Vikan

Útgáva

Vikan - 25.11.1965, Síða 48

Vikan - 25.11.1965, Síða 48
Kaupið jólaskóna tímanlega PÓSXSENDUM SKOHÚSIÐ Hverfisgata 82. — Sími 11788. Bankastræti á horni Þingholtstr. Hann var snjall rithöfundur og heimspekingur í betra lagi, og hefur sem slíkur vakið töluverða athygli á sér meðal frjálslyndra húmanista nútímans. Aðalinntak heimspeki hans var á þá lund, að sannrar ánægju yrði aðeins notið fyrir tilstilli þjáningar. Hann hélt því fram, að ánægjan væri vísbending af hálfu náttúrunnar um að maður- inn hagaði sér í samræmi við sitt eigið sjálf. Þar af leiðandi hlytu allar gerðir, er veittu mönnunum ánægju, að vera eðli- legar og góðar. Þjáning og kyn- gleði væru mjög nátengdar í eðli flestra manna, þótt fæstir þyrðu að láta þetta í ljósi, af ótta við trúarskoðanir og ríkjandi þjóð- félagsmóral. Sumt af því, sem fram kemur hjá de Sade, hefur síðar verið áréttað af Freud, Kinsey og fleiri okkar tíma spek- ingum. Louis, marquis de Sade, var í þennan heim borinn árið 1740. Faðir hans var háttsettur dipló- mat og móðirin af fjarskyldri grein Búrbónættarinnar. Má því nærri geta, að ekkert var spar- að til að gera uppeldi sveinsins sem veglegast. Eftir skólagöngu hjá Jesúítum gekk hann í her- inn og tók þátt í sjö ára stríðinu gegn Prússum. Gat hann sér þar gott orð, enda átti grimmd stríðs- ins ágætlega við hinar óstýrilátu kenndir hans. Þegar stríðinu var lokið, hélt hann til Parísar og hellti sér þar út í æðisgenginn svalllifnað. Fað- ir hans tók þá það ráð að iáta hann kvænast ættgöfugri ung- frú að nafni Renée Pelagie de Monteuil, í von um henni tækist að spekja hann. Hollusta sú, sem Renée sýndi eiginmanni sínum, hefur með réttu gert hana að einskonar engli í augum seinni tíma fólks. Ekki hætti de Sade svallinu við giftinguna nema síður væri, kom svo að lögreglan bannaði forstöðukonum pútnahúsa að sjá honum fyrir mellum, sökum þess hve harðhentur hann var á þeim. Þetta sakaði þó ekki þann gjá- lífa tignarmann, því hann var þá kominn í náin kynni við hinar ungu ballerínur, sem dönsuðu við Konunglegu tónlistarakademí- una, en sumar þeirra reyndust meira en tilleiðanlegar til að svala hinum afbrigðilegu hvötum hans. Samt hefur hann ekki ver- ið fyllilega ánægður með þær, því litlu síðar lokkaði hann betli- kerlingu að nafni Rose Keller með sér inn í íbúð sína í Arcueil, lét hana afklæðast, batt hana niður á dívan og tók síðan að hýða hana til skiptis með venju- legri svipu og níurófnaketti. Rósa auminginn hélt sína síðustu stund upp runna og bað hann drepa sig ekki fyrr en hún hefði náð prests- fundi, en hann kvaðst fær um að veita henni syndaaflausn ekki síður en nokkur pokaprestur. Um síðir þreyttist greifinn þó á barsmíðinni og læsti Rósu inni í öðru herbergi, en fékk sér sjálf ur hænublund. Rósu tókst þá að sleppa út um glugga og hljóp til næsta þorps og vakti þar upp. Þorpsbúar urðu henni sammála um að þessi maður væri djöfull- inn og gerðu lögreglunni viðvart. Þótt ekki væri tekið hart á de Sade vegna jafn lítilmótlegrar persónu og Rósu, fór nú engu að síður að halla undan fæti fyrir honum. Kona hans fyrirgaf hon- um þetta eins og fleira, en hann iaunaði henni tryggðina með því að fleka yngri systur hennar, er Anna hét, og strjúka með henni til ítalíu. Litlu síðar fréttist af honum í Marseille, þar sem hann hélt æðisgengið partý ásamt þjóni sínum, Latour að nafni, og fjórum stúlkum. Var þar meðal annars framin kynvilla, sem sú öld hafði þó sérstaka andstyggð á. Auðvitað hafði markgreifinn við hendina bæði níurófnakött og hrísvönd, og gerði nú ýmist að hýða stúlkurnar eða láta þær hýða sig. Hæpið er að reyna að lýsa partýi þessu nánar, nema hvað ein stúlkan kvað samkvæmt bókhaldi greifans hafa móttekið 179 högg, önnur 215, sú þriðja 225 og sú fjórða 240. Fyrir þetta og fleira var de Sade skömmu síðar handtekinn, en slapp von bráðar úr prísund- inni og flýði á náðir konu sinn- ar, sem fyrirgaf honum að vanda. Hann launaði henni í þetta sinn með því að fleka þjónustustúlk- ur hennar, stelpur um fermingu. En skömmu síðar komst hann á ný undir manna hendur og dvaldi þaðan lengst af ýmist í fangelsi eða á geðveikrahæli. Þar varði hann tímanum mestan part til skrifta og lét eftir sig mörg rit- verk og allmerk, bókmenntalegs og heimspekilegs eðlis. Mörg -CAN Vér höfum ávallt fyrirliggjandi: LIN CAN Grænar baunir, LIN CAN Gulrætur, LIN CAN BlandaS grænmeti, LIN CAN Bakaðar baunir, LIN CAN ÞurrkaSar grænar baunir, LIN CAN JarSarber. LIN CAN vörur fást í næstu búS. HeildsölubirgSir: KRISTJÁN Ó. SKAGFJÖRÐ H.F. SÍMI 24120. -CAN VIKAN 47. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.