Vikan

Tölublað

Vikan - 25.11.1965, Blaðsíða 18

Vikan - 25.11.1965, Blaðsíða 18
Þessi frumgerS a8 íbúð- arhúsi byggðu úr plastefnum, er eftir bandarískan arki- tekt. Þetta „framtíðarhús" fær gnægS af sólarljósi gegn- um nokkurskonar gluggaþiljur ó flestum veggjum. BORG FRAMTiÐARINNAR: Þrjú þúsund milljónir og raunar þremur hundr- uðum betur, eiga nú sem stendur að skipta með sér gögnum og gæðum þessa gamla hnattar. En um næstu aldamót verðum við áreiðanlega orðin miklu fleiri, og gildir að einu hvort okk- ur líkar það betur eða ver. Sex til sjö milljarð- ar að rúmum aldarþriðjungi liðnum. Það er slík ofsaleg þennsla mannabyggðar á þessum hnetti, sem mestu mun valda um atburðarás næstu áratuga, og þessi háski er þegar á næstu grösum, svo ráðin til að afstýra vandræðum þarf að framkvæma svo fljótt sem unnt er. Viðátturnar á yfirborði jarðarinnar, sem þóttu svo miklar fyrir einni öld, hafa síðan virzt vera að skreppa saman meir og meir svo furðu gegnir. Sífellt þrengist um hvern einstakan. Ef svo fer fram sem nú horfir, verða þrengslin orðin slík við lok tuttugustu og fimmtu aldar, að hver einstakur verður að láta sér nægja einn fermetra, og þó því aðeins svo ríflegan skerf, að höfin verði þá jafn þéttbyggð sem löndin, og engin óbyggð svæði neinsstaðar. Þessi framtíðarspá er ekki út f bláinn. Hún er rökrétt niðurstaða af forsendum, sem við höfum öll átt kost á að kynna okkur. Menning- in tekur óðfluga breytingum, og það svo að sumt hið bezt grundvallaða, það sem gengið hefur að erfðum um aldir, fekur að bifast. Gömlu boðorðin um það hvernig lifa skuli, hvernig hugsa skuli, ganga úr gildi hvert af öðru. Heimsmynd forfeðra okkar — eðli tíma og rúms — gildir ekki í augum þeirra sem nú lifa, sú sem við aðhyllumst mun ekki gilda í aug- um afkomenda okkar á næstu öld og öldum. Vandamálin sem að kalla núna, eru jafn stór- kostleg sem átökin til úrbóta þurfa að vera. Krabbamein sem sífellt stækkar. Jafnhliða mannfjölguninni eykst aðstreymi til borganna svo fram úr öllu valdi, að þjóðfélags- fræðingar kalla þetta „innhverfa sprengingu" þjóðlífsins, og stafar þetta mest af samþjöpp- un skrifstofuvaldsins og svo því aðdráttarafli, sem borgir hafa á múginn. Fyrir tvöhundruð árum var engin borg til, sem hafði milljón íbúa. Nú sem stendur eru til 40 milljónaborg- ir, og af þeim hafa nokkrar yfir 10 milljónir íbúa. Og þær stækka í sífellu. Sérfræðingar í skipulagningu borga eru þegar farnir að tala um „borga-vetrarbrautir". Því stórborgirnar þétt- ast, stækka, færa út takmörk sín, gleypa minni nágrannaborgir, teygja fálmara í ýmsar áttir, „nýlendur", sem eiga fyrir sér að samlagast aðalborginni. Tokyo er nú sem stendur 60 km. á lengd. En árið 2000 verður ástandið orðið langtum háskalegra. París verður þá samkvæmt ágizkunum 300 km. að lengd. Og Coté d'Azur, Bláströndin, verður öll ein „borgar-vetrarbraut". Þó mun austurströnd Bandaríkjanna taka öllu fram. Sú „borgar-vetrarbraut" mun ná frá Bost- onhverfi suður til Baltimorehverfis óslitið, en sú vegalengd er 1000 km. Þessar áætlanir um það sem koma mun, hafa opnað augu manna fyrir hættunni: þessi umbylting mun hafa í för með sér augljós vandræði: fátækrahverfi, hættu- legan vatnsskort, óhreinkun andrúmsloftsins, heilsuspillandi hávaða, slys, glæpafaraldra, sjúkdóma og ringulreið í skipulagi. Le Corbusier, þessi mikli arkitekt, segir svo: „Leiguíbúðir af lakara tagi eru nokkurskonar braggar, óboð- legir og ómannsæmandi. Stórborgirnar eru krabbamein sem alltaf er að vaxa". Það er nauðsynlegt að gera sér Ijóst hve mikið liggur á að brugðið sé fljótt við að ráða bót á þess- um vanda. Einbýlishús með garði er nokkuð, sem óhugsandi er að almenningur geti veitt sér framar. Þetta er einkenni á menningu, sem er að hverfa, verður horfin á morgun. Árið 2000 verður þetta úrelt með öllu þó að ein- hverri fámennri sérréttindastétt kunni að leyf- ast það, eins og ennþá finnast nokkrir sérvitr- ingar sem kjósa sér að eiga heima í höllum. Frá ströngu fjárhagslegu sjónarmiði er slik einkaeign allt að því fjarstæða. Því þetta set- ur ringulreið á borgirnar, og verður samfélag- inu að sívaxandi byrði. Le Corbusier hefur lát- ið ( Ijós álit sitt á þessu og hann tekur ekki á því með siklihönzkum: „Að hver einstakur hafi sinn litla garð umhverfis húsið, sitt litla einkahús, frjálsræði til að haga þessu að vild sinni? Nei, þetta er óframkvæmanlegt, það er fullkomin ofrausn og skerðing á réttindum heild- arinnar. Auk þess kjósa allir að lifa í samfélagi Þessi hólmi gerður af manna- höndum er teiknaður af Paul May- mont og liggur fyrir landi í Monakó, og er ætlaður til aukningar borgarsvæð- inu, en þar eru nú landþrengsli mikil. Jg VIKAN 47. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.