Vikan

Eksemplar

Vikan - 25.11.1965, Side 31

Vikan - 25.11.1965, Side 31
SEN 151 23“ Kr. 16.500. Heimilistæki, Hafnarstræti 1, aðeins eitt atriði, sem væntanlegur kaupandi þarf að kynna sér rækilega áður en hann skrifar undir víxlana: Að tækið sé þannig út- búið að hvaða pelabam sem er, geti skipt því milli stöðva — Keflavíkur og tilvonandi Reykjavíkur — með því að ýta á, toga í, velta eða snúa einum hnappi. Annað tökum við ekki til greina hérna hjá VIKUNNI. Púntum og basta. Svo megið þið og eigið auðvitað að velja ykkur tæki, sem þar að auki hefur þann takkafjölda, sem ykkur finnst æskilegastur, þrefalda smekkláslæsingu á hurðum, fjar- stýringu, diskabremsur á hjólum undir borð- inu o.fl. Það er algjört einkamál þitt og pyngjunnar. Ég vil samt nota tækifærið og skjóta því hér inn í þessa gagnorðu lýsingu, að sjálfur veitti ég mér þann lúxus að hafa fjarstýr ingu á mínu tæki, og lýsi því hérmeð yfir að það er tilgangslaust fyrir nokkurn mann að reyna að selja mér tæki, sem ekki er hægt að tengja slíkt apparat við. Þetta litla aukatæki kostar einhversstaðar nálægt 500 krónum aukalega, og sá sem fann það upp, ætti skilyrðislaust að fá friðarverðlaun Nób- els þrjú ár í röð, því ef það er nokkuð, sem bjargar heimilisfriðnum á sjónvarpsheimili, þá er það það. Með þetta apparat í hendinni, getur heim- ilisfaðirinn — eða móðirin ef þannig er á- statt — setið kyrr í sínum hægindastól með (mjólkur)glas sér við hlið og stjórnað öll- um hávaðanum með því að hreyfa litlaputta til eða frá. Þegar kábojarnir hætta að skjóta hvor annan og fallega stúlkan með tennurnar fer að tala um tannkrem og tann- bursta, þá drepur herrann einfaldlega allan tón í tækinu og fer að skamma krakkana á meðan, eða segir þeim að sækja meira í glasið fyrir sig. Svo hækkar hann aftur þegar byssumar hefjast á loft að nýju. Ef honum finnst myndin of dauf, of björt, og dökk eða eitthvað svoleiðis, þá lagar hann það á sama máta án þess að hreyfa sig úr sæti, og stjórn- ar þannig allri sýningunni eins og sýning- arstjóri í bíó, og ef konan í næsta húsi dropp- ar inn til að sníkja sér kaffi, þá hækkar hann bara tóninn svo ekki heyrist manns- ins mál í mílufjarlægð. En þessi þægindi er ekki hægt að setja í samband við allar gerðir tækja, svo það er eins gott að athuga það strax við kaupin, EKCO TC794 23“ Kr. 26.770. Raf-val, Lækjargötu 6A. PAM 5436 23“ Kr. 21.740. Raf-val, Lækjargötu ÍA. ef maður hefur nokkum áhuga á heimilis- friðnum á annað borð. Nú, það er kannske rétt að minnast aðeins á það, að þeir sem ætla að horfa á Keflavík jafnframt Reykjavík, þurfa flestir að fá sér loftnet, ofan á kofann eða utan á hann. Að vísu þekkist það að inniloftnetið sem er byggt á sumar gerðir tækja, dugi til þess að ná sæmilegri mynd, ef staðurinn er ákjósan- legur. Og fróður maður fræðir mig á því að sennilega muni það nægja í flestum tilfell- um, þegar Reykjavíkurstöðin fer að senda út. En við skulum samt gera ráð fyrir úti- loftneti til öryggis, og reikna með kostnaði í sambandi við það. Ef þið verzlið við fyrirtæki sem ber ein- hverja virðingu fyrir sjálfu sér, þá sendir það fagmann á staðinn áður en þú kaupir tækið, til að athuga aðstæður allar, áætla og segja til um hvað þú þurfir af dótaríi og hvað það kosti með uppsetningu. Lík- lega er óhætt að segja að venjulegt sjón- varpsloftnet kosti uppsett einhversstaðar milli 2500 krónum til 3500. í einstaka tilfell- um getur maður sloppið ódýrar, en með því má helzt ekki reikna. Ef tveir eða fleiri sjón- varpsnotendur eru í sama húsi, þá er mjög einfalt fyrir þá að sameinast um loftnetið. En þá verða þeir líka að kaupa sér svokall- aðan magnara í viðbót. Magnari, sem dug- ar fyrir allt að 5 sjónvarpstæki, kostar um 2.000 kr., en magnari fyrir allt að 24 tæki kostar aftur á móti ekki nema 2.500. Fjöl- býlishúsasjónvarpseigendur ættu þannig að komast vel frá þeim kostnaði. En við skulum ekki vera að þessu röfli öllu lengur, heldur líta á eitthvað af tækj- um, sem nú eru á markaðnum hér. VTKAN gaf öllum sjónvarpsseljendum kost á að vera með í þessari lýsingu, setti þeim rúman frest til að senda upplýsingar, og þeir sem ekki höfðu áhuga á því, hafa vafalaust lítinn áhuga á að selja sín tæki yfirhöfuð eða veita kaupendum sjálfsagða þjónustu. Við dæmum ekkert milli tækjanna, og tökum raunar enga ábyrgð á upplýsingun- um heldur, því bæði er að við höfum ekki haft tækifæri til að fá staðfestingu á þeim, og svo geta ávalt orðið breytingar á tækj- unum frá framleiðenda, á verði eða öðru. Þessar upplýsingar eru því aðeins hugsað- ar sem fyrstu leiðbeiningar til væntanlegra kaupenda, sem síðan afla sér nákvæmari upplýsinga áður en kaupin eru fest. G.K. Þarftu endilega aö lesa í riíra- inu? VIKAN 47. tbl. gj

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.