir öllum heiminum og komandi
öldum. Þeir verða að beygja sig undir þann stranga aga, þvi allir þeir,
sem umhverfis eru, fylgjast með af mikilli nákvæmni, og konungurlnn
má aldrei bregða út af þeirri reglu, sem honum er sett, heldur fara I
hvivetna eftir venjum og siðum og gera aldrei nema það sem búizt
er við af honum. Nóttin færir konungum þá útrás sem þeir verða að
fá. Það er þá, sem ég minnist þess stundum, hver og hvað ég er. Hann
þagnaði, og strauk með fingrunum um andlitið, eins og til að finna
andlitsdrættina á ný.
— Er þetta andlitið, sem hann sýnir ástmeyjum sínum? spurði
Angelique sjálfa sig.
Allt I einu skaut sú hugmynd upp kollinum hjá henni, að Madame
de Montespan væri ekki hans verð.
— Á nóttunni verð ég maður aftur, hélt konungurinn áfram. —
Mér þykir gaman að hverfa til þessarar skrifstofu og vinna hér I frlði
og ró. Hugsa, geispa, tala við hundana mína, án þess að þurfa að gæta
hvers orðs, sem ég segi, með það I huga, að það verði óafmáanlega
skráð I söguna. Hann klappaði öðrum hundinum sínum á kollinn. —
Á nóttinni get ég hitt hvern þann, sem ég vil, án þess að særa þegar
I stað tilfinningar hinna hirðmannanna og stofna til öfundar, sem gæti
leitt til borgarastyrjaldar, eða jafnvel milliríkjaóeirða. Já, nóttln er
bezti vinur konungsins.
Hann þagnaði; stóð fyrir framan hana og hallaði sér letilega upp
Framhald á næstu síðu.
VIKAN 47. tbl. rj