Vikan

Útgáva

Vikan - 25.11.1965, Síða 35

Vikan - 25.11.1965, Síða 35
Perlurnar Framhald af bls. 17. — Þetta er ótrúlegt, andvarpaði Lisl. — Bíddu bara, hlustaðu nú vel, því nú kem ég að því allra bezta! Ég var búin að sitja um stund með þetta yndislega barn í kjöltunni, — sjóðu til, — ég var í kvöldkjól, því að ég var boðin út um kvöldið, og ég var líka með perluhólsbandið, sem Reiffenstein hafði gefið mér. Krakkinn var alltaf að leika sér að perlunum og allt í einu fór hún að tala við mig. — Heyrðu, fallega kona, segir hún, mamma er að gróta. Hefir þú tekið perlurnar hennar mömmu? Aumingja mamma, hún ó ekki leng- ur neinar perlur . . . Mitzi hermdi eftir barninu af hreinustu snilld. Hún stóð upp. Nú hlýtur lokaatriðið að nólgast. — Barónsfrúin fer aftur að gróta og barnið æpir. Ég veit hreint ekki hvað ég ó að gera. Ég reyni að spyrja barónsfrúna, skora ó hana að segja mér hvað ég geti gert í þessu móli, en hún fæst ekki til að segja, orð. Hún stendur kjökrandi ó fætur, dregur blæjuna fyrir and- litið og gengur til dyra. — Látið mig í friði, verið miskunnsöm, hvísl- ar hún. — Dásamlegt, Lisl sýpur hveljur. — Veiztu hvað það var sem hún vildi? Mitzi þagnar, og andrúms- loftið er hlaðið spennu. — Perl- urnar, perluhálsbandið mitt, skil- urðu? Hún átti það, þetta voru hennar perlur, gamall ættargripur og síðasta djásnið hennar! Barón- inn hafði tekið þær frá henni og sagt henni að hann ætlaði að pant- setja perlurnar til að borga skuld. Gegnum góðan vin komst hún að því að hann hafði gefið mér háls- bandið, og nú var hún hér komin, hún og saklaust barnið þeirra, til að skírskota til göfuglyndis míns . . Nú er löng þögn, svo hvíslaði Lisl: — Og þú, hvað gerðir þú? Mitzi sagði einfaldlega: — Ég, — ég lét hana hafa perlurnar. Hún teygir úr sér á feldinum og horfir á vinkonuna, hálflokuðum augum. Hún sér að trompspilið hef- ir náð tilætluðum árangri. — En nú skal ég segja þér það lýgilegasta. Barónsfrúin tók við perlunum, greip hönd mína og reyndi að kæfa grátinn. Svo breiddi hún blæjuna fyrir andlitið, tautaði einhver þakkarorð og gekk út. Þú getur ímyndað þér að hún var varla komin út úr dyrunum, þegar ég fór að hágráta og grét þangað til ég var uppgefin. Hugsa sér, að Reiffenstein skildi vera þessl skepna, og ég sem alltaf hafði ver- ið svo góð við hann, hafði elskað hann og boðið honum að borða þrisvar í viku. Það kostar ekki svo lítið að kaupa mat, vín og allt því tilheyrandi. Og hann hafði aldrei gefið mér neitt, nema þessar perl- ur. Mitzi tekur eftir því að hún hefir færzt úr stellingunum á feldinum og flýtir sér að laga sig til. — Þú skilur mig vonandi, Lisl, sagði hún og dró upp vasaklút. — Ég er hvorki eigingjörn né til- ætlunarsöm, en þetta var einum of mikið. Nú skal ég halda áfram með söguna. Reiffenstein kom svo í heimsókn til mín, og ég lét segja honum að ég væri með höfuðverk og vildi ekki sjá hann. En hann lætur