Vikan

Útgáva

Vikan - 25.11.1965, Síða 22

Vikan - 25.11.1965, Síða 22
Fjölskyldan Pech frá Kungelv, Pelle, Syrene og fimm ára sonur þeirra Rudi, sigldu yfir Atlants- hafið, frá Kanarieyjum til Vestur-lndía á 23 sól- arhringum. ÞaS var mettími, en það munaði að- eins hársbreidd að þau yrðu hafinu að bráð. Það sem átti að verða róleg skemmtisigling í kjölfari Kólumbusar, varð að baráttu fyrir lífinu. einna líkast martröð. Aldrei höfum við verið eins samrýmd cins og á Atlantshafinu. $ Fjöiskyidan Pech telur þrjá meðlimi, pabbann, Per-Erik, mömmuna, Syrenu og þriggja ára gamlan sen þeirra, Rudi. Þau eiga blaðatum í Kungelv og hafa sæmiiega afkcmu. Pelle (Per Er- ik) leigði tuminn út fyrir 65.000 krónur, svo fiutti hann fjölskyld- una uir. borð í átta metra segl- bát, sem hann átti og sigldi á haf út. Hann ætlaði að sigla til Amer- íku með konu og barn. Ljóshærða konan hans hafði lítið komið á sjó, svo það var kominn tími til að hún færi að sjóast. Drengur- inn átti að læra skipasmíði og það var ekki seinna vænna að hann fengi að sjá hvemig bátur liti út, hann gat líka æft sig í skipateikningum á leiðinni. Þau lögðu leið sína til La Palm- as á Kanaríeyjum, og þar fóru þau að útbúa sig undir ferðina yfir Atlantshafið. Þau ætluðu að sigla sömu leið og Kristofer Kol- umbus árið 1492. Þetta átti að vera róleg og örugg sigling í mildum staðvindi. Þegar aliur útbúnaður og mat- 22 VIKAN 47. tbl. væli voru komin um borð, áttu þau aðeins eftir 3200.00 krónur í peningum. Þau höfðu keypt nýja ávexti, sem pakkaðir voru í loft- þéttar umbúðir. 350 lítra vatns, sérstaklega útbúið í ryðfríum tank og plastflöskum. Svo höfðu þau auðvitað allskonar matvæli, meðöl og eitthvað smávegis af áfengi Þar að auki urðu þau auð- vitað að hafa allskonar varahluti og björgunartæki. Fyrir drenginn höfðu þau tek- ið Grimms ævintýri, byrjunar kennslubækur, módelleir, litabók og kubbakassa. Svo settu þau silfurpening und- ir mastrið, að hætti gamalla vík- inga. En þegar þau ætluðu að sigla af stað var kominn hvirfil- vindur, sem stóð í tólf daga. Á þeim tíma eyðilögðust ávextirnir og laukurinn. Þau yfirgáfu Las Palmas í frek- ar hvössu veðri, en héldu að það væru bara eftirstöðvar af hvirf- ilvindinum, en það var þó nokk- uð hvasst og miklar öldur. Fyrsta kvöldið tók Syrene upp vasabók, það átti að verða logg- bókin í ferðinni. Með einföldum látlausum setningum hefir henni tekist að skýra frá þeim erfið- leikum sem þau lentu í á leið- inni. Við birtum hér dagbókar- blöðin, með nokkrum skýring- um, sem Pelle og Syrene hafa bætt við. 1. sólarhr: 2.30. Fórum frá Las Palmas. Nóttin var slæm. Öld- urnar risu allt í kring um okkur. Allir bátamir í höfninni flaut- uðu, þegar við fórum. Flugfisk- ar lentu á þilfarinu. Syrene sjó- veik, ætlaði að elda mat, en treysti sér ekki til þess. 2. hólarhr: Fínn dagur. Sjálf- stýring, þ.e.a.s. fokkan stýrði bátnum. Svaf. Hafði gát á bátum í kringum okkur. Þriggja tíma vakt. Syrene frísk aftur. 3. sólarhr: Góður vindur. Þriggja tíma vakt, Pelle svaf á vaktinni. Vindur eykst, góð ferð. (Rudi hefur það ágætt. Hann sefur mikið. Við lesum eina sögu úr Grimms ævintýrum fyrir hann daglega. Við tókum með okkur aðventudagatal og hann má opna eitt hólf daglega. „Þeg- ar þú opnar síðustu lokuna ertu kominn til Ameríku, Rudi“)- 4. sólarhr: Hvasst ca. 22 sek- úndumetrar. Meðvindur. Nóttin hræðileg. Eitt stag í mastrinu slitnaði. Fokkan fór í tvennt. Við ultum mikið alla nóttina. (Það var ómögulegt fyrir Pelle að fara upp í mastrið og gera við stagið. Við gátum ekkert sof- ið, lágum samt útaf, en hrukk- um upp við hvert óvenjulegt hljóð. Við reyndum að halda bátnum í horfinu og gá að öðr- um bátum. Flugfiskarnir döns- uðu um þilfarið hjá okkur, einn flaug á Pelle). 5. sólarhr: Pelle fór upp í mastrið og gerði við stagið. (Vel af sér vikið!) Lágum fyrir alla nóttina. Sjálfstýring. („Ég verð að komast upp í mastrið með nýjan kaðal, ef þetta á að halda“. Hann sat fastur í sætinu og lagaði kaðlana, sem við höfðum haft með okkur til vara. Þeir voru í plastslöngum svo þeir nudduðust síður í sundur. En það voru átta metrar upp í masturs- toppinn og öldurnar voru fjall-

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.