Vikan - 25.11.1965, Side 19
Hús þetta er sem stendur
í byggingu í Denver í Colorado.
En byggingarlist framtiðar-
innar mun taka þessu
langt fram.
við aðra, bæði vegna þess að maður er manns
gaman, en líka til þess að mynda varnir gegn
sameiginlegum óvini og hafa samtök og sam-
vinnu um það sem gera þarf. Ef menn kjósa,
svo sem nú gerist, að hverfa hver inn ( sinn
klefa, sína holu, hvort sem er í sambýlis- eða
einbýlishúsi, þá er það af því að borgin er
einstaklingnum fiandsamleg og svíkst undan
skyldum sínum við hann".
Dagar spámannanna.
Skipuleggjendur borga verða nú á dögum
að kunna að gera fiölþættar áætlanir. „Nýja
borg ætti að byggja með nýju fyrirkomulagi,
að hún líkist ofurstórri skipasmiðastöð með ys
og þys, og húsin líkist stórkostlegri vél. Ekki
má staðsetia lyfturnar, svo sem nú er gert, í
stigarúminu miðju, né láta þær ganga lóðrétt
upp og niður, stigar verða þá óþarfir, en í
staðinn fyrir þá og hina eldri gerð af lyftum,
mun koma lyftuslanga, sem vefst um húsið
að utan og rennur í sífellu, gerð úr gleri og
stáli. En húsin sjálf, sem verða úr steinsteypu,
járni og gleri, munu rísa sem nú, við göturnar,
þessi gljúfur þar sem mannhafið iðar, laus við
skreytingar og pírumpár, fegruð engu nema svip
sínum: litum, línum og hlutföllum, og raunar
nokkuð ómennsk í sinni tæknilegu fullkomnun,
þar sem allt verður að þoka sem ekki þjónar
hinum nýju markmiðum. Gatan verður þá ekki
framar fyrir framan þröskuldinn, eins og motta,
heldur ofar jörðu jafnt sem neðanjarðar. Með
þessu móti má beina umferðinni í stórborgunum
í nógu marga farvegi til þess að hún lendi ekki
í öngþveiti".
Þessi djarflega yfirlýsing er frá hendi (talsks
borgararkitekts, Antonio Sant'Elia. Hann dó ár-
ið — 1916. Þetta er vottur þess hve vanþakk-
látt er verk þess manns sem langt er á undan
samtíð sinni. Síðan þetta var skrifað hefur bygg-
ingarlistin raunar tekið stórt stökk fram á við,
og þeir sem ábyrgð teljast bera á skipulagningu
framtíðarborganna, hafa þegar komið sér sam-
an um ýms grundvallaratriði. Svo er að sjá sem
hið forna hefðbundna snið húsa (erft frá Forn-
Egyptum). ferstrendingurinn, þyki nú orðið úr-
elt og fráleitt. Ný form koma fram og krefjast
réttar síns. Hið gamla skal verða afmáð, allt
verða sem nýtt. Og nú þykir ekki framar þörf
á að hús sé í nánum tengslum við móður jörð.
A hæðina skulu hús framtíðarinnar vaxa, hag-
nýtt skal verða hið auða tóm ofar jörðu. Fólk-
ið verður að láta sér lynda að haga daglegu
lífi sínu á mjög óltkan hátt því sem verið hef-
ur.
Það kann að þykja enn furðulegra, að ekki
skuli sjást nein veruleg merki þess jafnvel [
nýtízkulegum borgum, að þessi bylting sé fyr-
ir dyrum. Við erum orðin samþykk og vön þess-
um skýjakljúfum, sem sumir halda víst enn að
tákni eitthvað byltingarkennt. Jafnvel sum hin
nýjustu mannvirki á Manhattan, t.d. bera eng-
an vott annars en varfærni og fastheldni við
hið gamla.
I annan stað þarf ekki annað en að nefna
nöfn eins og Robert Le Ricolais, Buckminster—
Fuller, Frei—Otto, Eduard Albert, Yona Fried-
man, Walter Jonas, Paul Maymont, og ýmsa
aðra, svo að sjá megi, hvernig hið djarfasta
hugmyndaflug er senn orðið að veruleika, svo
það er sem við blasi ný veröld, veröld sem
fátt á sameignlegt við hina gömlu, veröld sem
almenning grunar ekki að til sé, og samt er
það hún sem bíður hans — á morgun. Svo
framarlega sem menn geta látið sér skiljast
þetta í tíma, og fást til að haga sér og laga sig
eftir því.
Framúrmennirnir (avantgardistarnir) eiga enn
sem komið er óhægt um öll vik og reka sig á
tálmanir ( hverju spori: fyrirfram gerðar sann-
færingar, skort á ímyndunarafli, smásmuguleg
sérhagsmunasjónarmið, andúð á breytingum og
framförum. I rauninni eru ekki til nema tvær
borgir sem samsvara kröfum tímans: Brasilía
í Suður-Ameríku og Chandigarh á Indlandi. Lít-
ið er það. En jafnvíst er að þetta stendur til
bóta. Hin nýja byggingarlist nýrra borga er að
koma, hún breiðist út dag frá degi og hindrr
unum verður úr vegi rutt. Nýtt menningarskeið
er að hefjast.
Framhald á bls. 53.
: .
Þessi skiðabraut er í Los Angeles. Á
slíkri braut á að vera hægt
að stunda skiðaiþróttina jafnt vetur sem
sumar, og það í Kaliforníu,
þessu heita, sólrika landi.
VIKAN 47. tbl. 1Q