Vikan

Eksemplar

Vikan - 25.11.1965, Side 42

Vikan - 25.11.1965, Side 42
~v þaö en auöséö... f f Wfl 11 v f i Si OMO 0*f% skilar úm'fí&Á hvífasta Já, það er auðvelt að sjá að OMO skilar hvítasta þvottinum. Sjáið hve skínandi hvítur hvíti þvottur- inn verður og einnig verða litirnir skærri á litaða þvottinum sé OMO notað. Löðrandi OMO, gerir þvot- tinn ekki aðeins hreinan heldur einnig/jv/'fa/'/. Reynið OMO og þér munuð sannfærast. þvottinum! X-OMO lls/lC-4441 mannafæri þeim konum, sem honum leizt vel á. Og þýlyndur múgurinn fagnaði hverju hans tiltæki. Um síðir þóttist þessi óstýri- láti landsfaðir hafa rasað út og ákvað að staðfesta ráð sitt. Lét hann þá fara fram almenna feg- urðarsamkeppni í hverju héraði, en þær, sem framúr sköruðu, voru sendar til úrslitakeppi í Moskvu. Minnti þetta tilstand allt mjög á fegurðarsamkeppnir þessarar aldar. Eftir nákvæma yfirvegun valdi ívan sér til ekta Anastasíu nokkra, stúlku af forn- um aðalsættum. Við henni gat hann tvo sonu. Skömmu síðar ákvað sarinn að ráðast á Kasan, sem nú var helzta fótfestan, sem Tartarar — afkom- endur Mongólanna ■—■ áttu eftir í Rússlandi. Urðu Rússar þar sig- 42 VIKAN 47. tbl. ursælir, þótt við borð lægi að illa færi vegna bleyðiskapar ív- ans, sem alltaf varð að gjalti ef einhver hætta var á ferðum. Kasan var tekin og íbúarnir kvistaðir niður af mikilli grimmd. Síðan var Astrakan, annað ríki Tartara, einnig her- tekið. Þar með var öllum meiri- háttar hindrunum rutt úr vegi fyrir útþenslu Rússaveldis í aust- urátt. Þessu næst sneri ívan vopnum sínum í vesturátt, til Líflands (Eistlands og Lettlands), sem þá var stjórnað af yfirstétt þýzkra riddara og kauphölda. Markmið sarsins var, eins og Péturs mikla og Stalíns síðar, að tryggja Rúss- um greiðan aðgang að Eystra- salti. Vann hann þar einnig skjót- an sigur. Framferði hermanna hans var þvílíkt, að það gekk langt fram af íbúum Vestur- Evrópu, og kölluðu þeir þó ekki allt ömmu sína á þeim tímum. Konur voru svívirtar og þær sem óléttar voru ristar á kvið. Ein helzta dægrastytting hinna rússnesku stríðsgarpa var að binda konur þær, sem þeir höfðu svalað losta sínum á, við tré og hafa þær að skotmarki. Hinir líflensku aðalsmenn voru fluttir til Moskvu, leiddir þar um stræt- in til gamans borgarskrílnum og barðir hnútasvipum, en síðan teknir af lífi með hroðalegustu pyndingum. En það átti ekki fyrir fvani að liggja að vinna Eystrasaltslönd undir Rússland, því bæði Svíar og Pólverjar þóttust hafa þar hagsmuna að gæta. Sarinn reyndi þá að vingast við Pólverja með því að biðja sér til handa Katrín- ar, systur Sigmundar Pólverja- konungs — Anastasía var þá lát- in. En konungurinn, vestrænn hoffmaður, var auðvitað hátt yf- ir það hafinn að mægjast við hinn rússneska durg, og gaf syst- ur sína Jóhanni hertoga af Finn- landi, bróður Eiríks fjórtánda Svíakonungs. Hóf þá ívan stríð gegn Pólverjum og dragnaðist í þeirri herferð stöðugt með lík- kistu eina mikla sem hann kvað skyldu hýsa Sigmundar lík eða sitt, áður ófriðnum lyki. Sig- mundi náði hann ekki og stóð þá auðvitað ekki við það stóra orð að gista kistuna sjálfur. Herferðin gekk heldur illa og tók ívan því að reyna að vingast við Svía. Bað hann Eirík fjórt- ánda blessaðan að senda sér Katrínu, og er bezt að hugsa sem fæst um, hvaða örlög þetta blauða óþverrakvikindi hafði bú- ið henni. Eiríkur, sem sjálfur var enginn engill og fíkinn í að fá styrk Rússa til að bægja Pól- verjum frá Eystrasalti, hefði kannski gengið að fyrrnefndum kostum sarsins, ef hann hefði ekki geggjast í þeirri svipan. Tók þá við ríki Jóhann bróðir hans, eiginmaður Katrínar, og var þá auðvitað öllum vinmálum Svía og Rússa lokið að sinni. Ekki varð þó úr styrjöld þeirra á milli, en þess í stað skrifuðust þjóð- höfðingjarnir á mergjuðum skammarbréfum, því báðir voru kjaftforir með afbrigðum. ívan hafði þó takmarkaðan tíma til skrifta, því Pólverjum hafði tekist að spana kan þann, er ríkti yfir Törtörum á Krím, til ófriðar gegn honum. Kaninn fékk stuðning Tyrkjasoldáns og gerði síðan skyndiinnrás í Rúss- land. Brenndi hann Moskvu til grunna, drap um átta hundruð þúsund manneskjur og hafði hundrað og fimmtíu þúsund fanga með sér á brott. ívangeggj- aðist næstum af hræðslu, bað kaninn auðmjúklega um grið, lof- aði að láta honum eftir Astrak- an og jafnvel að gerast Tyrkj- um skattskyldur. Þetta fór þó betur fyrir hann en á horfðist, því skömmu síðar gersigruðu boj- arar (lávarðar) hans Tartara í orrustu og ráku þá úr landi fyrir fullt og allt. Engu að síður taldi fvan boj- ara ekki hafa verið nægilega vel á verði gegn innrásinni og lét drepa mikinn fjölda þeirra. Til að ná sér niðri á Pólverjum réðist hann með her inn í hinn pólska hluta Líflands (Suður- Lettland) og fór þar fram með álíka skepnuskap og í fyrri inn- rásinni í Eystrasaltslönd. Meðal annars lét hann stinga augun úr handteknum hershöfðingja og síðan hýða hann til bana. Um þessar mundir tortryggði ívan mjög íbúa Novgorod, en þessi forna Væringjastöð og verzl- unarborg hafði forðum verið

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.