Vikan

Tölublað

Vikan - 25.11.1965, Blaðsíða 52

Vikan - 25.11.1965, Blaðsíða 52
MN©MEnt Eitt fullkomnasta s|ónvarpstækið ó markaðinum í dag. 25" skermir er gefur 20% stærri mynd. Tækið fæst með stereo plötuspilara eða segulbandstæki. Læsanlegar rennihurðir. Fullkomin viðgerðaþjón- usta á staðnum. Margar gerðir fyrirliggjandi. EINAR FARESTVEIT & C0. H.F. aðalstræti is. ÚTVARPSVIRKI LAUGARNESS, Hrísateig 47, HÚSGAGNAVERZLUN AKRANESS, STAPAFELL H.F., Keflavík, KAUPFÉLAG SUÐURNESJA, Grindavík. Dagkjólar Kvöldkjólar frá Hollywood og Englandi. Nýjasta tízka. LOLY BARÓNSTIG 3. með venjulegum aðferðum og þær eldri með stjörnuspádómum og öðrum álíka kynjum. Á þessu tímabili gerðist Casanova svo hrifinn af Frökkum og öllu sem þeim tilheyrði, að hann þaðan af taldi sig miklu fremur til þeirra en sinnar eigin þjóðar; til dæmis um það má nefna að hann upp frá því skráði skírn- arnafn sitt á franskan máta, Jacques í staðinn fyrir Giacomo. í París komst Casanova í kynni við markgreifafrú að nafni d'Urfe. Hún var nokkuð komin til aldurs og full af ailskonar grillum, til dæmis taldi hún sig vera langt á veg komna með að geta breytt óæðri málmum í gull. Casanova, sem kannaðist v;ð þessháttar hókuspókus frá norn- inni fóstru sinni, tók þegar að hafa fé út úr markgreifafrúnni með því að telja henni trú um, að hann væri útfarinn á þessu sviði. Ekki dugði þetta honum þó til framfærslu, enda lifði hann eins og kóngur. Til að hafa eitthvað upp í kostnaðinn, stofn- aði hann fyrirtæki, þar. sem tutt- ugu Parísardömur unnu við að teikna á silki. Hagnaðurinn af fyrirtæki þessu varð að vísu ein- hver, en fór allur í gjald fyrir blíðu starfsstúlknanna. Um síðir varð Casanova ekki vært í París fyrir reiðum eigin- mönnum og unnustum og flakk- aði þá um hríð um nokkut nær- liggjandi lönd, uns hann vogaði sér til Parísar aftur. Hann hafði talið áðurnefndri markgreifafrú trú um, að hann hefði vald til að flytja sál hennar yfir í líkama sveinbarns, sem getið væri af dauðlegum karlmanni og konu af guðlegum uppruna. Madame d'Urfe skyldi taka barnið í fang sér þegar eftir fæðingu þess og hafa það hjá sér í sjö daga. Síð- an myndi hún deyja með varir sínar við varir bamsins, sem þannig myndi veita sál hennar viðtöku. Eftir þrjú ár myndi hún rísa upp frá dauðum. Auðvitað fylgdi það með, að madaman gerði erfðaskrá barninu í vil. en Casanova skyldi vera fjárhalds- maður þess uns það næði þrettán ára aldri. f hlutverk hinnar guðlegu meyjar valdi Casanova ballerínu nokkra; taldi d'Urfe trú um, að hún væri dóttir yfirnáttúrulegs töframeistara og þar að auki af keisaraættum frá Konstantínópel. Sjálfur ætlaði hann auðvitað að leika hlutverk hins mjög svo mannlega föður. Getnaðurinn skyldi eiga sér stað fjórtánda dag aprílmánaðar. Casanova segir svo frá: „Þetta kvöld snæddum við létta máltíð, og síðan gekk ég til hvílu. Stundarfjórðungi síðar kom Madame d'Urfe inn til mín, leiðandi meyna Lascaris. Hún af- klæddi hana, úðaði hana í ilm- efnum og kastaði yndislegri slæðu yfir líkama hennar, og þegar prinsessan hafði lagzt við hlið mína þá dvaldi hún um kyrrt og óskaði þess að verða viðstödd aðgerðina, hverrar ár- angur yrði endurfæðing hennar sjálfrar að níu mánuðum liðn- um. Við lékum leikinn, og síðan lét Madame d'Urfe okkur ein það sem eftir var nætur, og var þeim tíma vel varið ... og á eftir leitaði ég véfrétta um hvort Las- caris hefði fengið. Það gat svo sem vel verið, því ég hafði ekk- ert til þess sparað, en taldi þó varlegra að láta véfréttina svara að aðgerðin hefði mistekizt.. . “ Það var eins gott, því hin goð- borna prinsessa reyndist þjófgef- in í meira lagi og var staðin að því að reyna að stela gimstein- um markgreifafrúarinnar. Sagði Casanova frúnni þá, að illur andi hefði komizt í stúlkukindina og yrðu þau því að Verða sér úti um aðra mey. Þessu til staðfest- ingar bar hann fyrir sig bréf, sem hann kvaðst hafa fengið frá mánagyðjunni. Frúin trúði hon- um enn eins og nýju neti og sparaði ekki í hann vasapening- ana. Litlu síðar brá Casanova sér til Englands, en þar hitti skratt- inn ömmu sína fyrir. í Lundún- um lenti hann nefnilega í klón- um á harðskeyttri fjölskyldu vændiskvenna, sem samanstóð af ömmu, þremur dætrum hennar LILJU LILJU LILJU LILUU LILJU BINDI ERU BETRi Fást í næstu búð 52 VIKAN 47. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.