Vikan - 25.11.1965, Qupperneq 12
Verstu menn
veraldar 2. hluti
KVAIARAR
HQRKARLAROQ
HTÐINGA-
MEISTARAR
Dagur Þorleifsson tók saman
Teíkning: Baltasar
MarkmiS fsabellu Spánardrottningar, sem rak Mára endanlega suður yfir
Gíbraltarsund og lánaði Kólumbusi skúturnar, sem hann notaði til að komast
til Ameríku, má tákna með orðunum: Einn guð, einn konunugur, ein lög.
Að ná því var allt annað en auðvelt, því auk kristinna manna var þá í land-
inu fjöldi Múhameðstrúarmanna og Gyðinga, auk þess sem það hafði til
skamms tíma verið bútað sundur í nokkur ríki, með mismunandi lögum. En
ísabella er með meiri kvenskörungum sögunnar og leysti vandann furðanlega,
þótt aðferðir hennar til þess væru ekki allar jafn mannúðlegar eða skyn-
samlegar.
Sú vafasamasta var beiting Rannsóknarréttarins, inkvistitíónarinnar, sem
opinberlega hét Santo officio (hið heilaga embætti) og var stofnað með páfa-
úrskurði 1478, til baráttu gegn villutrú. Er óhætt að fullyrða, að ekkert til-
tæki kaþólsku kirkjunnar hafi orðið henni til jafn mikillar skammar, og er
þó af nógu að taka, til dæmis hórlifnað og eiturbyrlunum þeirra Borgíafeðga,
svo eitthvað sé nefnt.
Fyrrnefndar þjóðfélagsaðstæður leiddu til þess, að hvergi lét Rannsóknar-
rétturinn jafnmikið til sín taka og á Spáni. Þar fékk ísabella forstöðu hans
í hendur skriftaföður sínum, dóminíkamunki að nafni Frey Thomas de Torque-
mada, sem átti eftir að standa sig með eindæmum vel í embættinu og afla
12 VIKAN 47. tbl.
Gamalt máltæki segir, aS betra sé
vera af illu frægur en engu.
Um þaS má deila,
hvaSa skilyrSum menn verSa aS
fullnægja til aS teljast verstu menn
veraldar. Brezkur rithöfundur
hefur nú gefiS út bók um þá 13,
sem hann telur mestu fúlmenni, sem
uppi hafa veriS. í greinaflokki þeim,
sem hér birtist, og byggSur er á
bókinni, er gerS grein fyrir þessum
þrettánmenningum.
sér ódauðlegrar frægðar sem mesti óþokki, sem nokkru
sinni hefur borið munkakufl.
Aðgerðir hans beindust fljótlega hvað mest gegn Gyð-
ingum, sem þá voru mjög fjölmennir í landinu; í lok
þrettándu aldar voru þeir nálega milljón í Kastilíu einni.
Versnaði hagur þeirra stórum, eftir að kristnir menn
höfðu náð völdum í landinu. Til að forðast ofsóknir og
misrétti, gekk fjöldi Gyðinga af trúnni og lét skírast til
kristni; hlutu slíkir trúskiptingar öll hin sömu réttindi
og kristnir menn, því ofsóknir Spánverja voru trúarlegs
eðlis, en ekki kynþáttalegs. En fljótlega kom upp sá
kvittur, að hinir nýkristnu Gyðingar væru meira en
lítið blendnir í trúnni og varð eitt meginverkefni Rann-
sóknarréttarins að ganga úr skugga um það.
Því fór fjarri að Torquemada, sem var af göfugum
ættum úr Gömlu-Kastilíu, væri ógnvænlegur álitum.
Hann var langur og horaður, lotinn í herðum, mildur til
augna og fasið góðmannlegt. Til marks um guðræki-
legt líferni hans, sem var ekki sérstaklega algengt hjá
kirkjunnar mönnum í þann tíð, er sagt að hann hafi