ekki reka sig burt. Nú jepja, þá það. Mitzi setur upp hátíðlegan svip. — Gerðu þér í hugarlund á- sjónuna á vesalings Reiffenstein þar sem hann nemur staðar, hikandi og steinhissa í gættinni . . . — Þú hefir vonandi gert uppi- stand? sagði Lisl eftirvæntingarfull. — Þú getur bókað að ég gerði uppistand, og það svo um mun- aði. Ég grét, ég öskraði, ég féll í ómegin og ég sagði honum allt, — en hann skilur ekki neitt, reynir að róa mig, spyr og tekur fram í fyrir mér ... Og nú kemur það, Lisl, nú kemur rúsínan í pylsuend- anum, sagði Mitzi, rétt eins og hún væri að lesa svardaga. Svo sezt hún upp. — Sagan var öll upplog- in, samvizkulaus svik og lygi, frá upphafi til enda . . . — Hvernig þá? spurði Lisl, með galopinn munn. — Einfaldlega það sem ég er að segja, — viðbjóðsleg svik. Hann er ekki giftur, það er enginn Reiffen- stein barónsfrú til, hann á ekkert bam, enga ættardýrgripi, yfirleitt ekki neitt. Og þarna var ég búin að gefa þessu svikakvendi perlurn- ar mínar, þessu viðbjóðslega svika- kvendi! Mitzi hnígur örmagna niður á hlébarðafeldinn. — Og hvað á ég nú að gera? — Snúa þér til lögreglunnar, til dómstólanna, eða einhvers lög- fræðings, ráðlagði Lisl. — Segðu honum að hann verði að ná ( hálsbandið, eða að gefa þér ann- að! — Tj-a-a, sagði Mitzi háðslega. — Það hugsar þú auðvitað, þú veizt að ég er heiðarleg manneskja, sem aldrei gæti hugsað mér að gera neitt á hluta annarra. En ég skal segja þér hvað ég er, auðtrúa fífl, já það er eina orðið yfir mig. Veiztu hvað hann sagði? Elsku, litla dúfan mín, við skulum ekki gera neitt veður út af þessu máli. Við getum ekki tilkynnt þetta til lögreglunnar, — það er svolítið sem ég verð að segja þér, — Það er, hm, — já í raun og veru hefirðu verið heppin, því að, — að ( hrein- skilni sagt, þá voru perlurnar alls ekki ekta. — Sviknarl endurtók Mitzi og yppti öxlum kæruleysislega og þessi hreyfing breiðir á einn hátt yfir raunalegan veruleikann. Þetta er áhrifarík hreyfing, hugs- aði Lisl. Ég verð að reyna að muna að æfa mig ( henni. . . Þær sitja hljóðar um stund, en svo segir Mitzi hugsandi: — Ég er þó sannarlega glöð yfir þv( að ég er búin að halda fram hjá honum, að minnsta kosti f hálft ár. SAUMLAUSIR NET- NÝLONSOKKAR I TÍZKULITUM. SÖLiUS.TAÐIR: RAUPFÉLÖGIN UM.LAND ALLT., SÍS AUSTURSTRÆTU UÞfGFRÚ YNDISFRÍÐ býður yður hið landsþekkta konfekfc frá, N Ó Á. HVAR ER ÖRKIN HANS NOAI M er slltat saml leUmrlnn I hénnl Tinl- lsfrlS okhkr. Bún hefnr fallS Srklna hans N6a elnhvers itaSár i hlaSlnn'oB heltlr cSSum vetSlaunum handa þelm, sem getur fundlS Srklna. TerSIannln eru atðr kon- fektkaiil, fullnr af hezta konfcktl, oe frwntelSándlnn er auSvltaS SmlsœtlsgcrS- Sn 8U- ÖHdn útiu. SlSait er dreglS var Maut verSIaunln: Ástríður B. Bjarnadóttir, Ásvallagötu 7, Reykjavík. Vinninganna má vitja í skrifstofu Vikunnar. 47. tbl. VIKAN 47. tbl. gg

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.