Vikan

Issue

Vikan - 25.11.1965, Page 8

Vikan - 25.11.1965, Page 8
Leonard HITASTILLAR FYRIR BAÐKER OG STURTUR LEONARD hitastillarnir er heims- þekkt gæðavara, sem uppfyllir ströngustu kröfur í nútíma híbýla- prýði. Sighvatur Einarsson & Co. Skipholt 15, Símar 24133 — 24137. Framhald af bls. 7. að boröinu, með krosslagða fætur. Hendur hans voru afslappar, því hann fann enga þörf til að gera talandi bendingar með þeim. Angelique fann aðdáunina vaxa á þessum manni, sem svaf svona lítið, en vann stöðugt alla daga, já, og rabbaði þar að auki við fólk, dansaði, gekk, veiddi, lenti i illdeilum í mikilvægum stjórnmálaflækjum, veitti hverju smáatriði nána athygli, en lét aldrei sjá á sér neina þreytu eða upp- gjafarmerki. — Mér þykir vænt um, hvernig þér horfið á mig, sagði konungurinn allt í einu. — Kona, sem horfir þannig á mann, fyllir hann hugrekki og stolti, og þegar maðurinn er konungur, langar hann til að sigra all- an heiminn. Angelique hló: — Þjóð yðar krefst ekki svo mikils af yður, Sire. Henni er nóg, að ég held, ef þér flytjið henni frið og sjáið um að landamærin séu trygg. Frakkland ætlast ekki til, að þér verðið annar Alexander mikli. — Þar hafið þér rangt fyrir yður. Stórveldi endast aðeins í hlut- falli við útþenslu sina — með því að vera stöðugt á verði og með stöðugri vinnu. — Látið þér yður samt ekki detta í hug, að þær skyld- ur, sem ég hef nefnt, séu mér byrði. Það er gott að vera konungur og það flytur þeim fullnægju, sem þráir að gera sitt bezta í hvivetna. Að sjálfsögðu er það ekki erfiðislaust né laust við þjáningar og áhyggj- ur. Óvissan um, hvort það, sem maður gerir, sé það eina rétta, kemur manni oft til að örvænta. En konungur verður að vera fljótur að velja þá leið, sem hann álítur bezta, og ég get ekki annað sagt, en að mér falli vel við þá ábyrgð, sem á mér hvílir.... Að hafa augun opin um allan heim... . Að vita stöðugt allt, sem gerist í hverri byggð, með hverri þjóð.... Að sjá viðkvæmar hliðar á hverri hirð og á hverjum erlendum prinsi og erindreka.... Að vita ótrúlegan fjölda atriða, sem álitið er að konungurinn viti ekkert um.... Að afhjúpa hjá hans eigin þegnum, það sem þeir hyggja bezt dulið.... Að komast að leyndum skoðunum allra hirðmannanna og taka, án þess að þeir viti, þátt i hverju þeirra minnsta áhyggjuefni.... Að sjá framþróun á hverjum degi i glæsilegum framkvæmdum og fyrirtækjum fólksins i landinu ....Eg veit ekki um neina ánægju, sem ég vildi láta í skiptum fyrir þessa, þó ég mætti. En nú er nóg komið, Madame. Ég misnota þolin- mæði yðar og athygli. Bráðlega kemur sú stund, er þér lítið beint í augu mér og segið: — Ég er syfjuð. — Ég hef hlustað af mestu athygli. — Ég veit það. Fyrirgefið mér ertnina. Þessvegna þykir mér svo gott að hafa yður nærri mér. Þér kunnið svo vel að hlusta. Þér getið sva sem sagt: — Hver hlustar ekki á kónginn? Það eru allir þögulir, þegar hann talar. Það er satt, en það er hægt að hlusta á margvíslegan hátt, og oft finn ég aðeins þýlynda þögn, sem segir já út í hött. En þér hlustið með öllu yðar hjarta, með öllum hæfileikum gáfnafars yðar og vilja til skilnings. Það þykir mér mjög vænt um. Það er oft erf- itt að finna einhvern til að tala við, þegar ég þarf nauðsynlega að tala. Mannshugurinn skýrist við að tala. 1 samræðu reikar hugurinn ómeðvitað frá einu til annars, miklu betur en við ihugun í einrúmi, og það er bæði spennandi og afslappandi. Þegar maður hefur einhvern tií að rökræða við, koma oft miklu fleiri hliðar i ljós en við blasa. En þetta er nóg að þesu sinni. Ég skal ekki halda yður lengur. Á bekk bak við leynidyrnar svaf Bontempts léttum vökulum svefni allra þjóna. Hann var þegar í stað kominn á fætur. Hann fylgdi Angelique aftur í gegnum myrk göngin, og þegar hún var aftur kom- in til herbergis síns, sendi hún hann aftur með skikkju konungsins. Loginn, sem hún hafði skilið eftir á kertinu í herberginu sinu, var flöktandi og kastaði daufu Ijósi upp í loftið. 1 bjarmanum frá þvi sá Angelique fölt andlit uppi við vegginn og trvæ hendur, sem héldu um talnaband. Eldri Gilandonstúlkan beið þolinmóð eftir að húsmóðir hennar sneri aftur. — Hvað ertu að gera hér? spurði Angelique gremjulega. — Ég kallaði ekki á þig. — Hundurinn var að gelta. Ég bjóst við, að þér þyrftuð á einhverju að halda, og þegar þér svöruðuð ekki, áleit ég að þér væruð veik. — Ég gæti hafa verið sofandi. Þú hefur of auðugt ímyndunarafl, Marie-Anne. Það er til óþæginda. Þarf ég að segja þér, að þú mátt ekki minnast á þetta? — Auðvitað ekki, Madame. Þurfið þér einhvers með? — Or því þú ert á fótum geturðu glætt eldinn og sett heit kol í hitakassann, til að hita upp rúmið mitt. Mér er ískalt. — Að minnsta kosti álitur hún þá ekki, að ég komi beint úr rúm- inu hjá einhverjum, sagði Angeligue við sjálfa sig. — En hún hefur samt of mikið ímyndunarafl. Hvað nú, ef hún hefur þekkt Bontemps þegar hann hélt dyrunum opnum fyrir mér.... Hún klöngraðist upp í rúmið, en svefninn, sem hún vonaðist eftir, kom ekki. Eftir tæplega þrjár klukkustundir myndi Madame Hamelin, garnla barnfóstran, keifa eftir göngum Versála með knipplingahúfuna, til þess að draga tjöldin frá hinu konunglega rúmi og dagur Lúðvíks XTV myndi byrja á ný. Söngræn rödd hans hjjómaði qnn í eyrum hennar, þar sem hann trúði henni fyrir hugsunum sínúfn, svo tileinkuð henni en þó svo g VIKAN 47. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.